Fréttablaðið - 13.09.2013, Side 38

Fréttablaðið - 13.09.2013, Side 38
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Þeir sem þekkja japanska matarhefð hafa eflaust prófað tempura-grænmeti. Ýmiss konar grænmeti er skorið niður, dýft í deighjúp og djúpsteikt í olíu. Grænmetið verður sérlega stökkt og bragðgott með þessari aðferð og hentar vel sem með- læti eða nasl. Ýmsar sósur er hægt að bera fram með græn- metinu; sojasósu, sweet chili- sósu eða aðrar eftir smekk. Hægt er að djúpsteikja hvaða grænmeti sem er og má þar nefna, kúrbít, eggaldin, papriku, gulrætur, sveppi, blómkál, spergilkál og sætar kartöflur. Auðvelt er að gera tempura heima og um að gera að prófa sig áfram. DEIGIÐ 1 bolli hveiti 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. sykur 1 tsk. lyftiduft 1 bolli kalt sódavatn 3 msk. grænmetisolía Hrærið allt saman þar til blandan er létt og meðfærileg. Látið standa í ísskáp í 15 mínútur. Skerið niður alls kyns grænmeti í sneiðar. Hitið olíu til djúpsteik- ingar í djúpri pönnu. Setjið græn- metið í deigið og síðan í heita olíuna. Steikið í um það bil þrjár mínútur eða þar til grænmetið verður stökkt og fallegt. Þerrið á eldhúspappír en berið fram á meðan það er enn heitt ásamt sósum eftir smekk. DJÚPSTEIKT GRÆNMETI Gott um helgina. FRÁBÆRT GRÆNMETI Hvernig væri að breyta til um helgina og djúpsteikja grænmeti? Hægt er að borða grænmetið sem meðlæti, forrétt eða sem nasl með góðum sósum. Ég hef gert við leirmuni fyrir fólk í nokkur ár og hef safnað þeim sjálfur í þrjátíu ár. Þetta var orðið það mikið að ég komst ekki fyrir á eld- húsborðinu með þetta,“ segir Þor- valdur Rúnar Jónasson, húsasmiður og safnari með meiru. Rúnar safnar íslenskum leirmunum og á dágott safn af munum eftir Guð- mund frá Miðdal, Fit og Funa og eftir Sigurð Arnórsson. Hann flutti nýlega viðgerðarverkstæðið af eldhúsborð- inu heima hjá sér og niður á Kársnes- braut 114 í Kópavogi og ákvað þá að losa sig við eitthvað af munum. Rúnar hefur nefnilega ekki bara safnað leir- munum heldur á hann heljarinnar safn af húsgögnum, húsbúnaði, málverkum og fleiru. Hann opnar því verkstæði og verslun á morgun. „Það er ofboðslega mikið til af alls konar hlutum, sem ég og fjölskyldan höfum ekkert að gera við. Það þarf að koma þessu út. Þetta hefur safnast að mér úr ýmsum áttum og sumt hefur legið í kössum í tuttugu ár. Mest eru þetta leirmunirnir en ég hef keypt þá víða, í Danmörku og Svíþjóð og úti í Banda- ríkjunum. Svo veit fólk af þessum áhuga mínum og kemur ýmsu til mín. Það er gaman að stúdera þetta,“ segir Rúnar. Íslenskir leirmunir eru talsvert í tísku þessa dagana og segist Rúnar fá mikið í viðgerð. „Unga fólkið er að koma með gamla hluti í viðgerð, sem legið hafa í geymslu í áratugi. Það er hægt að gera við nánast hvað sem er. Það snýst bara um þolinmæði,“ segir Rúnar. En sér hann ekki eftir munum sem hann hefur safnað að sér í tugi ára? „Ég á svo mörg stykki af sama hlutnum. Auðvitað er enginn hlutur eins af leir- munum en ég sé ekkert eftir þeim. Svo bætist alltaf aftur í hjá mér. Ef ég læt einn þá fæ ég tvo til baka.“ Rúnar opnar formlega á laugar- daginn milli klukkan 12 og 16. Eftir það verður opið part úr degi þrisvar í viku og verðu hægt að fylgjast með opnunar- tímum á Facebook-síðunni: Hjá Rúnari – sala á gömlum munum og leirmunavið- gerðir. ■ heida@365.is SAFNAÐ LEIR Í 30 ÁR HELGIN Þorvaldur Rúnar Jónasson húsasmiður hefur safnað íslenskum leirmunum í tugi ára og á heljarinnar safn af ýmiss konar gömlu dóti. Nú segist hann þurfa að losa sig við það og opnar verkstæði og verslun. SAFNAR ÍSLENSKUM LEIR Þorvaldur Rúnar Jónasson, húsasmiður og safnari, hefur gert við leirmuni undanfarin ár. Hann hefur einnig safnað íslenskum leir og ýmiss konar gömlu dóti í tugi ára og opnar verk- stæði og verslun á Kárs- nesbraut 114 í Kópavogi á morgun. MYND/PJETUR LEIRMUNIR Hjá Rúnari er mikið magn leirmuna að finna í hillum. Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Gasgrill Kolagrill Garðhúsgögn Aukahlutir Opið laugardag 11-16 Sunnudag 13-16 ÚTSÖLULOK um helgina Er frá Þýskalandi KYMCO 2013! Veglegur aukahlutapakki fylgir: Öflugt spil, dráttarkúla, prófíl- tengi, sæti og sætisbak fyrir farþega, álfelgur og 26” Maxxis Bighorn dekk. Götuskráð hjól tilvalið í leik eða starf. Borgartún 36 • 105 Reykjavík 588 9747 • www.vdo.is Enn betra og skemtilegra hjól hlaðið aukabúnaði Save the Children á Íslandi GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.