Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 13.09.2013, Qupperneq 20
13. september 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Við undirritaður og forstjóri Landspít- ala kynntum í gær sameiginlega yfirlýs- ingu um aðgerðir til að styrkja starfsemi lyflækningasviðs Landspítala. Það dylst engum að ástandið er alvarlegt og aðgerða þörf. Þetta taka heilbrigðisyfirvöld alvar- lega og ég legg áherslu á að nú verði unnið hratt og örugglega að úrbótum. Tuttugu læknar stóðu saman að grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem staðan á lyflækningadeild er rakin. Fyrir- hugaðar aðgerðir til úrbóta sem ég og for- stjóri LSH kynntum taka á flestum ef ekki öllum þeim þáttum sem læknarnir lýsa áhyggjum sínum yfir. Þótt það taki ein- hvern tíma að hrinda fyrirhuguðum úr- bótum í framkvæmd bind ég miklar vonir við að með þessu takist að snúa vondri þróun við og byggja upp öflugt lyflækn- ingasvið á nýjan leik. Dregið verður úr álagi með fleiri hjúkr- unarrýmum til að flýta fyrir útskrift sjúk- linga að lokinni meðferð, fagleg forysta sviðsins verður styrkt, framhalds menntun í almennum lyflækningum verður efld með opinberri viðurkenningu yfir stjórnar heilbrigðis- og menntamála og auknum fjármunum. Starfshópi verður falið að gera tillögur um aukið hlutverk LSH sem háskólasjúkrahús og leiðir til að tryggja nýliðun í lyflækningum. Stefnt er að því að nýta betur krafta og hæfni ýmissa fagstétta með mark vissum aðgerðum og þannig munu læknar fá auk- inn stuðning við störf sín. Bráðastarfsemi LSH verður styrkt og hún sameinuð á einum stað. LSH mun í samstarfi við heil- brigðisyfirvöld halda áfram að endurskoða skipulag læknisþjónustu á Íslandi í því skyni að bæta aðgengi og gæði þjónust- unnar um allt land, ásamt því að auka hag- kvæmni. Fagleg, örugg og aðgengileg heilbrigðis- þjónusta er mikilvægt hagsmunamál allra landsmanna og við búum að mörgu leyti að mjög góðri heilbrigðisþjónustu sem við getum verið stolt af. Höfum hugfast að þetta er ekki sjálfgefið því víðtæk og sérhæfð heilbrigðisþjónusta með miklum gæðum eins og við þekkjum er geysilega kostnaðarsöm fyrir fámenna þjóð. Þetta er engu að síður það sem við viljum og með réttu hugarfari, mikilli vinnu og bestu mögulegri nýtingu fjármuna getum við í sameiningu tryggt áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu til frambúðar. Úrbætur á lyfl ækningasviði Landspítala HEILBRIGÐIS- MÁL Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra F réttablaðið sagði frá því í gær að Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra hefði ákveðið að leysa formlega frá störfum samninganefnd Íslands, sem séð hefur um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Sama á við um samningahópa um einstök málefni og samráðsnefnd stjórnvalda og hagsmunasamtaka um viðræðurnar. Allir nefndar- menn fengu bréf í byrjun vikunnar um að nefndirnar yrðu lagðar niður. Gunnar Bragi sagði í samtali við blaðið að þetta væri bara „framhald af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart“. Hugsanlega kemur þetta þó þeim á óvart sem tóku mark á því sem stendur í stjórnarsáttmál- anum; að gera eigi hlé á aðildar- viðræðunum, að svo eigi að gera úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins, ræða hana á Alþingi og kynna hana fyrir þjóðinni. Og að ekki verði haldið lengra í aðildar- viðræðunum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skildu flestir í upphafi sem svo að ríkisstjórnin hygðist efna til slíkrar atkvæðagreiðslu. Þetta átti ekki sízt við um marga kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins, sem tóku mark á kosningastefnu flokksins: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Formaður og varaformaður