Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 26
„Þegar við skrifuðum þættina veltum við
því fyrir okkur hvar okkur fyndist eðlilegt
að Ástríður væri stödd, hvaða veggi hún
þyrfti að rekast á og bjuggum þá svo til.
Ástríður hefur breyst. Hún hefur forherst
eftir ástarsorg og tekur hlutina á hörkunni
núna,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir, leik-
kona og handritshöfundur hinna vinsælu
sjónvarpsþátta um Ástríði.
Þegar sagan hefst í annarri þáttaröð
er Ástríður orðin yfirmaður hóps starfs-
manna í skilanefnd óskilgreinds banka og
ekki alls kostar sátt við lífið.
„Nei, Ástríður er frekar leiðinlegur
yfirmaður,“ segir Ilmur. „Hún bannar til
dæmis allt félagslíf í vinnunni og fleira.
Undirmenn hennar geta lítið annað gert en
tekið þessu. Nú er hún í aðstöðu til að reka
fólk svo það þarf að vara sig á henni. Það
má segja að hún sé á vondum stað.“
Í fyrstu þáttaröðinni var Ástríður nýr
starfsmaður á nýjum vinnustað og hafði
ekki mörg tækifæri til að gera gloríur.
Aðrir starfsmenn sáu um gloríurnar þá en
nú segir Ilmur komið að Ástríði. Fólk muni
þó þekkja sína Ástríði aftur.
„Já, já, við erum ekki að tala um pers-
ónuleikabreytingar. En Ástríður þarf að
þroskast og læra og það gerir hún í þessari
seríu. Vonandi.“
Óþekktir örlagavaldar
„Aðstæður Ástríðar hafa breyst, í starfi
og lífi, þegar við hittum hana fyrir í
annarri seríu. Það hefur ýmislegt gerst
milli sería sem áhorfendur fá að finna út
smám saman eftir því sem líður á,“ segir
Silja Hauksdóttir leikstjóri. Upptökum
á annarri seríunni af Ástríði er lokið og
hefur þáttaröðin göngu sína á Stöð 2 á
sunnu daginn.
„Þetta gekk allt frábærlega vel. Allir
vissu vel hvað þeir voru að gera og við
vorum vel undirbúin. Í tökunum sjálfum
vorum við bara að gera gott betra,“ segir
Silja og lofar því að aðdáendur Ástríðar
verða ekki sviknir.
„Það svífur sama stemning yfir vötnum
í nýju seríunni. Það er helst að gengið sé
lengra í húmor og drama. Áhorfendur
munu hitta allt sitt fólk aftur og gott betur
því það koma fram nýjar persónur sem
verða örlagavaldar. Okkar gömlu vinir eru
samir við sig en margir þeirra þó að feta
nýjar slóðir,“ segir Silja en fæst ekki til
að ljóstra fleiru upp. Hún segir vel lík-
legt að seríurnar um hina seinheppnu
Ástríði verði fleiri.
„Hún á allavega nóg inni hún
Ástríður og er langt því frá orðin
fullnuma í að skapa vandræði.
Hún er bara mannleg og breysk
eins og við öll. Það er Ástríður í
okkur öllum.“
„Eins og endranær mega áhorfendur
búast við ábyrgri en umfram allt þjóð-
menningarlegri umfjöllun um menn
og málefni,“ segir Karl Ágúst Úlfsson,
spurður um komandi vetur hjá hinni
einu sönnu Spaugstofu.
„Við reiknum með að fá allar okkar
húsnæðisskuldir felldar niður og
munum greina nákvæmlega frá því
jafnóðum og þær gufa upp. En þetta
gerum við nú bara vegna þess að við
kusum allir stjórnarflokkana. Að öðru
leyti munum við áfram styðja kvóta-
kerfið, orkusölu með botnlausu tapi
og niðurfellingu svokallaðrar menn-
ingar.“
Sem fyrr manna Spaugstofuna, auk
Karls, þeir Sigurður Sigurjónsson,
Pálmi Gestsson og Örn Árnason. Þar
sem hlutverk þeirra hefur verið að
gera grín að mönnum og málefnum
hljóta efnistökin að ráðast af því hver
situr við stjórnvölinn í landinu hverju
sinni. Hvað gerðu þeir félagar við
síðustu stjórnarskipti? Settust þeir
niður og skiptu með sér hlutverkum
hinna nýju ráðherra? „Nei, við fórum
í bændaglímu. Sá sem felldi alla hina,
helst á sniðglímu á lofti, fékk að velja
sér tvö hlutverk, sem hann vill alls
ekki leika. Við nefnum engin nöfn, en
þeir tveir sem skíttöpuðu glímunni í ár
verða látnir leika Bjarna Ben og Sig-
mund Davíð í vetur. Enn hefur þó eng-
inn tapað nógu stórt til að fá Vigdísi
Hauksdóttur í sinn hlut,“ segir Karl
Ágúst.
En hverjum er skemmtilegast að
herma eftir? „Hver öðrum. Sérstak-
lega höfum við gaman af að herma
eftir Pálma þegar hann er að herma
eftir Ólafi Ragnari.“
„Það svífur sama
stemning yfi r
vötnum í nýju
serí unni. Það er helst
að gengið sé lengra
í húmor og drama.
Silja Hauksdóttir
„ Þeir tveir sem töpuðu glímunni í ár verða látnir leika Bjarna Ben og
Sigmund Davíð í vetur.
4 FÖSTUDAGUR 13. september 2013
Ábyrg umfjöllun
um menn og málefni
Spaugstofan
Hefst á Stöð 2 28. september.
Óþekktir örlagavaldar
Ástríður 2 Hefst á Stöð 2 á sunnudaginn.