Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 49

Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 49
Kokteilum fylgir skemmtileg serimónía og alltaf dálítið sparilegt að dreypa á fram- andi kokteil og upplifa nýtt bragð,“ segir Josué Martins, yfirþjónn á kokteil barnum Loftinu, sem státar af stærsta kokteillista landsins. „Með tilkomu Loftsins hefur fæðst ný og spennandi kokteilmenning sem margir þekkja utan úr hinum stóra heimi. Allir kokteilar Loftsins eru öðruvísi en það sem gerist og gengur; ferskir, framsæknir og unaðslega bragðgóðir. Þá eru barþjónar Loftsins metnaðarfullir og framúrskar- andi á sínu sviði og laga sjálfir mestallt hráefni í kokteilana úr fersku, íslensku hráefni,“ útskýrir Martins. Barþjónar Loftsins fá mikils metinn liðsauka frá 17. september til næstu mán- aðamóta þegar franski kokteilbar þjónninn Alexandre Lambert mætir til leiks en hann er heimsfrægur fyrir tilkomumikla koníakskokteila. „Loftið býr yfir einstöku andrúmslofti í sögufrægu húsi og á saumastofu Egils Jacobsens þar sem upprunalegar innrétt- ingar og andi liðinnar tíðar svífur yfir vötnum. Þegar líður á kvöldið um helgar koma sér fyrir á Loftinu DJ Anna Brá og fleiri af hressustu plötusnúðum bæjar- ins og heillandi partístemning tekur yfir þegar gestir standa upp úr sætum sínum og dilla sér um allt hús,“ segir Martins, sem í kvöld verður gestgjafi í haustpartíi Loftsins þar sem nýr kokteil- og matseðill verða kynntir til sögunnar. Gamaldags lystaukar með nýmóðins yfirbragði Jónas Oddur Björnsson er yfirmatreiðslu- maður Loftsins og nýfluttur heim eftir sjö ára búsetu víða um heim, þar sem hann starfaði meðal annars á Michelin-stjörnu- veitingastöðum í Frakklandi og Danmörku og fyrir Walt Disney á fyrsta flokks veit- ingastað á fyrsta farrými skemmtiferða- skips. „Vonandi færi ég Íslendingum eitthvað alveg nýtt á matseðli Loftsins og þótt ég beri á borð bragð af heiminum hef ég ís- lenskt hráefni í hávegum,“ segir Jónas, sem hefur útbúið ómótstæðilega smá- rétti, lystauka og ábætisrétti fyrir gesti Loftsins. „Við lögðumst í mikla rannsóknarvinnu í leit að landsins besta hráefni og heim- sóttum bestu kjötiðnaðar- og pylsugerðar- menn landsins. Til að mynda fundum við Ítala á Hellu sem notar íslenskt hráefni í sælkerapylsur sem eru á heimsmæli- kvarða og unnar eftir ítalskri hefð. Þegar líður á haustið bjóðum við upp á villi- bráðar bakka og hangikjöt og höldum í árstíðina með heimagerðum sultum með óvenjulegu sniði, eins og rófusultu með karamellu og blómkálssultu. Þá leikum við okkur að gömlum, vinsælum réttum eins og flamberuðum pönnukökum með Grand Marnier og Baileys-rjóma og flamberuð- um ostum sem eiga alltaf vel við með vín- glasi,“ segir Jónas, sem á Loftinu mun setja nýtt yfirbragð á gamla og ljúffenga partírétti sem kitla bragðlaukana. „Sælkeramatinn vinn ég frá grunni og lofa lostætu snarli með vínglasinu. Ég saltbaka til dæmis hnetur í íslenskum sjó sem ég hef soðið og sigtað til að fá hreinan og er einstök bragðupplifun,“ segir Jónas. Loftið er nú opnað klukkan 14 á dag- inn og hægt að fá sér dýrindis kaffi- drykki, kokteila, sæta ábætisrétti og lystaukandi snarlbakka til klukkan 22. Einnig geta gestir keypt flöskur af sterku víni á borð sitt og blandað sér drykk sjálfir með tilheyrandi söfum og ávöxtum til skrauts. Loftið Lounge er í Austurstræti 9. Borðapantanir fyrir hópa og gestalista eru í síma 551-9400. Aldurstakmark á Loftinu er 25 ár og snyrtilegs klæðnaðar krafist. GRAND GOJI COLLINS Blandaður í hátt vínglas með krömdum ísmolum. 1 1/2 únsa Grand Marnier 1 únsa límónusafi 2 dass Orange Bitter 1 únsa vanillusíróp granatepla- og gojiberja-safi Fyllið upp með sódavatni og skreytið með appelsínuberki. BRAGÐ AF RJÓMA HEIMSINS Á LOFTINU Loftið er kokteilbar í heimsklassa sem jafnast á við flottustu kokteilbari New York og annarra stórborga heimsins. Þar er nú hægt að njóta freistandi smárétta, lystauka og eftirrétta með ferskum og framsæknum kokteilum í ómótstæðilegu andrúmslofti. Drykkir Loftsins eru lagaðir úr gæðahráefnum og í þá notaðar eingöngu fínni tegundir sterks víns, eins og Tanqueray-gin og Ketel One-vodka sem búa yfir mun meiri gæðum en sams konar vín. Jónas Oddur Björnsson yfirmatreiðslumaður að flam- bera pönnukökur úr Grand Marnier á franska vísu. Á Loftinu framreiða metnaðarfullir barþjónar kokteila í heimsklassa og þar hefur fæðst kokteilmenning eins og hún þekkist best frá New York og öðrum heimsborgum. Hér má sjá Josué Martins, yfirbarþjón Loftsins, að störfum. MYNDIR/BRYNJAR SNÆR AUGLÝSING: LOFTIÐ KYNNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.