Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGLíkamsrækt FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 20138 Létt skokk getur aukið lífslíkur um sex ár hjá karl- mönnum og fimm ár hjá konum að því er rann- sókn sem gerð var af The Copenhagen City Heart hefur upplýst. Rannsóknin var unnin markvisst frá árinu 1976. Það er hægt að fullyrða að hreyfing lengir lífið en góðu fréttirnar eru þær að ekki þarf að hreyfa sig mjög mikið til að hún hafi áhrif, að því er danski hjartalæknirinn Petur Schnohr segir en hann hefur unnið að rannsókninni. Þátttakendur voru spurðir um hreyfingu fjórum sinnum, fyrst á milli 1976 og 1978, síðan aftur 1981-1983, 1991-1994 og loks 2001-2003. Þeir sem skokkuðu frekar hægt en reglubundið lifa lengur en þeir sem hlaupa mjög hratt eða sjaldan. Þeir sem stóðu að rannsókninni hafa fylgst með heilsu fólks á öllum aldri frá 1976, samtals um 20 þúsund manns. Í ljós kom að best er að skokka í tvo og hálfan tíma á viku til að bæta heilsu og lífsmöguleika. Hreyfingin eykur súrefnisupptöku líkamans, lækkar blóðþrýsting, styrkir hjarta og ónæmiskerfi og kemur í veg fyrir offitu. Þá kom í ljós að þeir sem skokka eru skapbetri og með betri andlega líðan en þeir sem hreyfa sig ekki. Þess má geta að önnur hreyfing en skokk hefur sömu áhrif, til dæmis hjólreiðar, skíðaganga, gönguferðir eða leikfimi. HREYFING LENGIR LÍFIÐ GOTT OG HOLLT Flestir vita að betra er að borða morgunverð en að sleppa honum. Þeir sem vilja léttast ættu að hafa hugfast að góður morgun matur kemur í veg fyrir nart á milli mála. 100 g af hafragraut og eitt soðið egg eru samanlagt 138 kaloríur. Þetta er saðsamur og hollur matur. Gott er að setja bláber eða jarðarber í grautinn. Ef þú breytir af vananum og tekur á þig rögg með því að borða á morgnana er hægt að minnka hádegismatinn til muna. Slepptu brauði og borð- aðu frekar hrökkbrauð til dæmis með léttosti. Salat í hádeginu með rækjum, túnfiski eða kjúklingi er fullkomin máltíð. Setjið gjarnan ávöxt, ber og hnetur í salatið að auki. Til að breyta til má gjarnan borða lax með salatinu eða annan fisk. Lax er talinn ofurfæða en hægt er að matreiða hann á ýmsan hátt, soðinn, grillaðan eða bakaðan. Kvöldmatur getur verið magurt kjöt og soðið grænmeti. Ef gerð er sósa ætti að nota hreina jógúrt og bragðbæta hana með ýmsu góðu kryddi. BREYTTUR LÍFSSTÍLL Ef fólk vill létta sig þarf að breyta hugsanagangi og lífsstíl til lengri tíma. Hins vegar verður að gæta þess að ein og sama aðferðin gildir ekki endilega fyrir alla. Fólk þarf að gera þetta á sínum eigin forsendum en gott er að fá ráðleggingar hjá sérfræðingum. Allir vita að ofþyngd getur leitt til ýmissa sjúkdóma og þess vegna er mjög mikilvægt að halda sér í réttri þyngd. Mataræðið skiptir þar mestu máli þótt hreyfingin hjálpi til. Ekki er gott að léttast mjög hratt heldur hafa markmið til lengri tíma, til dæmis hálft kíló á viku. Ágætt er að búa til mánaðarplan í einu með hjálp frá næringarfræðingum eða líkams- ræktarþjálfurum. Margir byrja af miklum krafti í líkamsrækt en gefast síðan upp. Betra er að fara hægt af stað. Þá er nauðsynlegt að finna hreyf- ingu við hæfi. Það þarf sjálfsaga til að ná árangri en markmiðið verður að vera raunhæft. Ekki neita þér um allt sem þér finnst gott, minnkaðu frekar skammt- ana. Gerðu innkaup fyrir nokkra daga í stað þess að fara í mat- vöruverslun daglega. w w w. b a d h u s i d . i s VETUR BREYTINGA Komdu og hlúðu að líkama og sál með okkur í Baðhúsinu. Með KK-Eðaláskrift hefurðu aðgang að því sem til þarf fyrir aðeins 8.890* á mánuði. Með þátttöku í KK klúbbnum kemstu jafnt í opna sem LOKAÐA tíma. KK klúbburinn er klárlega hagstæðasta leiðin. Allt þetta er innifalið í Baðhúsinu fyrir aðeins kr. 8.890* á mánuði; Nýr Technogym tækjasalur! Zumba. Body Pump. Nýjung! Gravity workout. Detox-jóga. Nýjung! Pilates. Evu jóga. Grit. Nýjung! Power Spin&ABS. CxWorx. Hugleiðsla. Body Balance. Heitt jógaTóning. Djúpslökun. Salsa. Pallar. Leikfimi. Hot Jóga. Body Combat. Nýjung! Streitulosun. Tækjakennsla. Stórátak. Nýjung! Heilsuátak. FlexiFit. Hot BodyBalance. O. m. fl. Auk þessa fylgja eftirfarandi fríðindi að verðmæti kr. 87.340; - Árskort í Sundlaugar Reykjavíkur (ÍTR). - 2 tímar hjá einkaþjálfara. - Vikukort fyrir vinkonu. - 5 stykkja booztkort. - Handklæði við hverja komu. Og auðvitað hefurðu líka aðgang að heitri laug, vatnsgufu, sauna og notalegu hvíldarhreiðri. Komdu í Baðhúsið, breyttu til og hlúðu að sjálfri þér. Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk 8.890* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, Eðaláskrift, lágmarkstími 12 mánuðir. Aðrar áskriftarleiðir einnig í boði frá kr. 5.990 á mánuði. Þær konur sem skrá sig í KK klúbbinn núna halda óbreyttu verði þegar Baðhúsið flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði í Smáralind í lok árs. Mánuðinn sem flutt er býðst öllum konum eins mánaðar uppsögn í stað þriggja mánaða eins og samningar gera ráð fyrir. Þannig eru engar konur bundnar flutningsmánuðinn sjálfan, telji þær nýju staðsetninguna ekki henta þeim. Fy rir sæ ta L in da P ét ur sd ót tir . Lj ós m yn da ri Á st a K ris tjá ns dó tt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.