Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 30

Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 30
14. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-ráðherra kynnti á fimmtudag aðgerðaráætlun til að bregðast við manneklu og álagi á lyflækninga sviði Landspítalans. Tuttugu yfirlæknar og prófess- orar skrifuðu grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem fjallað er um það ófremdarástand sem ríkir á spítalanum vegna langvarandi niðurskurðar og atgervisflótta. Sérstakri nefnd verður gert að skila tillögum til úrbóta og þá verða fundin ný vistunar- úrræði fyrir aldraða sjúklinga sem hafa lokið meðferð á sjúkrahúsinu en hafa ekki komist í hjúkrunar rými. Kristján vonast til þess að þessar aðgerðir skili árangri. „Ég met það svo að það sé fullur pólitískur vilji og samstaða til að bregðast við þessu ástandi, þó svo að það kalli á auknar fjár- heimildir. Ég er þess fullviss að það verði stuðningur við þann þátt málsins sem kall- ar á fjármagn,“ segir Kristján. Gert er ráð fyrir því að nefndin skili tillögum eigi síðar en 20. september næstkomandi. „Ég mun síðan skoða með hvaða hætti og hvernig við getum mætt þessum tillögum. Ég vænti þess að það muni ganga skjótt og vel.“ Forgangsraða í niðurskurði Kristján telur að hægt sé ná fram frekari hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins. „Eðli málsins samkvæmt er óhjákvæmilegt þegar við lendum í efnahagsáföllum eins og yfir okkur dundu haustið 2008 að horft sé til heilbrigðismála með hagræðingu og niðurskurð í huga. Ég tel að sú umræða sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu síðast- liðin fjögur til fimm ár út af þessum niður- skurði sýni að mönnum þykir nóg komið,“ segir Kristján. Hann vill setja heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál í forgang og skera niður í öðrum málaflokkum. „Meðan við erum uppi með þessa kröfu og meðan við erum með þá stöðu að ríkissjóður sé rekinn með halla upp á 30 milljarða plús þá verð- um við einfaldlega að setja þessi þrjú mál í forgang og láta aðra málaflokka líða fyrir það.“ Kristján nefnir eftirlitsstofnanir og utanríkisþjónustu í þessu samhengi. „Við verðum líka að horfa til þess að við erum búnir að gera mjög vel við okkur Íslend- ingar á síðustu árum. Þegar við höfðum ráð til þess, alveg sama hvað menn segja um pólitík og annað. Ef við lítum þó ekki væri nema tíu til fimmtán ár aftur í tímann og sjáum þær breytingar sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á þessum tíma og gæðin sem Íslendingar hafa byggt þá er það óum- deilt að lífsgæðin sem þjóðin býr við eru til fyrirmyndar og á margan hátt öfundsverð.“ Nýr Landspítali ekki á dagskrá Kristján lýsti því yfir þegar hann tók við ráðherraembætti í vor að hann vildi endur- skoða áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. „Við erum ekki í neinu færi til þess að mínu mati, miðað við núverandi stöðu ríkissjóðs, að taka skóflustungu að mannvirki sem kostar marga tugi milljarða. Við getum byrjað á einhverjum áfanga. Ef ég man rétt þá er þessu skipt niður í þrjá eða fjóra áfanga og það er sjálfsagt mál að skoða þetta. Ég er eindregið þeirrar skoð- unar að það beri að vinna að endurbótum á húsnæði Landspítalans,“ segir Kristján. „Ég tel að við getum skoðað minni útfærslu á ákveðnum þáttum. Það kemur í ljós þegar fjárlögin verða lögð fram hver áform okkar í þessu máli eru.“ Stendur ekki til að einkavæða Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sakað ríkisstjórnina um að skera niður í heil- brigðis- og menntamálum til að opna fyrir einkavæðingu. Kristján hefur sjálfur sagt að hann vilji beita sér fyrir einkarekstri í heilsugæslunni og vísar til heilsugæslunnar í Salahverfi í Kópavogi í því samhengi. „Ég hef sjálfur lýst því yfir að ég vilji gjarnan sjá breytingar hjá heilsugæslunni og inn- leiða fleiri rekstrarform. Ég vil sjá aukinn einkarekstur en það kann að taka tíma að ná því fram. Menn hafa reynt að snúa út úr þessum orðum mínum með þeim hætti að ég vilji einkavæða heilbrigðiskerfið. Það stendur ekki til að einkavæða íslenskt heil- brigðiskerfi. Hins vegar viljum við inn- leiða meiri einkarekstur og þetta erum við byrjuð að undirbúa.