Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 21

Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 21
FÖSTUDAGUR 13. september 2013 | SKOÐUN | 21 Karlmenn taka síður foreldra orlof en konur. Þeir sem það þó gera virð- ast svo líklegri til að lenda í vand- ræðum út af því. Í grein minni „Feður undir smásjá“ sem birtist í Fréttablaðinu 7. júní vakti ég athygli á því að árið 2012 hefðu 92,5% allra mála sem enduðu fyrir kærunefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála varðað karlmenn. Það þótti mér athyglisverð tölfræði. Auðvitað gætu verið aðrar skýr- ingar á þessu en karla hatur sjóðs- ins. Það gæti verið að karlmenn kærðu frekar. Eða að þeir svindl- uðu bara miklu meira. Tíu til tutt- ugu sinnum meira. Í vor sendi ég fyrirspurn á vel- ferðarráðuneytið þar sem ég bað um fjölda endurkröfumála vegna fæðingarorlofs á árunum 2008-2012, eftir kyni. Ég bað annars vegar um a) fjölda þeirra skipta þar sem for- eldrar fengu bréf um að mál þeirra væru til athugunar og hins vegar um b) fjölda endurkröfubeiðna sem sendar voru út. Um mitt sumar barst svar frá ráðuneytinu. Þar var vísað í svar Fæðingarorlofssjóðs þar sem kom fram að gögnin lægju ekki fyrir og „ljóst væri að talsverður tími og vinna færi í slíka samantekt“. Þetta ljósa mat má reyndar draga í efa en geymum það að sinni. Svöruðu einhverju Ráðuneytið og sjóðurinn svöruðu þó einhverju, þótt það væri ekki alveg það sem spurt var um. Í bréfinu segir: „samkvæmt […] samantekt hafi á árinu 2011 verið send 2.329 bréf til foreldra þar sem tilkynnt hafi verið um að rannsókn væri hafin á því hvort hugsanlega hefði verið um að ræða of háar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til viðkom- andi foreldra í tengslum við fæðing- arorlof þeirra. Fram kemur að á árinu 2012 hafi slík bréf hins vegar verið 2.528 tals- ins. Jafnframt kemur fram að auk framangreindra bréfa hafi Fæð- ingarorlofssjóður sent bréf til 962 foreldra á árinu 2011 þar sem við- komandi foreldrar hafi verið krafð- ir um endurgreiðslu á fæðingaror- lofsgreiðslum þar sem greiðslur úr sjóðnum til þeirra í tengslum við töku fæðingarorlofs hafi verið of háar en á árinu 2012 hafi verið um að ræða bréf til 1.354 foreldra vegna sama efnis.“ Aðeins til að setja þetta í sam- hengi: Það fæðast um 4,5 þúsund börn á ári á Íslandi. Þau börn eiga sér þá 9 þúsund foreldra. Rannsókn- irnar eru 2,5 þúsund. Það er heljar- innar hlutfall. Lendir fjórða hvert foreldri í rannsókn? Og það er vinna að lenda í rann- sókn. Það þarf að safna saman gögn- um, launaseðlum, skattskýrslum, skrifa greinargerð með skýringum og svo þarf að biðja vinnuveitand- ann um skrifa skýrslu. Loks þarf að prenta þetta út og senda þetta. Á Hvammstanga. Ber að veita upplýsingar Nú geta menn spurt: „Er ekki eðli- legt að menn skoði hvort fólk sé ekki að svindla? Er ekki eðlilegt að menn séu beðnir um skýringar ef eitthvað lítur grunsamlega út?“ Vissulega. En samt. Það liggur fyrir að eitthvað er brotið í kerfi þar sem fjórða hvert foreldri lendir í rannsókn og sjö- unda hvert lendir í innheimtu. Opinberar stofnanir ættu að leitast við að leiðbeina fólki svo það lendi ekki í vandræðum að óþörfu. Það er heilmikil, oft flókin, lagasetning í kringum svona orlof og fæstir þurfa að sökkva sér í hana oft á ævinni. Þekkingin er öll hjá stofnuninni. Lendir kannski annar hver karl- maður sem tekur fæðingarorlof í vandræðum? Ég veit það ekki. Ég fékk engar upplýsingar varðandi aðalfyrirspurn mína, sem snerist um kynjaskiptingu meðal þeirra sem Fæðingarorlofssjóður tekur til skoðunar. Það má benda á að skv. 21. gr. jafnréttislaga segir „Í opinberri hagskýrslugerð um einstaklinga og í viðtals- og skoðanakönnunum skal greint á milli kynja við söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og birtingu upplýsinga nema sérstakar ástæður, svo sem persónuverndarhagsmunir, mæli gegn því.“ Sjóðnum ber því að halda utan um þessar upplýsingar og honum ber einnig að veita þær, sé um það beðið. Það er erfitt að laga pott ef eng- inn vill segja manni hversu brotinn hann er. Það liggur fyrir að eitthvað er brotið í kerfi þar sem fjórða hvert foreldri lendir í rannsókn og sjöunda hvert lendir í innheimtu. Rannsóknarsjóður fæðinga Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Norðurlöndin hafa margt fram að færa í samstarfi Sameinuðu þjóð- anna, SÞ. Framlag þeirra til mann- úðarstarfs SÞ er stórt, þau eru í for- ystu í mannréttindamálum – ekki síst stúlkna og kvenna – og þau hafa gott orðspor. Margir Norð- urlandabúar hafa, allt frá því að Tryggvi Lie og Dag