flokksins ítrekuðu það loforð oftsinnis opinberlega og það fylgdi að atkvæðagreiðsl- una ætti að halda á fyrri hluta kjörtímabilsins. Framsóknar- flokkurinn talaði reyndar líka um þjóðaratkvæðagreiðslu í sinni kosningastefnu, en lofaði því ekki með jafnafdráttarlausum hætti að hún yrði haldin á kjörtímabilinu. Núna talar utanríkisráðherrann hins vegar alveg skýrt. Hann sagði í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði verið nein ástæða til að bíða eftir úttektinni sem leggja átti fyrir þing og þjóð í haust: „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“ Þarna eru engir fyrirvarar gerðir um hlé, enda væri það fráleitt þegar ráðherrann er nýbúinn að leggja niður samninganefndina sem hefur viðræðurnar með höndum. Það er ekki hægt að lýsa því öllu skýrar yfir að viðræðurnar verði ekki hafnar á ný, sama hvað gerist og hvað hverjum finnst, til dæmis þeim meirihluta kjósenda sem segist í skoðanakönnunum vilja klára aðildarviðræðurnar. Látum liggja á milli hluta að ríkisstjórnin fer þarna gegn ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar og hefur ekki sótt sér neitt umboð til þingsins til að hætta þeim. Spyrjum frekar til hvers þeir voru þessir orðaleppar í stjórnarsáttmálanum, um úttekt, umræðu, kynningu og þjóðaratkvæði. Það verður augljósara eftir því sem á líður. Þeir voru eingöngu hugsaðir til að slá ryki í augu kjósenda. Ríkisstjórnin þarf enga úttekt til að taka ákvörðun um framhaldið; hún er búin að ákveða þetta. Og það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla heldur. Þess þarf ekki. Þau eru búin að ákveða þetta. Utanríkisráðherrann talaði á þingi í gær fjallbrattur fyrir hönd beggja stjórnarflokka; að þeir væru einhuga um það hvernig á málinu hefði verið haldið. Forysta Sjálfstæðisflokksins gerði engar athugasemdir. Það verður ekki öllu skýrara: Fallegu orðin í kosningabæklingunum og stjórnarsáttmálanum voru blöff. Talið um úttekt og atkvæðagreiðslu var blekking: Evrópublöffið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Á skjön við forystuna Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, jaðarsetti sig með giska skýrum hætti frá forystu- mönnum stjórnarflokkanna í gær. Þar steig hann í pontu í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um Evrópumál og byrjaði á því að lýsa yfir vonbrigðum með ákvæði stjórnarsáttmálans um Evrópumál. Þá væru vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar í ESB-málinu „ekki í samræmi við það þingræði sem ég tel að eigi að ríkja hér á landi“. Einnig sagði Vilhjálmur að vildi þjóð vera sjálfstæð þyrfti oft að taka ákvarðanir sem fælu í sér framsal fullveldis og loks viðraði hann skoðanir sínar á krónunni, sem ríma kannski ekki alfarið við yfirlýsingar forystunnar. Rúmar tíu mínútur Vafalaust hafa fáir búist við því að Vilhjálmur yrði léttur í taumi en kannski hafa fæstir átt von á því að hann talaði sig á þennan stað strax í sjöttu þingræðu sinni, þar sem hann hafði áður talað í rúmar tíu mín- útur úr ræðupúlti Alþingis. Leyndarmál, ekki segja frá … Í vikunni var kynnt ný markaðs- herferð Íslandsstofu undir yfir- skriftinni „Leyndarmálið Ísland“ og er byggð á hugmyndafræði Inspired by Iceland. Þar er fólk meðal annars hvatt til þess að segja frá leyndarmálum og leyni- stöðum; Share your secret. Ókei, gott og vel. Það er fínt að létta þrýstingi af landsins helstu náttúruperlum og ferðamannaseglum þar sem aðstaða og aðgengi er langt frá því að anna ágangi fólks. Við skulum þess vegna beina fólki í massavís á ótroðnar slóðir þar sem ekki er nokkur að- staða fyrir hendi og ekkert skipulag til að bregðast við ef illa fer. Hljómar eins og plan … thorgils@frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.