Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 110
14. september 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 70
Evrópudraumur Blika er nánast dáinn
BARÁTTA Úr leik Fram og ÍBV í gær sem ÍBV vann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram
í Pepsi-deild karla í gær. Valur
og Breiðablik skildu jöfn en ÍBV
lagði Fram í Laugardalnum.
Blikar hafa þar með svo gott
sem misst af Evrópulestinni og
munu þar af leiðandi ekki ná
markmiðum sínum.
ÍBV er komið upp að hlið Vals
í deildinni en drengir Hermanns
Hreiðarssonar hafa komið á óvart
í sumar. - hbg
visir.is
Frekari umfjöllun
um Pepsi-deildina
FÓTBOLTI Deildarkeppnirnar
í Evrópu fara á ný af stað um
helgina eftir landsleikjahlé.
Félagaskiptaglugginn lokaði
þann 2. september og þá voru
leikmenn margir hverjir komn-
ir til móts við sín landslið. Það
verða því margir leikmenn í
nýjum búningum um helgina.
Sá dýrasti í sögunni
Stærsta nafnið er án efa Gareth
Bale en Real Madrid gekk frá
kaupum á honum þann 1. septem-
ber frá Tottenham Hotspur fyrir
85 milljónir punda. Hann varð þá
dýrasti leikmaðurinn í sögunni
og samdi til sex ára við spænska
stórveldið. Real Madrid heim-
sækir Villareal í kvöld og gæti
Wales-verjinn komið við sögu í
þeim leik en beðið hefur verið
eftir því með eftirvæntingu í allt
sumar að Bale spili sinn fyrsta
leik.
Englandsmeistarar Man-
chester United fóru ekki mikinn
á leikmannamarkaðnum í sumar
en náðu samt sem áður að festa
kaup á belgíska miðju manninum
Marouane Fellaini frá Ever-
ton þann 2. september. Félagið
greiddi 27,5 milljónir punda
fyrir hinn hárprúða Fellaini en
liðið hefur sárlega vantað skap-
andi miðjumann í fyrstu þrem-
ur deildarleikjum liðsins á tíma-
bilinu.
United mætir Crystal
Palace í fyrsta leik
helgarinnar í hádeginu
í dag. Búist er við því
að Belginn verði í leik-
mannahópnum og gæti
jafnvel farið beint inn í
byrjunarliðið. David
Moyes, knattspyrnu-
stjóri Manchester
United, þekkir vel
ti l leikmannsins
þar sem hann stýrði
Everton á árunum
2002-2013.
Góður liðs-
styrkur
Everton
náði að
styrkja
hópinn
um tvo
sterka
leikmenn
undir lokin en þeir
Gareth Barry og
Romelu Lukaku
komu báðir t i l
félagsins á láni út
leiktíðina. Barry
frá Manchester City
og Lukaku frá Chel-
sea. Barry gæti verið
inni á miðjunni fyrir
Everton gegn West
Ham í dag og á hlut-
verk hans eflaust að
leysa Marouane Fel-
laini af hólmi. Lukaku
var á láni hjá West
Bromwich Albion á síð-
ustu leiktíð og skoraði
þá sautján mörk með lið-
inu. Forráðamenn Chel-
sea hafa fengið fram-
herjann Samuel
Eto‘o frá Anzhi
Makhachkala
til liðsins og
því ekki leng-
ur pláss fyrir
belgíska fram-
herjann Lukaku.
Eto‘o gæti því leik-
ið á ný undir stjórn
José Mourinho, knatt-
spyrnustjóra Chel-
sea, þegar liðið fær
Fulham í heimsókn
í dag.
Arsene Wenger,
knattspyrnustjóri
Arsenal, tók einn-
ig upp veskið í upp-
hafi mánaðar þegar
hann festi kaup á
Mesut Özil frá
Real Madrid á 42,5
milljónir punda
en stjórinn hafði
verið harðlega
gagnrýndur allt
sumarið fyrir
að styrkja ekki
hópinn nægi-
lega mikið. Þjóðverjinn gæti því
hæglega komið við sögu þegar
Arsenal mætir Sunderland á
Leikvangi ljóssins í dag.
Odemwingie snýr aftur
Ólátabelgurinn Peter Odem-
wingie gerði þriggja ára samn-
ing við Aron Einar Gunnarsson
og félaga í Cardiff en hann hefur
ekki leikið knattspyrnuleik í
átta mánuði en eins og frægt er
orðið reyndi hann að komast inn
á Loftus Road, heimavöll QPR,
til að ganga sjálfur frá samning-
um við félagið í janúar á þessu
ári. Þá var leikmaðurinn samn-
ingsbundinn West Bromwich
Albion og lék ekki fleiri leiki
fyrir félagið eftir atvikið.
