Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 18
14. september 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
SPOTTIÐ
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Umræðan á Alþingi í vik-unni um störf ríkis-stjórnarinnar varpaði ágætu ljósi á andstæð-
urnar í pólitíkinni. Þær sýndu að
málefnalegar andstæður skiptast
ekki í einu og öllu eftir sömu línu
og völdin milli stjórnar og stjórn-
arandstöðu. Slíkt misgengi í pólit-
ískri spennu er ekki nýtt af nálinni
í umhverfi samsteypustjórna; en
sýnist vera um sumt dýpra en oft
áður.
Stærsta verkefni ríkisstjórn-
arinnar og mesta hagsmuna-
mál almennings er að ná jöfnuði
í rekstri ríkissjóðs og losa hann
undan níutíu milljarða króna
vaxtabyrði sem er að kyrkja heil-
brigðiskerfið. Lausn á þessum
vanda er for-
senda þess að
árangur náist
á öðrum svið-
um. Fjármála-
ráðherra gerði
mönnum á afar
ábyrgan hátt
grein fyrir að
þetta væri for-
gangsverkefnið og varaði réttilega
við óraunhæfum væntingum.
Forsætisráðherrann boðaði á
hinn bóginn að forgangsverk-
efnið væri að endurgreiða öllum
þeim sem skulda húsnæðislán
verðbólgu áföll liðinna ára með rót-
tækustu aðgerð sem sögur fara af
í víðri veröld. Þetta er ekki hægt
að gera nema byrja á því að fara
í öfuga átt við þá sem sett hafa
jöfnuð í ríkisfjármálum og aðhald
í peningamálum sem fyrsta mark-
mið á langri leið til endurreisnar.
Það sem gerðist eftir kosningar
var að pólarnir, sem togast á um
ábyrga og óábyrga stefnu í fjár-
málum og peningamálum, gengu í
eina sæng. Þetta þarf ekki að þýða
að brotalamir séu í ríkisstjórnar-
samstarfinu. Límið í því er for-
skrift forseta Íslands um að kæfa
alla umræðu um dýpra og ríkara
samstarf í peninga- og viðskipta-
málum við Evrópu og Bandaríkin.
Það versta sem kæmi fyrir þessa
stjórn væri að límið yrði mikil-
vægara en efnahags markmiðin
og endurreisnin. Það urðu örlög
vinstristjórnarinnar.
Andstæður í einni sæng
Opnunarumræðan á Alþingi sýndi líka að engin leið er að glöggva sig á því hvoru
megin hryggjar stjórnarandstaðan
liggur. Hún virðist einfaldlega vega
salt milli þeirra gagnstæðu krafta
sem togast á í stjórnarsamstarfinu
um ábyrga og óábyrga fjármála- og
peningamálastjórn.
Vinstristjórnin fór ágætlega
af stað á þessu sviði og fylgdi þar
þeirri áætlun sem ríkisstjórn Geirs
Haarde hafði gert með Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. Hún stóð því
fyrir mestu íhaldsúrræðum sem
sögur fara af í ríkisfjármálum. Það
var lofsvert. En einurðin stóð ekki
nógu lengi.
Eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn fór var slakað á. Áætlun um
jöfnuð var frestað. Á lokasprettinum
tók vinstri stjórnin auk þess marg-
víslegar ákvarðanir um útgjöld sem
ekki voru fjármögnuð. Í kaupbæti
ákvað hún að verja auðlindatekjum
og óorðnum hagnaði af sölu eigna í
bönkunum til ýmissa verkefna en
ekki niðurgreiðslu á ríkisskuldum.
Það var algjörlega ósamrýmanlegt
ábyrgri fjármálastefnu.
Vinstristjórnin skaut sér einnig
undan því að takast á við yfirvof-
andi gjaldþrot B-deildar lífeyris-
sjóðs opinberra starfsmanna.
Ábyrg fjármálastjórn kallar því á
að þegar á næsta ári verði veruleg-
um fjárhæðum varið til að aftengja
þá tímasprengju. Þetta fráhvarf
frá þeirri ábyrgð sem einkenndi
fjármálastjórnina í byrjun síðasta
kjörtímabils gerir róður nýju stjórn-
arinnar að sama skapi þyngri. Það
er einfald lega rétt sem fjármála-
ráðherra benti á að velferðarkerfið
losnar ekki úr fjárhagslegri bónda-
beygju fyrr en búið er að eyða
ógnar háum vaxtagjöldum ríkis-
sjóðs.
Stjórnarandstaðan vegur salt
Engin ástæða er til að efast um að snoturt hjartalag og skörp útsjónarsemi í bókhalds-
legum tilfærslum búi að baki
heimsins stærsta loforði. En verði
stofnaður sjóður í þessum tilgangi
með seðlaprentun borgar almenn-
ingur brúsann eftir leiðum verð-
bólgunnar.