Hammarskjöld voru framkvæmdastjórar SÞ, verið í áberandi stöðum innan kerfis SÞ. Martti Ahtisaari, fyrrverandi for- seti Finnlands, hefur lagt mikið af mörkum sem sáttasemjari á vegum SÞ, hin danska Ellen Margrethe Løj er sérstakur sendifulltrúi SÞ í Líb- eríu og okkar eigin Vigdís Finn- bogadóttir er velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, UNESCO. Á Norðurlöndunum er fyrir hendi stofnanaþekking og drifkraftur sem er þörf á til að endurbæta og styrkja Sameinuðu þjóðirnar. Því er óheppilegt hve áberandi fjar- vera Norðurlandanna í valdamestu stofnun SÞ, Öryggisráðinu, hefur verið á síðustu árum. Ísland tap- aði kosningum til Öryggisráðsins 2008 fyrir Austurríki og Tyrklandi en litlu munaði að Finnland kæm- ist inn síðasta haust þegar það atti kappi við Ástralíu og Lúxemborg. Á sama tíma mistókst Svíþjóð að ná sæti í Mannréttindaráði SÞ. Alþjóðlega friðarstofnunin, IPI, lagði nýlega mat á framboð Finn- lands til Öryggisráðsins. Í skýrslu IPI er staðfest að orðstír Norður- landanna sé góður og að þau séu mikils metin innan SÞ. Það er að hluta tengt ríkum vilja þeirra til að leggja sitt af mörkum og því að þau séu laus við dulda hagsmuni. Norræna módelið skiptir verulega miklu máli en þegar fleiri ríki og samfélög keppa um athygli þarf bæði pólitískan vilja og sjálfstraust til að markaðssetja sig, segir IPI. Mörg atriði sameina Norðurlöndin hafa að einhverju leyti ólíka nálgun í alþjóðasam- starfi en mörg atriði sameina þau. Þar á meðal er þróun alþjóðalaga, jafnréttismál og viljinn til að koma í veg fyrir átök. Sterk norræn gildi eru verndun mannréttinda, sjálf- bær þróun, straumlínulögun þró- unarsamvinnu og aukin skilvirkni og gegnsæi í starfi SÞ, svo dæmi séu tekin. Norðurlöndin geta einn- ig lagt af mörkum til nútímalegrar þróunar á Öryggisráðinu og starfs- háttum þess. IPI ráðleggur Finnlandi að draga ekki úr þátttöku sinni innan SÞ eftir tapið í kosningum um sæti í Öryggisráðinu, heldur þvert á móti tvíeflast í t.d. samningaviðræðum og við lausn átaka. Öll Norðurlönd- in þurfa að beita sömu nálgun. IPI undirstrikar einnig þörfina á að koma betur á framfæri skuldbind- ingum og árangri í alþjóðasam- starfi, að setja skýrari markmið í þróunarsamvinnu, byrja kosninga- baráttu snemma og vera ákveðin. Með því að leggja meira af mörk- um til friðargæslu SÞ geta aðildar- ríkin styrkt stöðu sína innan SÞ, segir í skýrslunni. Norðurlöndin hafa í dag einungis 288 manns í friðargæsluaðgerðum sem leiddar eru af Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir góðan orðstír í friðargæslu- störfum. IPI leggur til að Finnland leggi meira af mörkum til lausna átaka í Afríku. Sama verkefni er á dagskrá sænsku ríkisstjórnarinnar, sem samþykkti nýlega að senda 70 friðargæsluliða til Malí. Því þyrfti að fylgja eftir með enn frekara frumkvæði. Einmitt nú er mikið rætt um mikilvægi þess að styrkja nor- ræna samvinnu. Því eru ummæli utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carls Bildt, um að hverfa eigi frá norrænni samvinnu um málefni SÞ og samræma þau heldur innan ESB bæði órökrétt og óheppileg. Með samstarfi um málefni SÞ taka Norðurlöndin sýnilega ábyrgð á störfum Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland og Noreg, sem eru ekki í ESB. IPI-skýrslan hringir bjöllum á Norðurlöndum og er ákall um endurnýjaðan stuðning við SÞ. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti fyrir níu árum um framboð sitt í sæti í Öryggisráðinu 2017-2018. Til að standa undir slíku framboði þarf fjármagn, mannafla og umfram allt pólitískan vilja. Með afdráttarlaus- um vilja, skýru upphafi á kosninga- baráttu og stuðningi frá grannríkj- unum gæti gilt fyrir Norðurlöndin að allt er þegar þrennt er, varðandi þátttöku í Öryggisráði SÞ. Greinin birtist á Norðurlöndunum í dag, föstudaginn 13. september 2013. Eigum erindi á vettvangi SÞ UTANRÍKISMÁL Þröstur Freyr Gylfason formaður Félags SÞ á Íslandi Aleksander Gabelic formaður Félags SÞ í Svíþjóð Helga Hjetland formaður Félags SÞ í Noregi Jørgen Estrup formaður Félags SÞ í Danmörku Sofi a Vikman formaður Félags SÞ í Finnlandi www.saft.is KOMDU UPPLÝSINGUM UM ÞAÐ SEM ÞÚ TELUR ÓLÖGLEGT EFNI Á NETINU TIL RÉTTRA YFIRVALDA ATHUGANIR FÆÐINGARORLOFSSJÓÐS Á MEINTUM OFGREIÐSLUM 5000 4000 3000 2000 1000 0 2011 2012 *Rannsókn gerð á því hvort hugsanlega hefði verið um að ræða of háar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til viðkomandi foreldra í tengslum við fæðingarorlof þeirra. 2329 2528 4492 4533Athuganir* Fædd börn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.