Fréttablaðið - 13.09.2013, Qupperneq 72
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28
Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is
HELGARBLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Ómissandi hluti af góðri helgi
FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
DÁIST AÐ VIÐHORFI
ÍSLENDINGA
Sænski bóndasonurinn, þjálfarinn og þjóðhetjan
Lars Lagerbäck hefur náð frábærum árangri með
íslenska knattspyrnulandsliðið. Hann segir Íslend-
inga vana því að taka ábyrgð í stað þess að bíða
eftir hjálp.
Hvað gerist þegar þú
missir stjórnina?
Harmsaga er fyrsta uppsetning
leikstjórans Unu Þorleifs-
dóttur í Þjóðleikhúsinu.
Við þurfum að stokka upp í
heilbrigðiskerfinu
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vill auka heilbrigðis-
þjónustu á kostnað umsvifa eftirlitsstofnana.
Arkitektúrinn er
lífsstíll
Jórunn Ragnarsdóttir arkitekt sópar til
sín verðlaunum í Þýskalandi.
MENNING
Það er auðvitað mikill heiður að
hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“
segir Arnaldur Indriðason, sem
í gær hlaut spænsku RBA-bók-
menntaverðlaunin fyrir bók sína
Skuggasund, sem kemur út samtím-
is á íslensku og spænsku 1. nóvem-
ber. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig
í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað
til að senda í þessa keppni og það
vildi til að ég var einmitt að ljúka
við Skuggasund. Hún var þýdd
yfir á spænsku í snatri, send inn í
keppnina og þetta er niðurstaðan.“
Þekktasta persóna Arnaldar, lög-
reglumaðurinn Erlendur, er víðs
fjarri í nýju bókinni og raunar allt
hans lögregluteymi. „Þetta er alveg
glæný persóna,“ segir Arnaldur.
„Lögreglumaður á eftirlaunum sem
fer að garfa í gömlu sakamáli frá
1944 þegar stúlka fannst myrt bak
við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um
rannsókn málsins bæði á þeim tíma
og í nútímanum.“
Byggir sagan þá á raunverulegu
sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta
er allt hreinn skáldskapur,“ segir
Arnaldur.
Bókin hefur enn sem komið er
ekki verið seld til fleiri landa en
væntanlega munu þessi verðlaun
auka eftirspurnina. Arnaldur er
til dæmis geysivinsæll í Frakk-
landi þar sem bókaverslanir aug-
lýsa hann sem konung glæpa-
sögunnar, en hann segist aldrei
hugsa um erlendan markað þegar
hann skrifar. „Alls ekki, ég ein-
beiti mér að því að skrifa íslenskar
sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara
ánægjulegur fylgifiskur.“
RBA-bókmenntaverðlaunin eru
ein þekktustu verðlaun heims í
glæpasagnaheiminum, en þau eru
veitt á hverju ári fyrir óútgefna
glæpasögu. Samkeppnin var hörð
því 183 handrit voru send inn í
keppnina í ár, sem eru reyndar tíð-
indi fyrir Arnald. Spurður hvort
hann hafi átt von á því að sigra
segir hann svo ekki hafa verið, þótt
auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað
að honum. „Þetta er mjög ánægju-
legt í alla staði og eins og ég segi
mikill heiður,“ segir hann. - fsb
Glæný aðalpersóna í
verðlaunabók Arnaldar
Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmennta-
verðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir
bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður
er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember.
KÓNGURINN Arnaldur Indriðason
kynnir nýjan lögreglumann til leiks í
verðlaunabókinni Skuggasundi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fjölbreyttar listsýningar eru á dagskrá Listasafns
Reykjavíkur í vetur. Á morgun, þann 14. septem-
ber klukkan fjögur, verða opnaðar þrjár sýningar
í Hafnar húsinu sem marka upphaf sýningatíma-
bils vetrarins. Þetta eru sýningarnar Brunnar eftir
litháíska listamanninn Zilvinas Kempinas, Vera eftir
Tomas Martišauskis, sem einnig er frá Litháen, og
sýningin Íslensk vídeólist frá 1975-1990 þar sem
sýnd verða verk eftir á annan tug listamanna. „Á
sýningunni er til dæmis að finna verk eftir Steinu
Vasulka sem er meðal frumkvöðla á sviði vídeó listar
á heimsvísu og myndband með Sykurmolunum,“
segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, kynningar-
stjóri Listasafns Reykjavíkur.
„Verkin voru flest sýnd í fyrsta skipti hér á landi á
níunda áratug síðustu aldar. Fæst þeirra hafa verið
sýnd hér síðan. Markmiðið með sýningunni er að
draga fram verk sem sýna fyrstu tilraunir íslenskra
listamanna til að nota vídeómiðilinn til listsköp-
unar. Það gerist um svipað leyti og vídeóleigurnar
héldu innreið sína í íslenskt menningarlíf og tón-
listarmyndbönd urðu hluti af markaðssetningu nýrra
hljómplatna,“ útskýrir Berghildur.
Brunnar er staðbundin innsetning. „Segulbönd
bylgjast í gusti frá tíu aflmiklum loftræstiblásurum
og mynda þannig eins konar landslag. Litháíski lista-
maðurinn Zilvinas Kempinas hefur nýtt sér segul-
bönd úr VHS-spólum til að skapa verk sem virðast
hafna upprunalegu hlutverki miðilsins. Verkin eru
byggð á nýrri tækni og hafa löngum vakið nostalgíu
hjá þeim sem voru vanir segul- og myndböndum,“
segir Berghildur Erla jafnframt. „Zilvinas Kemp-
inas hefur haldið fjölda sýninga í Banda ríkjunum
og víðar, hann var fulltrúi Litháens á Feneyja-
tvíæringnum árið 2009 og hlaut Calder-verðlaunin
frá Calder-stofnuninni árið 2007,“ bætir hún við.
Vera er nýjasta sýning litháíska lista mannsins
Tomas Martišauskis sem einnig verður opnuð á
morgun. Tomas Martišauskis býr og starfar í Vilníus
og hefur hingað til aðallega sýnt verk sín í Litháen.
„Í þessu verki kemur fram póstmódernísk sýn
á tengsl höggmynda og rýmis. Listamaðurinn um-
breytir einstökum skúlptúr í form nútímamiðla og
víkkar þannig út hugmyndir okkar um hefðbundna
skúlptúra. Verkið og þrjár birtingarmyndir þess eru
sýndar en þær koma fram í þrívíddarmynd, á mynd-
bandi og í hljóðmynd. Hið mótsagnakennda samband
milli verksins og afritanna sýnir ólíka þætti verks-
ins: Innviði þess og ytra borð, hljóðheim og þrívídd
í hreyfimynd og teikningu,“ segir Berghildur að
lokum. olof@frettabladid.is
Íslenskri vídeólist
gerð skil í Hafnarhúsi
Sýningarnar Brunnar eft ir Zilvinas Kempinas, Vera eft ir Tomas Martišauskis og Ís lensk
vídeólist frá 1975-1990 verða opnaðar í Hafnarhúsinu á morgun klukkan fj ögur.
Á ÍSLENSKRI VÍDEÓLIST ERU VERK EFTIR Á ANNAN TUG
LISTAMANNA Hér má sjá verkið Allvision frá árinu 1976 eftir
Steinu Vasulka. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR