Fréttablaðið - 16.08.2013, Page 66
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34
PEPSI KVENNA 2013
AFTURELDING-SELFOSS 0-2
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (28.), 0-2 Guð-
munda Brynja Óladóttir (38.).
BREIÐABLIK-ÞRÓTTUR 5-0
1-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (25.), 2-0 Greta
Mjöll Samúelsdóttir (45.), 3-0 Greta Mjöll Samú-
elsdóttir (68). 4-0 Hildur Sif Hauksdóttir (77.),
Greta Mjöll Samúelsdóttir (88.).
STAÐAN
Stjarnan 12 12 0 0 41-4 36
Valur 12 8 2 2 35-14 26
Breiðablik 12 8 1 3 30-13 25
ÍBV 12 7 1 4 30-20 22
Selfoss 12 6 2 4 17-17 20
Þór/KA 12 4 4 4 22-20 16
FH 12 3 4 5 24-29 13
Afturelding 12 2 1 9 7-29 7
HK/Víkingur 12 1 1 10 12-38 4
Þróttur R. 12 1 0 11 7-41 3
MARKAHÆSTAR
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 16
Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss 13
Elín Metta Jensen, Valur 12
FRJÁLSAR Eini íslenski keppand-
inn á HM í frjálsum íþróttum í
Moskvu hefur keppni í dag. Spjót-
kastarinn Ásdís Hjálmsdóttir
hefur verið fastagestur á stór-
mótum síðustu ár og vonast nú til
þess að endurtaka leikinn frá því
á Ólympíuleikunum í London þar
sem hún fór alla leið í úrslitin.
Þetta hefur verið ár breytinga
hjá Ásdísi sem skipti um þjálfara í
vetur. Írinn Terry McHugh tók við
af Stefáni Jóhannssyni, auk þess
sem Einar Vilhjálmsson aðstoðar
hana hér á landi.
Er alveg sultuslök
„Þetta er búið að vera svolítið upp
og niður hjá mér í sumar. Ég vissi
það alveg fyrir fram. Það voru
miklar breytingar hjá mér í vetur
og ég vissi að þetta yrði millibilsár
og að þetta gæti farið á hvorn veg-
inn sem er. Ég er alveg sultuslök
yfir því,“ segir Ásdís.
Hún fór í úrslit á EM í Barcelona
2010 og svo á Ólympíu leikunum
í London 2012. Besti árangur
hennar á HM er 13. sætið á HM í
Daegu 2011. „Ég gæti náð þrenn-
unni. Ég er búin að fara í úrslit á
EM og Ólympíuleikum en á HM
eftir. Auðvitað stefni ég á það að
fara í úrslit því annað væri metn-
aðarleysi eftir síðasta ár,“ segir
Ásdís en hún setti nýtt og glæsi-
legt Íslandsmet í undankeppninni
á síðustu Ólympíuleikum. Það er
enn þá hennar besta kast.
„Ég er í fínu formi en þetta er
bara svo svakalega mikil tækni-
grein að maður þarf að hafa smá
heppni með sér líka. Það eru bara
þrjú köst og það má lítið út af
bregða. Vonandi verður bara smá
heppni með mér.
Ég er í fínu formi til að kasta
langt og ég ætla að fara inn á
leikvanginn á föstudaginn og
njóta þess að vera þarna og hafa
ógeðslega gaman af þessu,“ segir
Ásdís sem er orðin mikil reynslu-
bolti þegar kemur að stórmótum
enda á sínu áttunda stórmóti á
ferlinum.
„Ég er búin að fara á öll stórmót
síðan 2006 nema á HM 2007 þegar
ég var meidd og það voru tvö stór-
mót í fyrra. Það er ekkert sem er
að koma manni á óvart lengur.
Ég er komin með svaka reynslu
af því að keppa á svona mótum
og það er ekkert í umhverfinu að
trufla mig lengur,“ segir Ásdís og
bætir við:
„Það getur tekið tíma fyrir fólk
að læra að láta þetta umhverfi
hjálpa sér og upplifa það ekki sem
pressu heldur jákvæða hvatningu.
Ég geri það alveg klárlega og það
verður gaman að sjá hvort ég geti
nýtt mér það til að kasta langt á
föstudaginn og svo vonandi enn þá
lengra á sunnudaginn,“ segir Ásdís
í léttum tón.
