Fréttablaðið - 13.09.2013, Side 60

Fréttablaðið - 13.09.2013, Side 60
Kvikmyndir hafa ávallt skipað veg- legan sess í helgardagskrá Stöðvar 2 og það er óhætt að lofa skemmtilegum kvikmyndavetri. Veislan byrjar í kvöld þegar Julia Roberts mætir í hlutverki vondu stjúpunnar í myndinni Mirror Mirror. Strax í kjölfarið er komið að stórmyndinni The Hunger Games sem sló eftirminnilega í gegn í bíó. Á laugardagskvöld verður síðan sýnt meistaraverkið The Dark Knight Rises með Christian Bale og Anne Hathaway í aðalhlutverkum. Þetta er síðasta myndin í þríleik leikstjórans Christophers Nolan um ofurhetjuna Batman. Í september verða einnig sýndar stór- myndin Snow White and the Hunts man með Charlize Theron, gamanmyndin The Watch með Ben Stiller og Vince Vaughn fremstum í flokki og hasar- myndin Fast Five með Vin Diesel, Paul Walker og Dwayne Johnson í aðalhlut- verkum. Síðan rekur hver stórmyndin aðra í allan vetur og má þar nefna myndirnar Argo, The Campaign, The Bourne Leg- acy, Taken 2, Lawless, Magic Mike, The Expendables 2, Life of Pi, The Advent- ures of Tintin, Lincoln, The Amazing Spider-Man, Heat, Gangster Squad, Men In Black 3, Silver Linings Playbook, Cloud Atlas og Django Unchained. 22 FÖSTUDAGUR 13. september 2013 The Dark Knight Rises og Hunger Games verða sýndar á Stöð 2 um helgina og það er bara byr jun in á san n kallaðri kvikmynda- veislu sem stendur fram á vor á Stöð 2. Kvikmyndaveisla á Stöð 2 Toppmyndir Í allan vetur. Glæný röð af verðlaunaþáttunum Homeland er væntanleg á Stöð 2 og verður sýnd strax í kjölfar frum- sýningar í bandarísku sjónvarpi. Homeland hlaut Emmy-verðlaunin í fyrra sem besta dramatíska þáttaröðin í sjónvarpi en þættirnir hafa einnig hlotið Golden Globe-verðlaunin undanfarin tvö ár í sama flokki. Auk þess hlutu báðir aðalleikendurnir, Damien Lewis og Claire Danes, Emmy-verðlaunin í fyrra. Síðustu þáttaröð lauk með mikilli dramatík og bíða margir spenntir eftir framhaldinu. Nicholas Brody (Lewis) er á flótta eftir að honum var kennt um hryðjuverkaárás á höfuðstöðvar bandarísku leyniþjónustunnar og hann er núna efstur á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn. Á sama tíma er Carrie Mathison (Danes) hætt að taka geðlyfin sín og alveg að missa stjórn á lífi sínu. Hver er föðurlandssvikari? Homeland Hefst 6. október. Fimmta þáttaröðin af einum vinsælasta gamanþætti sam- tímans, Modern Family, hefur göngu sína innan skamms. Vel má hugsa sér að hluti af aðdráttaraflinu séu hin fjölbreyttu fjölskyldumynstur og skrautlegar persónur, sem eflaust nokkrir þekkja úr eigin nærumhverfi. Hug- myndasmiðir þáttanna, þeir Christopher Lloyd og Steven Levitan, fengu hugmyndina að þættinum góða eftir að hafa skipst á þó nokkrum krassandi sögum af eigin fjöl- skyldum. Þá hafa reynslusögur úr lífi leikaranna í þátt- unum oftar en ekki ratað í þættina. Í þáttaröðinni komandi hefur ein ný persóna bæst í hópinn, sonur Jays og Gloriu, sem er þá ýmist hálf bróðir, mágur eða frændi hinna aðalpersónanna. Það verður gaman að fylgjast með einhverjum fyndnustu fjölskyldum sjónvarpssögunnar á Stöð 2 í vetur. Skemmtilegasta stórfjölskyldan snýr aftur Modern Family Hefst á Stöð 2 1. október.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.