Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 60
Ás styrktarfélag
Störf á heimili fatlaðs fólks
Félagið opnar í lok september heimili fyrir fólk með fötlun
að Lautarvegi. Þroskaþjálfar, félagsliðar og stuðningsfull-
trúar óskast til starfa. Um er að ræða næturvakt og 50-85%
hlutastörf, morgunvaktir, kvöldvaktir og helgarvaktir.
Stöðurnar eru lausar frá 1. október eða eftir nánara
samkomulagi. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að
aðstoða íbúa í daglegu lífi og efla sjálfstæði þeirra.
Upplýsingar veitir Nína Edda Skúladóttir í síma 4140-500 á
virkum dögum milli kl. 8.30 og 16.00. Upplýsingar um félagið
og atvinnuumsókn má finna á heimasíðu þess
www.styrktarfelag.is, einnig má skila umsóknum á
netfangið nina@styrktarfelag.is
Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
kopavogur.is
Kópavogsbær
Velferðarsvið óskar eftir verkefnastjóra
Menntunar og hæfniskröfur
Helstu verkefni
Frekari upplýsingar
Umsóknarfrestur er til og með 27. sept. 2013.
adalsteinn@
kopavogur.is
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja
um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið
rafrænt á vef Kópavogsbæjar
Verkefnastjóri
Viltu vinna í Noregi
hvar og hvenær
sem er?
Ertu hjúkrunarfræðingur, hjúkrunar-
fræðingur með sérmenntun eða
sjúkraliði? Talar þú norsku?
Við erum með vinnu fyrir þig!
Við hjá Xtra Care vinnumiðlun verðum á Grand Hótel
fimmtudaginn 19. september á Euros starfakynning-
unni frá kl 13-18.
Endilega kíkið á okkur og fáið upplýsingar um störf
heilbrigðisstarfsfólks í Noregi.
Upplýsingar : www.xtracare.no
Eða í síma: 0047- 92645802
00354 - 8992268
Hlökkum til að sjá ykkur
Atvinna Akureyri
Rafvirkjar /Vélstjóri
Rafvirkjar
Vegna góðrar verkefnastöðu vantar okkur tvo rafvirkja til
framtíðarstarfa sem allra fyrst.
Við erum að leita að duglegum, jákvæðum og þjónustu-
liprum einstaklingum með sveinspróf í rafvirkjun.
Næg verkefni eru framundan s.s. við nýlagnir, viðhald
fasteigna og tækja, breyting Múlaganga og Norðfjarðar-
göng.
Umsóknarfrestur er til 20.september
Vélstjóri
Óskum eftir að ráða vélstjóra til starfa sem allra fyrst. Í
starfinu felst m.a. að sjá um þjónustu og viðhald á díesel
rafstöðvum fyrir Mílu, RÚV, Vodafone og Neyðarlínuna
sem eru staðsettar um allt land. Leitað er eftir áhugasöm-
um, sjálfstæðum einstaklingi sem sýnir frumkvæði í starfi.
Þarf að vera vanur fjallaferðum þar sem vinnan útheimtir
töluverð ferðalög.
Umsóknarfrestur er til 20.september.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað inn til skrif-
stofu Rafmanna sem allra fyrst eða senda á rafmenn@
rafmenn.is
Mjög víðtæk þekking er innan fyrirtækisins og hefur fyrirtækið
að geyma 3 deildir, fjarskiptadeild, þjónustu- og verkefnadeild.
Hjá fyrirtækinu starfa nú 30 öflugir starfsmenn.
Afleysingalæknir/læknar
Afleysingalæknir/lækna vantar til afleys-
inga við Heilsugæslu Dalvíkur í 12-15
mánuði frá 1. desember næstkomandi
eða eftir nánara samkomulagi.
Við heilsugæslu Dalvíkur starfa tveir læknar og þrír
hjúkrunarfræðingar ásamt öðru starfsfólki.
Starfið fellst í almennum heilsugæslustörfum og einnig
þjónustu við Dalbæ, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Á þjónustusvæði heilsugæslu eru um 2.200 íbúar
Góð aðstaða og húsnæði í boði.
Umsóknarfrestur er til 30.október
Upplýsingar gefa:
Guðmundur Pálsson, yfirlæknir í síma 466-1500 og
693-1916. Netfang: gudmundur@hgd.is
Konráð Karl Baldvinsson, forstjóri í síma 897-6963
Netfang: konrad@hgd.is
Ás styrktarfélag
Lyngás
óskar eftir starfsmanni í eldhús. Um er að ræða 94% starf
og vinnutíminn er frá 8.00-15.30 alla virka daga. Staðan er
laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Lyngás er í Safamýri 5 og þangað koma ungmenni og
full- orðið fólk með fötlun í vinnu og virkni.
Starfsmaður í mötuneyti ber ábyrgð á að sinna
almennum störfum undir tilsögn matráðs og aðstoða hann
við matreiðslu og framreiðslu. Hann ber ábyrgð á að
framfylgja reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti
við framreiðslu og dreifingu matvæla.
Nánari upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir í síma
553-8228. Upplýsingar um félagið og atvinnuumsókn má
finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is, einnig má
skila umsóknum á netfangið birna@styrktarfelag.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Eflingar.
www.gardabaer.is
STÖRF HJÁ GARÐABÆ
Á leikskólum
Hæðarból
• leikskólakennari
Bæjarból
• leikskólasérkennari/þroskaþjálfi
• leikskólakennari
Krakkakot
• leikskólakennarar
Holtakot
• deildarstjóri
Lundaból
• leikskólakennari
Á hjúkrunarheimilinu Ísafold
• sjúkraþjálfari 60%
• ræsting
Í þjónustumiðstöð/áhaldahúsi
• yfirverkstjóri
Nánari upplýsingar á vef Garðabæjar,
www.gardabaer.is