Ásdís segist ekki vera hjátrúar-
full þegar kemur að keppni á
mótum. „Það eina sem ég er með
er að ég keppi alltaf með happa-
hálsmenið mitt,“ segir Ásdís en
hún bætti öðru hálsmeni við í
aðdraganda leikanna í London með
góðum árangri.
Alltaf með Stúdentarósina
„Það var alltaf eitt hálsmen. Ég
setti fyrsta Íslandsmetið mitt
í fullorðinsflokki á útskriftar-
daginn minn þegar ég útskrif-
aðist sem stúdent. Ég fékk Stúd-
entarósina frá fjölskyldu minni í
útskriftargjöf og hef alltaf keppt
með hana síðan. Fyrir Ólympíu-
leikana í fyrra þá fékk ég að gjöf
Rúna-hálsmenið frá Álrúnu með
tákninu fyrir styrk,“ segir Ásdís,
sem var þá búin að vera næsta
inn í úrslit á tveimur stórmótum
í röð.
„Ég var búin að enda í þrett-
ánda sæti á bæði HM og EM og
ef ég hefði lent í þrettánda sæti
á Ólympíuleikunum hefði það
örugglega verið einhvers konar
heimsmet. Ég ætlaði ekki að láta
það gerast og þurfti því á öllum
þeim styrk að halda sem ég gat
fengið. Ég gekk með þetta háls-
men í mánuð fyrir leikana,“ segir
Ásdís.
„Þú getur verið í líkamlega full-
komnu formi en það er rosalega
auðvelt að láta hausinn skemma
fyrir sér. Einbeitingin síðustu
dagana fer í það að reyna að koma
hausnum á réttan stað,“ segir
Ásdís.
„Ég er búin að breytast alveg
gífurlega mikið frá því á fyrsta
stórmótinu 2006. Á þessum tíma
er ég búin að læra rosalega mikið
inn á sjálfan mig, sportið og allt
saman sem fylgir því að keppa
á svona mótum. Þetta er búið að
gefa manni alveg hrikalega mikið
og það eru algjör forréttindi að fá
að taka þátt í þessu,“ segir Ásdís
klár í slaginn. ooj@frettabladid.is
Happahálsmenið alltaf með
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er eini íslenski keppandinn á HM í Moskvu en hún stefnir á að fullkomna
þrennuna með því að komast í úrslit á Heimsmeistaramóti. Ásdís hefur þegar komist í úrslit á EM og á ÓL.
STÚDENTARÓSIN Á SÍNUM STAÐ Ásdís Hjálmsdóttir sést hér í keppni hér heima
og happahálsmenið hennar er á sínum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Íslenska körfuboltalandsliðið
leikur í kvöld lokaleik sinn í sínum riðli í
undankeppni EM 2015 þegar Rúmenar
koma í Laugardalshöllina. Hefst leikurinn
klukkan 19.15. Liðið var hársbreidd frá því
að vinna Búlgara á þriðjudagskvöldið en
Búlgarar tryggðu sér þar sæti í umspilinu.
Ísland og Rúmenía spila hins vegar um
annað sætið í riðlinum í kvöld, sem verður
mikilvægt hvað varðar styrkleikaröðun fyrir
næstu undankeppni haustið 2014.
Jakob Örn Sigurðarson, bakvörður
og lykilmaður í íslenska landsliðinu, á
möguleika á því að ná flottum tímamótum
á fjölum Hallarinnar í kvöld. Jakob skoraði
tvær þriggja stiga körfur á móti Búlgaríu á
þriðjudagskvöldið og hefur nú sett niður
99 þrista með A-landsliðinu.
Jakob á möguleika á því að verða tíundi
landsliðsmaðurinn sem nær því að setja
niður hundrað þriggja stiga körfur fyrir ís-
lenska landsliðið en einn leikmaður liðsins
í dag er þegar í 100-þrista klúbbnum. Logi
Gunnarsson er í 6. sætinu með 138 þriggja
stiga körfur.
Jakob hefur skorað 1,5 þrist að meðal-
tali í leik í sínum 68 landsleikjum en hann
hefur skorað nær helming þessara þriggja
stiga karfa (47 af 99) eftir að Peter Öqvist
tók við liðinu. Svíinn hefur einnig þjálfað
Jakob hjá Sundsvall Dragons frá árinu
2009. - óój
Dettur sá hundraðasti í Höllinni í kvöld?
