Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 13.09.2013, Qupperneq 12
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 – fyrir lifandi heimili – | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | SPRENGJA HELGAR AÐEINS Í FJÓRA DAGA 12.–15. SEPT HELGAR- SPRENGJA 149.990 FULLTVERÐ: 199.990 COSMO Tungusófi 25% afsl. COSMO Tungusófi. Stærð 224 x 146 H: 86 cm. Svart Bonded leður á slitflötum. H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð & O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R Gæðaflísar á sanngjörnu verði Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Rvk - Reykjanesbæ - Akureyri - Vestmannaeyjum SÝRLAND Þeir John Kerry og Sergei Lavrov, utanríkisráð- herrar Bandaríkjanna og Rúss- lands, ræddu Sýrlandsmálin á fundi sínum í Genf í gær, þar sem Kerry krafði Lavrov um skýring- ar á því hvernig Rússar hugsuðu sér að fá Sýrlandsstjórn til að láta efnavopn sín af hendi. Fundir þeirra halda áfram í dag, en Lavrov hefur upplýst að áætlun Rússa sé hugsuð í þremur þrepum: fyrst undirriti Sýrlands- stjórn alþjóðasamning um bann við framleiðslu og notkun efna- vopna, þá upplýsi Sýrlandsstjórn um staðsetningu og skipulag allra efnavopna í landinu og loks taki sérfræðingar ákvörðun um það hvað verði um þessi vopn. Í gær lýsti Assad Sýrlands- forseti því yfir að Sýrlendingar myndu afhenda efnavopn sín mán- uði eftir að þeir undirrita samn- inginn. Hann sagði þó að þetta gæti aðeins gengið upp ef Banda- ríkin létu af stríðshótunum sínum. Sýrlendingar hefðu fallist á hug- myndir Rússa, ekki vegna þrýst- ings frá Bandaríkjunum heldur vegna þess að Rússar stungu upp á þessum möguleika. Í gærmorgun birtist í banda- ríska dagblaðinu New York Times grein eftir Vladimír Pútín Rúss- landsforseta, þar sem hann segir það vekja ugg hve algengt það sé orðið að Bandaríkin beiti hernaði til að grípa inn í átök í öðrum ríkjum. Hann hvetur Barack Obama til að fara að alþjóðalögum og reyna að leysa málin með friðsamlegum hætti frekar en að nota „tungumál valdsins“. Einnig varar hann við því að Sameinuðu þjóðanna geti beðið sömu örlög og Þjóðabanda- lagsins, sem stofnað var árið 1919 en leið undir lok eftir seinni heimsstyrjöldina. „Þetta gæti gerst ef áhrifarík ríki ganga fram hjá Sameinuðu þjóðun- um og leggja út í hernað án sam- þykkis Öryggisráðsins,“ segir Pútín. Í gær bárust síðan fréttir af því að Bandaríkjamenn séu byrjaðir að koma vopnum til uppreisnar- manna í Sýrlandi. - gb Pútín hvetur Obama til að fara sér hægt en Bandaríkin eru byrjuð að fá uppreisnarmönnum vopn: Sýrlandsforseti lofar að afhenda efnavopn MÆTTUR TIL FUNDAR Í GENF Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kemur til fundar við John Kerry í Genf. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK„Tilfinningin var rosalega góð. Þetta var alveg yndislegt og fór algjörlega fram úr mínum björtustu vonum,“ segir fótboltakempan fyrr- verandi, Sigurður Hallvarðsson. Hann afhenti í gær Ljósinu þær átta milljónir króna sem söfnuðust í áheitagöngu hans hinn 30. ágúst. Sigurður, sem barist hefur við heilakrabbamein frá árinu 2004, segir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, hafa reynst sér gríðarlega vel. „Allir sem voru viðstaddir afhendinguna voru rosalega ánægðir og það var ánægjuleg stund að afhenda Ernu [Magnúsdóttur] ávísunina. Þetta var góður dagur,“ segir Sigurður, sem gekk með hugmyndina að áheita- göngunni í maganum í heilt ár. Gengið var frá Hveragerði og að höfuðstöðvum Ljóssins og segir Sigurður gönguna hafa verið bæði þægilega og skemmtilega. „Þetta var engin áreynsla, menn voru að segja fimmaurabrandara og að fíflast alla leiðina.“ - ka Siggi Hallvarðs safnaði átta milljónum króna í göngu: Afhenti Ljósinu átta milljónir GÓÐ STUND Sigurður Hallvarðsson afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, átta milljónir króna sem söfnuðust í áheitagöngu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EGYPTALAND, AP Adlí Mansúr, bráðabirgðaforseti Egyptalands, hefur framlengt neyðarástand í landinu um tvo mánuði, en það átti að renna út eftir nokkra daga. Neyðar- ástandið, með útgöngubanni á næturnar í flestum stærri borgum lands- ins, hefur verið í gildi í tæpan mánuð. Því var komið á stuttu eftir að stjórnvöld réðust til atlögu gegn stuðningsmönnum Múhammeds Morsís, fyrrverandi forseta, en honum var steypt af stóli í byrjun júlí. Sú atlaga snerist upp í hörð átök sem kostuðu nærri þúsund manns lífið, en æ síðan hafa stuðningsmenn Morsís komið saman til mótmæla nær dag- lega. - gb Bráðabirgðastjórn Egypta: Neyðarástand í mánuði enn ADLÍ MANSÚR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.