Fréttablaðið - 13.09.2013, Page 58
20 FÖSTUDAGUR 13. september 2013
„Þátturinn tekur á því helsta sem tengist
heilsu og hreyfingu. Það hefur orðið mjög
jákvæð heilsuvakning í þjóðfélaginu og
fólk er orðið meðvitaðra um mikilvægi
hreyfingar og mataræðis. Í þættinum
ætla ég að kynna mér þær íþróttir sem
fólk er helst að stunda og hvernig sé best
að koma sér af stað í hverri íþrótt fyrir
sig,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir,
Rikka, sem vinnur nú að undirbúningi
nýrra þátta um heilsu og hreyfingu, sem
ætlaðir eru fyrir alla fjölskylduna og bara
alla sem vilja standa upp úr sófanum.
„Sem dæmi má nefna hlaupaíþróttina
og leitast ég við að svara því hvernig er
best að undirbúa sig fyrir lengri sem og
styttri hlaup og hvaða búnaður er æski-
legur. Einnig kem ég inn á mataræði og
næringu, sem er grunnurinn að góðri
heilsu. Markmiðið er að áhorfendur verði
meðvitaðir um eigin heilsu og finni það
hjá sér að huga að henni.“
Rikka segir að þættinum sé fyrst og
fremst ætlað að virka hvetjandi en sé ekki
hugsaður til að predika eitt eða neitt.
„Þátturinn er fyrir alla fjölskylduna.
Einn þátturinn kemur til með að fjalla
um þær íþróttir sem öll fjölskyldan getur
stundað saman enda byrjar gott hugarfar
gagnvart hreyfingu og heilsu snemma. En
það er heldur aldrei of seint að byrja að
huga að heilsunni og ég hugsa að flestir
vilji láta sér og öðrum líða örlítið betur.“
Fyrir alla fjölskylduna
Rikka Hefst á Stöð 2 í janúar.
„ Einn þátturinn
kemur til með að
fjalla um þær íþrótt ir
sem öll fjölskyldan
getur stundað
saman.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
Stöð 2 leggur metnað sinn í að bjóða upp á
hágæða íslenskt barnaefni í bland við talsettar
teiknimyndir og kvikmyndir fyrir yngstu áhorf-
endurna. Barnaefni er sýnt reglulega á Stöð 2
auk þess sem Krakkastöðin sýnir íslenskt og
talsett barnaefni frá klukkan 7 á morgnana og
fram eftir kvöldi. Krakkastöðin fylgir áskrift
að Stöð 2.
Glænýir þættir af Ávaxtakörfunni verða
teknir til sýninga á Stöð 2 um helgina, en um er
að ræða ellefu þætti sem framleiddir voru sam-
hliða kvikmyndinni Ávaxtakarfan. Boðskap-
urinn er góður, allir eiga að vera vinir og allir
mega vera með. En það getur tekið tíma fyrir
ávextina að læra þessi grunngildi. Kvikmyndin
Ávaxtakarfan fékk Edduverðlaun fyrr á árinu
sem besta barnaefnið. Þættirnir hefja göngu
sína á morgun.
Sveppi er langbesti vinur barnanna og hann
heldur áfram að skemmta ungum sem öldnum í
félagsskap Villa vinar síns. Þá er einnig væntan-
leg þáttaröð um Ben 10, sem nú er talsett á
íslensku. Góðkunningjarnir Dóra og Klossi,
Diego, Svampur Sveinsson og Pétur, mörgæs-
irnar frá Madagaskar, Doddi, Eyrnastór og
allir hinir halda einnig áfram að gleðja börnin á
hverjum degi á Stöð 2 og Krakkastöðinni.
Bestu
vinir
barnanna
Ávaxtakarfan
Hefst á Stöð 2
14. september.
„Glænýir þættir af
Ávaxtakörfunni verða
teknir til sýninga á Stöð 2
um helgina.