Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 18
14. september 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Umræðan á Alþingi í vik-unni um störf ríkis-stjórnarinnar varpaði ágætu ljósi á andstæð- urnar í pólitíkinni. Þær sýndu að málefnalegar andstæður skiptast ekki í einu og öllu eftir sömu línu og völdin milli stjórnar og stjórn- arandstöðu. Slíkt misgengi í pólit- ískri spennu er ekki nýtt af nálinni í umhverfi samsteypustjórna; en sýnist vera um sumt dýpra en oft áður. Stærsta verkefni ríkisstjórn- arinnar og mesta hagsmuna- mál almennings er að ná jöfnuði í rekstri ríkissjóðs og losa hann undan níutíu milljarða króna vaxtabyrði sem er að kyrkja heil- brigðiskerfið. Lausn á þessum vanda er for- senda þess að árangur náist á öðrum svið- um. Fjármála- ráðherra gerði mönnum á afar ábyrgan hátt grein fyrir að þetta væri for- gangsverkefnið og varaði réttilega við óraunhæfum væntingum. Forsætisráðherrann boðaði á hinn bóginn að forgangsverk- efnið væri að endurgreiða öllum þeim sem skulda húsnæðislán verðbólgu áföll liðinna ára með rót- tækustu aðgerð sem sögur fara af í víðri veröld. Þetta er ekki hægt að gera nema byrja á því að fara í öfuga átt við þá sem sett hafa jöfnuð í ríkisfjármálum og aðhald í peningamálum sem fyrsta mark- mið á langri leið til endurreisnar. Það sem gerðist eftir kosningar var að pólarnir, sem togast á um ábyrga og óábyrga stefnu í fjár- málum og peningamálum, gengu í eina sæng. Þetta þarf ekki að þýða að brotalamir séu í ríkisstjórnar- samstarfinu. Límið í því er for- skrift forseta Íslands um að kæfa alla umræðu um dýpra og ríkara samstarf í peninga- og viðskipta- málum við Evrópu og Bandaríkin. Það versta sem kæmi fyrir þessa stjórn væri að límið yrði mikil- vægara en efnahags markmiðin og endurreisnin. Það urðu örlög vinstristjórnarinnar. Andstæður í einni sæng Opnunarumræðan á Alþingi sýndi líka að engin leið er að glöggva sig á því hvoru megin hryggjar stjórnarandstaðan liggur. Hún virðist einfaldlega vega salt milli þeirra gagnstæðu krafta sem togast á í stjórnarsamstarfinu um ábyrga og óábyrga fjármála- og peningamálastjórn. Vinstristjórnin fór ágætlega af stað á þessu sviði og fylgdi þar þeirri áætlun sem ríkisstjórn Geirs Haarde hafði gert með Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Hún stóð því fyrir mestu íhaldsúrræðum sem sögur fara af í ríkisfjármálum. Það var lofsvert. En einurðin stóð ekki nógu lengi. Eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn fór var slakað á. Áætlun um jöfnuð var frestað. Á lokasprettinum tók vinstri stjórnin auk þess marg- víslegar ákvarðanir um útgjöld sem ekki voru fjármögnuð. Í kaupbæti ákvað hún að verja auðlindatekjum og óorðnum hagnaði af sölu eigna í bönkunum til ýmissa verkefna en ekki niðurgreiðslu á ríkisskuldum. Það var algjörlega ósamrýmanlegt ábyrgri fjármálastefnu. Vinstristjórnin skaut sér einnig undan því að takast á við yfirvof- andi gjaldþrot B-deildar lífeyris- sjóðs opinberra starfsmanna. Ábyrg fjármálastjórn kallar því á að þegar á næsta ári verði veruleg- um fjárhæðum varið til að aftengja þá tímasprengju. Þetta fráhvarf frá þeirri ábyrgð sem einkenndi fjármálastjórnina í byrjun síðasta kjörtímabils gerir róður nýju stjórn- arinnar að sama skapi þyngri. Það er einfald lega rétt sem fjármála- ráðherra benti á að velferðarkerfið losnar ekki úr fjárhagslegri bónda- beygju fyrr en búið er að eyða ógnar háum vaxtagjöldum ríkis- sjóðs. Stjórnarandstaðan vegur salt Engin ástæða er til að efast um að snoturt hjartalag og skörp útsjónarsemi í bókhalds- legum tilfærslum búi að baki heimsins stærsta loforði. En verði stofnaður sjóður í þessum tilgangi með seðlaprentun borgar almenn- ingur brúsann eftir leiðum verð- bólgunnar. Einnig hefur verið látið að því liggja að ríkissjóður fái með einhverjum hætti ráðstöfunar- rétt yfir nokkrum hluta af bók- færðum eignum kröfuhafa gömlu bankanna í íslenskum krónum. Í því samhengi þarf fyrst að skoða hvort þær eignir eru bókhalds- froða eða raunveruleiki. Ef