Framherjinn 32 ára gæti því
verið í liði Cardiff er liðið mætir
nýliðum Hull í dag.
Stærsta fréttin í ítalska bolt-
anum er líklega endurkoma
Kaká til AC Milan.
Brasilíski miðjumaðurinn hélt
frá Mílanó til Real Madrid fyrir
fjórum árum en náði sér aldrei
á strik með þeim spænsku. Leik-
maðurinn skrifaði undir tveggja
ára samning við Mílanóliðið.
Það er því spurning hvort
þær 630 milljónir punda eða
þeir 118 milljarðar íslenskra
króna borgi sig, en það er upp-
hæðin sem ensk félög eyddu í
leikmenn í sumarglugganum í
ár. Standa menn undir nafni á
frumsýningar helgi? stefanp@365.is
Frumsýningarhelgi í Evrópu
Nýjar stjörnur ganga inn á völlinn hjá knattspyrnuliðum víða í Evrópu um helgina. Má þar nefna dýrasta
leikmann sögunnar, Gareth Bale, og Þjóðverjann Mesut Özil. Munu þeir standa undir væntingum?
11.45 Man. Utd - Crystal Palace
Sport 2
14.00 Fulham - WBA
Sport
14.00 Sunderland - Arsenal
Sport 2
14.00 Hull - Cardiff
Sport 3
14.00 Tottenham - Norwich
Sport 4
14.00 Stoke - Manchester City
Sport 5
14.00 Aston Villa - Newcastle
Sport 6
16.30 Everton - Chelsea
Sport 6
18.00 Barcelona - Sevilla
Sport
20.00 Villareal - Real Madrid
Sport 3
20.00 Euro Fight Night
Sport
01.00 Mayweather - Canelo Álvarez
Sport
Sunnudagur
13.00 Stjarnan - Breiðablik
Sport
15.00 Southampton - West Ham
Sport 2
17.00 KR - Fylkir
Sport
15.05 Magdeburg - Füchse Berlin
Sport
MESUT ÖZIL Sá
dýrasti í sögu Arsenal.
MAROUANE FELLAINI Á að leysa miðju-
vandræðin. NORDICPHOTOS/GETTY
SAMUEL ETO‘O Vill vinna aftur með
Jose Mourinho. NORDICPHOTOS/GETTY
£42.500.000 £27.500.000
Á frÁlsri
sÖlu
PEPSI DEILDIN 2013
STAÐAN
KR 17 14 1 2 41-18 43
FH 19 12 4 3 38-19 40
Stjarnan 19 12 4 3 31-18 40
Breiðablik 18 9 6 3 28-20 33
Valur 18 6 8 4 34-26 26
ÍBV 18 7 5 6 22-20 26
Fylkir 19 5 5 9 27-27 20
Keflavík 19 6 2 11 25-40 20
Fram 19 5 4 10 23-32 19
Þór 19 4 5 10 26-41 17
Víkingur Ó. 19 2 8 9 15-28 14
ÍA 18 2 2 14 25-46 8
Mörkin: 1-0 Magnús Már Lúðvíksson, víti (22.),
1-1 Árni Vilhjálmsson (41.)
Valur (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 7 - Jónas Tór
Næs 6, Magnús Már Lúðvíksson 6, Matarr Jobe 5,
Bjarni Ólafur Eiríksson 5 - Andri Fannar Stefáns-
son 5, Daniel Racchi 5, Indriði Áki Þorláksson
5 - Kristinn Freyr Sigurðsson 4 (72. Sigurður Egill
Lárusson -), Lucas Ohlander 4 (89. Arnar Sveinn
Geirsson -), Patrick Pedersen 5 (83. Matthías
Guðmundsson -).
Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson
5 - Gísli Páll Helgason 5, Sverrir Ingi Ingason 7*,
Elfar Freyr Helgason 5, Kristinn Jónsson 6 - Andri
Rafn Yeoman 6, Tómas Óli Garðarsson 5, Guðjón
Pétur Lýðsson 6 - Ellert Hreinsson 4 (75. Arnar
Már Björgvinsson -), Viggó Kristjánsson 5 (83.
Olgeir Sigurgeirsson -), Árni Vilhjálmsson 6.
