Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 62

Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 62
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 Berglind Sigmarsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsuréttir fjölskyld- unnar, hefur gefið út aðra bók sem heitir einfaldlega Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar. „Í nýju bókinni fer ég á svipaðar slóðir og í þeirri fyrri þar sem ég legg áherslu á mikilvægi þess að minnka sykurneyslu hjá börnum,“ segir Berglind. „Fyrri bókin mín fékk frábærar viðtökur og ég fékk margoft símtöl frá fólki sem vildi vita meira um hvernig mataræði getur breytt lífi fólks, þá sérstak- lega hvaða áhrif kúamjólk, sykur og glúten geta haft á líðan og ýmis hegðunarvandamál barna. Ég fór því að afla mér upplýsinga og áður en ég vissi af var ég komin með efni í nýja bók,“ segir hún. Aðspurð segir Berglind að margar mæður hafi óskað eftir upplýs ingum um tengsl mataræðis við ýmsa sjúkdóma. „Mér fannst það því viðeigandi að fá mæður til þess að deila með mér sögum um hvernig breytt mataræði hafði áhrif á ýmsa kvilla barna þeirra, eins og ofvirkni og athyglisbrest. Ég er ótrúlega þakklát þessum konum sem vildu deila með mér reynslu sinni. Bókin er full af girnilegum og djúsí uppskriftum fyrir alla fjölskylduna og fjalla ég einnig um heilsubætandi krydd sem er spennandi viðbót við fyrri bókina,“ segir hún að lokum. Metsöluhöfundur gefur út nýja bók Berglind Sigmardóttir hefur gefi ð út nýja matreiðslubók fyrir íslenskar fj ölskyldur. METSÖLUHÖF- UNDUR Berglind Sigmarsdóttir gerir nýja bók um hollt og gott mataræði. MYND/ GUNNAR KONRÁÐSSON 12.000 Heilsuréttir fj ölskyldunnar hefur selst í tólf þúsund eintökum. Hljómsveitin Súellen frá Nes- kaupstað hefur gefið út plötuna Fram til fortíðar. Eitt lag af henni, Vinir og blóð, er komið inn á vinsældarlista Rásar 2. Súellen átti sitt blómaskeið frá 1987 til 1994 er hún lagðist í dvala. Safnplatan Ferð án enda kom út 2003 og árið eftir fóru þeir félagar til Dallas og tóku upp tvö lög. Síðan þá hefur hljóm- sveitin komið fram á tyllidögum og gefið út nokkur lög. Flest lögin á nýju plötunni eru eftir meðlimi Súellenar en auk þess leggur Bjarni Tryggvason textaskáld þeim lið. Eitt lag er eftir Inga T. Lárusson og annað eftir Ágúst Ármann Þorláksson. Eiríkur Hauksson er gestasöngv- ari í lagi Ágústs. - fb Súellen mætt með nýja plötu SÚELLEN Fyrsta plata Súellenar í langan tíma er komin út. Gamanleikkonan Tina Fey, sem slegið hefur rækilega í gegn sem hin óborganlega Liz Lemon í sjón- varpsþáttunum 30 Rock, vinnur nú að gerð nýrra gamanþátta sem verða í anda Cheers, eða Staupa- steins. Fey mun taka sér hlé sem leikkona en ætlar þess í stað að framleiða þættina, sem kallaðir eru „The Cheers Show“ þangað til endanlegt nafn verður stað- fest. Tökum á 30 Rock fer senn að ljúka og er Fey að sögn himin- lifandi yfir nýja hlutverkinu og að fá smá hvíld frá leiklistinni í leiðinni. Tina Fey í nýtt hlutverk FYNDIN Tina Fey á bak við myndavél- ina í nýju hlutverki sem framleiðandi. utilif. is Á R N A S Y N IR GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Farðu út! Á R N A S Y N IR Fáðu aðstoð við valið á rétta útivistarbúnaðinum. Starfsfólkið okkar þekkir vörurnar sem það selur. svefnpokar af hágæða útivistarvörum Tjöld North face fatnaðurgönguskór allt að 50% afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.