Fréttablaðið - 13.09.2013, Page 48
FRÉTTABLAÐIÐ Fröken Fix. Fataskápurinn og Innblástur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
10 • LÍFIÐ 13. SEPTEMBER 2013
É
g er búin að vera með
þessa ráðgjafaþjónustu
í fjöldamörg ár og lang-
aði að setja þann fróðleik
sem ég hef sankað að mér
í gegnum tíðina í eina bók. Þegar
ég fór síðan að ræða við útgef-
andann hafði ég svo margar hug-
myndir og því var ákveðið að
gera bókaseríu sem nefnist Trix
og mix frá Fröken Fix,“ segir
Sesselja Thorberg, höfundur bók-
arinnar „Skapaðu þinn heimilis-
stíl“ sem kemur í verslanir í dag.
Bókin er hönnunarhandbók þar
sem stiklað er á stóru um upp-
röðun, hönnun og hvernig hægt
er að skapa heimili án þess að
tæma seðlaveskið í leiðinni. Sess-
elja segir marga eiga erfitt með
að gera huggulegt í kringum sig
en algengt vandamál sé of mörg
húsgögn inni á heimilinu sem
skapi ringulreið. Hægt sé að gera
ýmis „trix“ til þess að blekkja
augun með litum og speglum.
Sesselja er menntuð sem vöru-
hönnuður frá Listaháskóla Ís-
lands og hefur sérhæft sig í
innan hússráðgjöf undir nafn-
inu Fröken Fix. Verkefnin hafa
verið margvísleg, tengd innan-
hússhönnun og ráðgjöf og einnig
var hún umsjónar maður hönn-
unar- og lífsstílsþátt-
arins Innlit/útlit um
tíma. „Það blundaði í
mér að stofna mitt eigið
því mér fannst vanta
aðgengilegri og hag-
kvæmari leið fyrir alla
að betrum bæta heim-
ili sitt. Þetta var bara
ástríða mín. Svo vatt
þetta upp á sig og svo
hafa aðrir fylgt í kjöl-
farið.“ Aðspurð segir
hún heimilið sitt vera
blöndu af gömlu og nýju en hún
aðhyllist hluti sem hafa sál og hús-
gögn sem segja einhverja sögu.
BÓKIN ÉG VIL AÐ HÚSGÖGNIN
HEIMA SEGI EINHVERJA SÖGU
Fyrsta bók Sesselju Thorberg í bókaröðinni „Trix & mix frá Fröken Fix“ kemur út í dag.
Heimili þar sem Sesselja hefur endurhannað rými, breytt litum og innrétt fyrir fyrir bókina sína.
Sesselja Thorberg, sem kallar sig Fröken Fix, með bókina Skapaðu inn heimilisstíl.
María Lovísa útskrifaðist frá Margaretha-
hönnunarskólanum í Kaupmannahöfn árið
1979. Hönnun hennar er frumleg og hefur
mikinn karakter og ávallt er lögð áhersla
á kvenleg snið, enda á María Lovísa fjöl-
marga fasta viðskiptavini. Hún opnaði
fyrst verslunina Maríurnar á Klapparstíg
árið 1983 en flutti sig yfir á Skólavörðu-
stíg 6b fyrir tuttugu árum. María Lov-
ísa hefur alltaf lagt mikla áherslu á ís-
lensku ullina og peysurnar hennar hafa
verið sérstaklega vinsælar bæði hjá ís-
lenskum konum og erlendum. Hún
framleiðir allar sínar vörur sjálf og þær
eru saumaðar hér á landi. Þá notar
hún mokkaskinn gjarnan í hönnun
sinni, sem margir hafa fallið fyrir, sem
og fiskroð.
„Ég legg áherslu á dömu-
legan fatnað með karakter í öllum
stærðum,“ segir María Lovísa. „Ég
vil hafa fatnaðinn tímalausan en
margar konur hafa sagt mér að þær
noti kjólana frá mér í mörg ár. Fötin
eru klassísk og eru þess vegna alltaf í tísku,“
segir hún.
María Lovísa sérsaumar einnig fyrir viðskipta-
vininn og veitir persónulega þjónustu við val á
sniði og efni. Það er um að gera að kíkja í versl-
unina þessa dagana og nýta sér afmælisafslátt-
inn. María Lovísa er með heimasíðuna marialov-
isa.com og hún er einnig á Facebook.
HÖNNUN MARÍU LOVÍSU Í ÞRJÁTÍU ÁR
María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður heldur upp á þrjátíu ára afmæli verslunar sinnar þessa dagana og veitir af því tilefni 20% afslátt af
nýju haustlínunni til 21. september.
AUGLÝSING: MARÍA LOVÍSA KYNNIR
María Lovísa notar
meðal annars ís-
lenska ull, gæru-
skinn og mohair
í hönnun sína.
Hún leggur mikla
áherslu á gæða-
efni og vand-
aða framleiðslu.
Haustlínan er
kvenleg og falleg
og fæst núna með
20% afmælisaf-
slætti.