Skot (á mark): 8-13 (2-4) Horn: 5-6
Varin skot: Fjalar 3 - Gunnleifur 1
1-1
Vodafone-
völlur, 677
Erlendur
Eiríksson (8)
Mörkin: 0-1 Matt Garner (32.).
Fram (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Jón
Gunnar Eysteinsson 4, Alan Lowing 5, Halldór Arn-
arsson 4 (80., Aron Þórður Albertsson - ), Halldór
Hermann Jónsson 5 (69., Kristinn Ingi Halldórsson
6 ) - Orri Gunnarsson 5, Viktor Bjarki Arnarsson 3,
Samuel Hewson 5 - Almarr Ormarsson 7, Haukur
Baldvinsson 3 (46. Aron Bjarnason 7 ), Hólmbert
Aron Friðjónsson 6.
ÍBV (4-4-2): Guðjón Orri Sigurjónsson 7 - Arnór
Eyvar Ólafsson 5, Brynjar Gauti Guðjónsson 7*,
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6, Matt Garner 6 - Ian
David Jeffs 5, Gunnar Þorsteinsson 5, Tonny
Mawejje 4, Víðir Þorvarðarson 5 (69., Gunnar Már
Guðmundsson 6 ) - Aziz Kemba 5 (80., Ragnar
Pétursson - ), Aaron Spear 6 (84., Bjarni Gunn-
arsson - ).
Skot (á mark): 13-5 (4-1) Horn: 4-7
Varin skot: Ögmundur 0 - Guðjón 4
0-1
Laugardals-
völlur
Þóroddur
Hjaltalín (6)
EVRÓPUKEPPNIN
FYRRI LEIKUR
HAUKAR - OCI LIONS 36-33
Haukar - Mörk (skot): Sigurbergur Sveinsson 12/3
(19/3), Árni Steinn Steinþórsson 7 (12), Tjörvi
Þorgeirsson 6 (10), Þröstur Þráinsson 3/1 (3/1),
Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 (5), Þórður Rafn Guð-
mundsson 2 (3), Elías Már Halldórsson 2 (5), Einar
Pétur Pétursson 1 (1),
Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 8 (23,
35%), Giedrius Morkunas 5 (23/3, 22%),
Hraðaupphlaup: 5 (Sigurbergur, Árni Steinn 2,
Elías Már, Einar Pétur)
Fiskuð víti: 4 (Sigurbergur, Árni Steinn 2, Jón Þ. )
Utan vallar: 4 mínútur.
OCI Lions - Mörk (skot): Marko Pejovic 6 (6), Tim
Mullens 5 (6), Joris Baart 5 (9), Serge Heijnen 4
(4), Roel Adams 4 (7), Martijn Meijer 3/3 (5/3),
Luc Steins 2 (2), Joeri Verjans 1 (1), Tim Krijntjes
1 (1), Dylan Vossen 1 (2), Marco Vernooy 1 (2), Ivo
Steins (1), Alan Van De Wall (2),
Varin skot: Luuk Hoiting 16 (52/4, 31%),
Hraðaupphlaup: 3 ( Serge 2, Dylan)
Fiskuð víti: 3 (Marko, Tim, Roel )
Utan vallar: 2 mínútur.
FÓTBOLTI Knattspyrnudeild KV,
Knattspyrnufélags Vesturbæjar,
var í gær sektað um 25 þúsund
krónur vegna ummæla leikmanns
félagsins á Twitter-samskiptamiðl-
inum.
Jón Kári er fyrsti leik-
maðurinn á Íslandi sem
er dæmdur fyrir ummæli
á Twitter. Áður hafði
Heimir Gunnlaugsson,
varaformaður knatt-
spyrnudeildar Víkings,
verið dæmdur fyrir
ummæli á Twitter og
félag hans sektað vegna
ummælanna. Það var Þórir
Hákonarson, framkvæmdastjóri
KSÍ, sem vísaði málinu inn á
borð aganefndar sem síðan
sektaði KV.
„Það er álit aga- og úr-
skurðarnefndar KSÍ að
ummæli Jóns Kára hafi verið
óviðeigandi og með þeim
hafi Jón Kári skaðað ímynd
íslenskrar knattspyrnu,“
segir á vef KSÍ.
Jón Kári vildi ekki tjá sig
um málið við Fréttablaðið en
sagðist þó vera ósáttur við
niðurstöðuna. - hbg
Dæmdur fyrir ummæli á Twitter
SPORT