JAKOB ÖRN SIGURÐARSON
Kemst hann í 100 þrista
klúbbinn? FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Emil Atlason hefur farið
á kostum með íslenska U-21 árs
landsliðinu í undankeppni Evrópu-
mótsins sem fram fer árið 2015 í
Tékklandi. Leikmaðurinn hefur
skorað sex af átta mörkum liðsins
í fyrstu þremur leikjum riðilsins.
Ísland er með fullt hús stiga í efsta
sæti riðilsins.
„Ég hef alltaf sagt að þetta er
staðan hans,“ segir Atli Eðvalds-
son, fyrrverandi landsliðsþjálfari
Íslands en fyrst og fremst faðir
leikmannsins, í samtali við Frétta-
blaðið í gær.
„Hann fær að spila alveg upp á
topp með landsliðinu og þar líður
honum best. Hann hefur hæfileika
þessi strákur og það sést mest á
hraða hans og styrk. Það þarf samt
sem áður að vinna með þessa eigin-
leika hjá honum. Ef það er unnið
rétt með hann getur Emil kom-
ist í fremstu röð en ef það er ekki
gert geta hæfileikar hans fjarað
út,“ segir Atli. Emil Atlason hefur
mikið verið úti á kanti með félags-
liði sínu KR í sumar og telur Atli að
það sé ekki hans rétta staða.
„Af tíu fyrirgjöfum sem koma
inn í teig þá er þessi strákur að
taka til sín svona sjö til átta. Hann
á heima alveg fremst á vellinum.
Það hafa ekkert margir þennan
eiginleika að vera svona hávaxnir
og með þennan gríðarlega hraða.
Íslenska U-21 árs landsliðið er
gríðarlega spennandi núna og
verður gaman að fylgjast með því
í þessari undankeppni. Margir
þeirra verða bráðlega komnir í A-
landsliðið.“ - sáp
Atla fi nnst KR ekki nota Emil rétt
Emil Atlason er að springa út hjá íslenska U-21 árs landsliðinu í knattspyrnu.
SEX MÖRK Í ÞREMUR LEIKJUM Emil
Atlason fagnar marki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
TENNIS Það eru aðeins 40 dagar síðan Marion Bartoli náði hátindi
ferilsins. Þá vann hún sigur á Wimbledon-mótinu í tennis en
það er stærsta tennismót hvers árs. Nú er hún aftur á móti
hætt.
Hin 28 ára gamla Bartoli tilkynnti í gær að hún væri hætt
og komu tíðindin vægast sagt á óvart.
„Þetta er rétti tíminn fyrir mig til þess að hætta. Ég
get ekki meira,“ sagði Bartoli en líkami hennar þolir
ekki álagið lengur.
Henni er sífellt illt í ökklunum, öxlunum, mjöðminni
og bakinu. Hún segist ekki geta lagt meira á skrokkinn
enda sé hún sárþjáð í hvert skipti sem hún spilar.
„Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Ég hef
spilað tennis svo lengi. Minn stærsti draumur varð þó að
veruleika,“ bætti Bartoli við og vísaði þar í sigur sinn á
Wimbledon. - hbg
Wimbledon-meistarinn hættir
SJÓÐHEIT Guðmunda Brynja skoraði
tvö mörk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPORT
BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Kvosin Landsímareitur –
breyting á deiliskipulagi
Borgarráð Reykjavíkur staðfesti niðurstöðu umhverfis-
og skipulagsráðs og samþykkti, tillögu um breytingu á á
deiliskipulagi fyrir Kvosina – Landsímareit, á fundi sínum þann
25. júlí 2013.
Deiliskipulagsbreytingin var kynnt í samræmi við 40. – 41. gr.
Skipulagslaga.
Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 23. maí 2013, en á
fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 22. maí var samþykkt
að framlengja athugasemdafresti til 30. maí 2013. Alls bárust
214 athugasemdir/bréf og undirskriftalisti með 200 nöfnum
vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 12. júlí 2013 var hin
auglýsta tillaga lögð fram og samþykkt með vísan til umsagnar
skipulagsfulltrúa dags. 9. júlí 2013. Uppdráttum var breytt í
samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa og hefur erindi verið sent
Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppdráttum má nálgast á
vefsíðunni skipbygg.is.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og
skipulagssviðs, embættis skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar,
netfang er skipulag@reykjavik.is.
Reykjavík 16. ágúst 2013
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Umverfis- og skipulagssvið