þær eru raunverulegar vaknar aftur sú spurning hvernig á að ráðstafa þeim með ábyrgum hætti. Það er verið að tala um sameign íslensku þjóðarinnar. Öll önnur ráðstöfun slíkra eigna en að greiða niður sameiginlegar skuldir skatt- greiðenda í ríkissjóði væri óábyrg og ósanngjörn. Hún væri efna- hagslega óskynsamleg og siðferði- lega óverjandi. Kaldi veruleikinn er sá að Ísland sem skuldsett þjóð hefur síður en skuldminni þjóðir efni á að endurgreiða verðbólgu aftur í tímann; hvað þá heldur að setja heimsmet í þeim efnum. Lof- orðið felur því í sér ríkara ábyrgð- arleysi en vinstri stjórnin sýndi undir lokin. Þessi málefnalega spenna milli ábyrgðar og ábyrgðarleysis snertir sjálfan tilgang Sjálfstæðisflokks- ins. Það væri mikill skaði ef hann yrði óskýr um þessi efni. Heimsins mesta loforð A fleitt ástand í starfsmannamálum Landspítalans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu, enda hefur keyrt um þverbak nú í sumar. Eitt af lykilsviðum spítalans, lyflækningasviðið, er skelfilega undirmannað og þar hefur verið unnið eftir neyðaráætlun síðustu vikur. Tuttugu yfirlæknar og prófessorar við Landspítalann skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrr í vikunni, þar sem þeir lýsa ástandinu á lyflækningasviðinu. Þar er álagið á lækna gríðarlegt, starfs- aðstaðan léleg og starfsánægja í lágmarki. Undanfarin ár hafa sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms í lyflækningum og leitað fremur á önnur mið. Fyrir fjórum árum voru 24 almennir (ungir) læknar starfandi á sviðinu, nú eru þeir færri en tíu. Fyrir vikið eykst álagið á sérfræðingum sviðsins, sem eru líka farnir að hugsa sér til hreyfings. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra má eiga það að hann brást skjótt við ástandinu á lyflækningasviðinu með því að kynna aðgerðir sem eiga að létta álaginu af læknunum þar. Samkvæmt aðgerðaplaninu á að fjölga hjúkrunarrýmum til að flýta fyrir útskrift sjúklinga af spítal- anum, ráða nýjan yfirlækni, efla framhaldsmenntun í lyflækn- ingum og auka stuðning annarra heilbrigðisstétta við læknana, svo það helzta sé talið. Svo á að skipa starfshópa og endurskoða skipulag læknisþjónustu í landinu, sem leysir engan vanda í bráð en hugsanlega í lengd. Ráðherrann sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að með áætlun- inni væri „tekið á flestum ef ekki öllum þeim þáttum sem lækn- arnir lýsa áhyggjum sínum yfir“ og vísaði þar í grein læknanna. Ráðherrann undanskilur þó einn þátt, sem telja má aðalatriðið í greininni – talar með öðrum orðum ekki um fílinn í stofunni. Það er sú staðreynd, að Ísland getur ekki keppt við nágranna- löndin um starfsfólk. Spítalar í hinum norrænu ríkjunum og í Bandaríkjunum bjóða miklu hærri laun, betri aðstöðu, minna álag og fjölskylduvænni vinnutíma. Læknarnir tuttugu lýstu þessu í grein sinni; bæði almennir læknar og sérfræðingar flýja LSH. Almennu læknarnir drífa sig í sérfræðinám og koma ekki heim aftur. Sérfræðingunum er tekið fagnandi, enda hafa þeir „mennt- að sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskóla- sjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku“. Eins og tuttugumenningarnir sögðu í grein sinni, var ekkert ófyrirséð við þessa stöðu. Varað hefur verið við yfirvofandi læknaskorti undanfarin ár. Síðasta ríkisstjórn skellti skolla- eyrum við þeim viðvörunum og taldi frekar að það ætti að lækka læknana í launum en borga þeim samkeppnishæft kaup. Það er brýnt að spara í heilbrigðiskerfinu, en ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að læknar og hjúkrunarfræð- ingar eru eftirsótt, alþjóðlega hreyfanlegt starfsfólk sem lætur hvorki bjóða sér lág laun né afleita vinnuaðstöðu til frambúðar. Sú róttæka endurhugsun sem þörf er á í heilbrigðiskerfinu þarf að innihalda einhverja stefnu um hvernig er brugðizt við alþjóðlegri samkeppni um þetta fólk. Hjá því verður einfaldlega ekki komizt. Ísland verður að geta haldið í heilbrigðisstarfsfólk: Ráðherra yfirsést fíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.