Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 80

Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 80
KÖRFUBOLTI Handaband NBA-dóm- arans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaða- manni á fundi Körfuknattleikssam- bandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Phila- delphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín allt- af á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA. Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kenn- urunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfu- knattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdóm- arafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dóm- ara og mikla reynslu úr körfu- boltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leik- mönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta ára- tug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik. Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síð- ustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dóm- ara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viður kenna mistök. En þegar dóm- arar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfu- knattleiksunnendur í Laugardals- höll klukkan 13 í dag, segir að dóm- arastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skipt- ingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Er betra að dómari hafi spilað leikinn? Zolt Hartyani hjá FIBA segist iðulega fá þá spurningu hvort það sé mikil- vægt að dómari hafi áður verið leikmaður. Ungverjinn segist iðulega svara spurningunni játandi enda hafi leikmenn góða tilfinningu fyrir skrefum, snertingu og fleiru frá tíma sínum sem leikmenn. „En þegar þú fylgist með dómurum dæma eru margir sem hafa nánast ekkert spilað af alvöru og eru mjög góðir.“ Tveir fyrrverandi NBA-leikmenn, Leon Wood og Haywoode Workman, eru nú dómarar í NBA-deildinni. Joey Crawford segir að fyrir vikið fái þeir oft að njóta vafans. Þeir þurfi til að mynda ekki að dæma næstum því sama magn af leikjum í menntaskóla- og háskólaíþróttum. „Þessir leikir eru mjög mikilvægir í þróun dómarans. Að dæma í troð- fullum íþróttahúsum með öskrandi foreldra í stúkunni. Þar lærir þú að dæma.“ Lærði af mistökunum Joey Crawford er þekktasti körfuknattleiksdómari í heimi. Frá fj órtán ára aldri var hann ákveðinn í að dæma í NBA-deildinni. Það hefur hann gert í 36 ár. ÁSTRÍÐUFULLUR Crawford fór á kostum á fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JOEY OG KOBE Crawford sagði við fundargesti að hans áhugi sneri eingöngu að körfubolta. Hann hló og sagðist vita lítið sem ekkert um aðra hluti. NORDICPHOTOS/GETTY Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn 13. september 2013 FÖSTUDAGURSPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.