“ Erfitt að bregðast við atgervisflótta Um 210 íslenskir læknar hafa flutt til útlanda á síðustu fjórum árum samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands. Í langflestum tilvikum er um unglækna að ræða. Á sama tíma hafa 70 læknar komið heim. Kristján segir þetta vera áhyggju- efni og að nauðsynlegt sé að hlúa betur að unglæknum. Í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins er auglýsing frá norsku einka- sjúkrahúsi sem er að leita að lýtalækni. Auglýst laun eru 2 til 2,5 milljónir í norsk- um krónum á ári eða 40 til 50 milljónir íslenskar. Til samanburðar má nefna að meðallaun sérfræðinga á spítölum hér á landi eru í kringum 12 til 13 milljónir á ári. Kristján segir að íslenska ríkið geti ekki keppt við þessi launakjör. „Við munum aldrei bjóða sömu launakjör. Aldrei. Ég hef enga trú á því að við munum geta boðið sömu launakjör eins og ég sá í auglýsing- um í síðasta Læknablaði, t.d. í Noregi svo ég tali nú ekki um Dubai og Abu Dhabi. Við getum hins vegar boðið allt allt önnur lífs- kjör eða búsetuskilyrði á Íslandi en boðin eru til dæmis í Dubai eða Abu Dhabi,“ segir Kristján. Við- talið við Kristján er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is visir.is Höskuldur Kári Schram hoskuldur.schram@365.is Nóg komið af niðurskurði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir nóg komið af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Hann vill setja heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál í forgang og skera niður í öðrum málaflokkum. Kristján Þór segir að einkavæðing innan heilbrigðis kerfisins sé ekki á dagskrá og vill endurskoða áform um byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. ➜ KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON MENNTUN 1977 Stúdentspróf MA. 1978 Skipstjórnarpróf (1. og 2. stig) frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. 1981-1984 Nám í íslensku og almennum bókmenntum HÍ. 1984 Kennsluréttindapróf HÍ. HELSTU STÖRF 1978-1981 Stýrimaður og skipstjóri. 1981-1986 Kennari við Stýrimanna- skólann á Dalvík. 1984-1986 Kennari við Dalvíkurskóla. 1986- 1994 Bæjar stjóri Dalvíkur. 1994-1997 Bæjarstjóri Ísafjarðar. 1998-2006 Bæjarstjóri Akureyrar. 23. maí 2013- Heilbrigðis- ráðherra. STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA 1998-2009 Í bæjar- stjórn Akureyrar. 2002- Í mið stjórn Sjálfstæðisflokksins. 2002-2009 Formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins. 2012- Annar varafor- maður Sjálfstæðis- flokksins. STJÓRNARSETA OG FÉLAGS- STÖRF Hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða. NOREGUR 7,9 milljónir DANMÖRK 7,6 milljónir ÞÝSKALAND 5,8 milljónir FINNLAND 5,5 milljónir SVÍÞJÓÐ 5,3 milljónir BRETLAND 5,3 milljónir SPÁNN 4,7 milljónir ÍSLAND 4,4 milljónir TÉKKLAND 1,9 milljónir … og öll fjölskyldan nýtur góðs af! • • Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? DAGUR Á LANDSPÍTALA 1.241 sjúklingur kemur á dag- og göngudeildir. 5.020 rannsóknir eru gerðar á rann- sóknarsviði. 36 börn koma á bráða- móttöku Barna- spítala Hringsins. 20 bráðveikir sjúklingar koma á Hjartagátt. 221 fyrirspurnum er svarað á þjónustuborði heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar. 3 tonn af úr gangi falla til. 45 viðtöl og með- ferðir veitt af félagsráðgjöfum. Heimild: Ársskýrsla LSH 2012 Tölur í íslenskum krónum fyrir árið 2010. Heimild: Hagstofa Íslands MEÐALÁRSLAUN Í HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSÞJÓNUSTU 637 sjúklingar liggja á legudeildum. 3.500 starfsmenn eru í vinnu. 271 sjúklingur kemur á bráðamóttöku. 9 börn fæðast. 56 sjúklingar fara í skurðaðgerð. 166 sjúklingar koma á göngudeildir og bráðamóttöku geðsviðs. 11 sjúklingar eru á gjörgæslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.