Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2013, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 16.08.2013, Qupperneq 48
FRÉTTABLAÐIÐ Menning og tíska. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 10 • LÍFIÐ 16. ÁGÚST 2013 Tomoko Daimuru heillaðist af íslenskri hönnun og stofnaði Meeticeland.is. É g hef alltaf reynt að vera sem mest í húsinu mínu á Snæfellsnesinu þegar ég er að skrifa en þar fæ ég svo mikinn innblástur,“ segir Snæfríður Ingadóttir blaðamaður sem nýlega gaf út bókina The Ice- landic Woman ásamt Þorvaldi Erni Kristmundssyni. Þetta er fimmta bókin sem þau vinna saman, en fyrri bækur þeirra eru meðal ann- ars 50 crazy romantic things to do in Iceland og 50 crazy things to taste in Iceland. „Við Þorvaldur höfum verið að skrifa bækur fyrir ferðamenn og efnið í þessa bók var valið með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir ferða- menn.“ Bókin hefur bæði afþreying- ar-og upplýsingagildi í máli og myndum en tæpt er á sögu legum staðreyndum og ýmsu öðru sem tengist íslensku konunni á einn eða annan hátt. Snæfríður hefur unnið sem blaðamaður um nokkurt skeið og segist ekki vera sérfræð- ingur um íslensku konuna heldur sé hún vön að vinna úr upplýs- ingum og því hafi margt komið henni á óvart við vinnslu bók- arinnar. „Við erum með marg- ar konur í háttsettum stöðum en samt sem áður vantar svo mikið upp á jafnréttisbarráttuna. Mér fannst það vera það sem stóð einna helst upp úr við gerð þess- arar bókar.“ Aðspurð hvernig hin raunverulega íslenska kona sé segir Snæfríður að dæmigert sé að íslenskar konur vinni mest allra kvenna í Evrópu, eignist samt sem áður flest börn og séu mjög langlífar, sem á alls ekki við um konur annarra landa. ÍSLENSKA KONAN Í MÁLI OG MYNDUM Snæfríður Ingadóttir blaðamaður er konan á bak við bókina The Icelandic Woman. Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og rithöfundur, ásamt börnum sínum. Hún er nú búsett á Akureyri. Íslenskar konur vinna mikið og eignast mörg börn. Þrátt fyrir það eru þær mjög langlífar. „Ég þekkti ekki mikið til Íslands en áður en ég vissi af var ég búin að sækja um styrk til að koma til landsins að læra íslensku. Ég sá bíómynd um landið og fannst Ís- land mjög spennandi en það voru alls ekki margir sem sóttu um ís- lensku styrkinn hjá utanríkis- ráðuneytinu,“ segir Tomoko Da- imuru glöð í bragði. Hún kynntist Íslandi í fyrsta sinn árið 2003 þegar hún lærði íslensku í HÍ. Eftir námsdvölina fór hún aftur til Osaka í Japan til að klára enskunám sitt en örlögin gripu í taumana þegar henni bauðst að flytjast til Íslands á ný til að vinna í japanska sendiráðinu. Nú eru sex ár síðan Tomoko flutti aftur til landsins og er ekkert að flytjast búferlum á næstunni. Hún er gift íslenskum manni, rekur fyrirtækið Little Viking og fyrir stuttu opnaði hún japönsku netverslunina MeetIceland.is sem selur íslenska hönnun, meðal ann- ars frá Stáss, Umemi, Hring eftir Hring og Volki. „Þegar ég byrjaði að vinna í versluninni Aurum fór ég að hafa áhuga á íslenskri hönnun og sá að þrátt fyrir að menningar heimar þessara tveggja landa séu ólíkir virðist smekkur manna vera á svipuðum nótum. Því ákvað ég að opna netverslun svo ég gæti kynnt íslenska hönnun fyrir Jap- önum sem hafa verið mjög áhuga- samir.“ Um þessar mundir er To- moko að vinna víða um landið að verkefni með þekktum japönsk- um hönnuði þar sem íslensk nátt- úra er miðpunkturinn. Tomoko tekur einnig að sér ýmis verkefni þar sem hún kynnir land og þjóð fyrir japönskum fyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, hönnuðum og tískublöðum. FÓLK ÍSLENSK HÖNNUN Í JAPAN Tomoko Daimuru hefur opnað japönsku netverslunina Meet Iceland og selur einungis íslenska hönnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.