Einnig hefur verið látið að því
liggja að ríkissjóður fái með
einhverjum hætti ráðstöfunar-
rétt yfir nokkrum hluta af bók-
færðum eignum kröfuhafa gömlu
bankanna í íslenskum krónum. Í
því samhengi þarf fyrst að skoða
hvort þær eignir eru bókhalds-
froða eða raunveruleiki. Ef þær
eru raunverulegar vaknar aftur
sú spurning hvernig á að ráðstafa
þeim með ábyrgum hætti.
Það er verið að tala um sameign
íslensku þjóðarinnar. Öll önnur
ráðstöfun slíkra eigna en að greiða
niður sameiginlegar skuldir skatt-
greiðenda í ríkissjóði væri óábyrg
og ósanngjörn. Hún væri efna-
hagslega óskynsamleg og siðferði-
lega óverjandi. Kaldi veruleikinn
er sá að Ísland sem skuldsett þjóð
hefur síður en skuldminni þjóðir
efni á að endurgreiða verðbólgu
aftur í tímann; hvað þá heldur að
setja heimsmet í þeim efnum. Lof-
orðið felur því í sér ríkara ábyrgð-
arleysi en vinstri stjórnin sýndi
undir lokin.
Þessi málefnalega spenna milli
ábyrgðar og ábyrgðarleysis snertir
sjálfan tilgang Sjálfstæðisflokks-
ins. Það væri mikill skaði ef hann
yrði óskýr um þessi efni.
Heimsins mesta loforð
A
fleitt ástand í starfsmannamálum Landspítalans hefur
verið til umfjöllunar að undanförnu, enda hefur keyrt
um þverbak nú í sumar. Eitt af lykilsviðum spítalans,
lyflækningasviðið, er skelfilega undirmannað og þar
hefur verið unnið eftir neyðaráætlun síðustu vikur.
Tuttugu yfirlæknar og prófessorar við Landspítalann skrifuðu
grein í Fréttablaðið fyrr í vikunni, þar sem þeir lýsa ástandinu
á lyflækningasviðinu. Þar er álagið á lækna gríðarlegt, starfs-
aðstaðan léleg og starfsánægja í lágmarki. Undanfarin ár hafa
sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms
í lyflækningum og leitað fremur á önnur mið. Fyrir fjórum árum
voru 24 almennir (ungir) læknar
starfandi á sviðinu, nú eru þeir
færri en tíu. Fyrir vikið eykst
álagið á sérfræðingum sviðsins,
sem eru líka farnir að hugsa sér
til hreyfings.
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra má eiga það að
hann brást skjótt við ástandinu
á lyflækningasviðinu með því að kynna aðgerðir sem eiga að létta
álaginu af læknunum þar. Samkvæmt aðgerðaplaninu á að fjölga
hjúkrunarrýmum til að flýta fyrir útskrift sjúklinga af spítal-
anum, ráða nýjan yfirlækni, efla framhaldsmenntun í lyflækn-
ingum og auka stuðning annarra heilbrigðisstétta við læknana,
svo það helzta sé talið. Svo á að skipa starfshópa og endurskoða
skipulag læknisþjónustu í landinu, sem leysir engan vanda í bráð
en hugsanlega í lengd.
Ráðherrann sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að með áætlun-
inni væri „tekið á flestum ef ekki öllum þeim þáttum sem lækn-
arnir lýsa áhyggjum sínum yfir“ og vísaði þar í grein læknanna.
Ráðherrann undanskilur þó einn þátt, sem telja má aðalatriðið í
greininni – talar með öðrum orðum ekki um fílinn í stofunni.
Það er sú staðreynd, að Ísland getur ekki keppt við nágranna-
löndin um starfsfólk. Spítalar í hinum norrænu ríkjunum og í
Bandaríkjunum bjóða miklu hærri laun, betri aðstöðu, minna álag
og fjölskylduvænni vinnutíma. Læknarnir tuttugu lýstu þessu í
grein sinni; bæði almennir læknar og sérfræðingar flýja LSH.
Almennu læknarnir drífa sig í sérfræðinám og koma ekki heim
aftur. Sérfræðingunum er tekið fagnandi, enda hafa þeir „mennt-
að sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskóla-
sjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku“.
Eins og tuttugumenningarnir sögðu í grein sinni, var ekkert
ófyrirséð við þessa stöðu. Varað hefur verið við yfirvofandi
læknaskorti undanfarin ár. Síðasta ríkisstjórn skellti skolla-
eyrum við þeim viðvörunum og taldi frekar að það ætti að lækka
læknana í launum en borga þeim samkeppnishæft kaup.
Það er brýnt að spara í heilbrigðiskerfinu, en ekki hægt að loka
augunum fyrir þeirri staðreynd að læknar og hjúkrunarfræð-
ingar eru eftirsótt, alþjóðlega hreyfanlegt starfsfólk sem lætur
hvorki bjóða sér lág laun né afleita vinnuaðstöðu til frambúðar. Sú
róttæka endurhugsun sem þörf er á í heilbrigðiskerfinu þarf að
innihalda einhverja stefnu um hvernig er brugðizt við alþjóðlegri
samkeppni um þetta fólk. Hjá því verður einfaldlega ekki komizt.
Ísland verður að geta haldið í heilbrigðisstarfsfólk:
Ráðherra
yfirsést fíll