Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 104
14. september 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64
Ensk-írska strákahljómsveitin
One Direction nýtur gríðarlegra
vinsælda um þessar mundir. Svo
mikilla að hinn sjóðheiti Pharrell
Williams hefur áhuga á að starfa
með henni að næstu plötu hennar.
Hljómsveitin varð til í sjónvarps-
þáttunum The X Factor árið 2010.
Þar lenti hún í þriðja sæti og gerði
í framhaldinu útgáfusamning við
Syco Records sem er í eigu dóm-
arans Simons Cowell. Síðan þá
hefur One Direction gefið út tvær
plötur, Up All og Take Me Home
sem hafa báðar notið fádæma vin-
sælda. Sú þriðja er væntanleg í
nóvember.
Eins og tíðkast með flestar
strákahljómsveitir eru það aðrir
en meðlimirnir sem semja tón-
list One Direction. Að auki voru
það aðrir sem áttu frumkvæð-
ið að stofnun hljómsveitarinnar,
sem oftast nær er raunin þegar
strákabönd eru annars vegar.
Ólíkt öðrum breskum strákasveit-
um hefur One Direction tekist að
slá í gegn í Bandaríkjunum.
Stærstu
strákaböndin
Strákabandið One Direction hefur slegið all-
svakalega í gegn að undanförnu. Margar vinsælar
strákahljómsveitir hafa komið fram á sjónarsviðið
síðustu áratugina. New Kids on the Block reið á
vaðið og síðan hafa margar fylgt á eft ir.
NEW KIDS ON THE BLOCK
Stofnuð: Boston í Bandaríkjunum 1984.
Meðlimir: Jordan Knight, Jonathan Knight, Joey Mc-
Intyre, Donnie Wahlberg og Danny Wood.
Þekkt lög: Hangin´Tough, Step By Step og You Got It
(The Right Stuff).
Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur á toppinn bæði í Banda-
ríkjunum og Bretlandi. Tvær smáskífur á toppinn í Banda-
ríkjunum þrjár í Bretlandi. Læk á Facebook: 643 þúsund.
Enn starfandi?: Já. Hætti árið 1994 en sneri aftur 2008.
Staðreynd: Leikarinn Mark Wahlberg, bróðir Donnie, var
eitt sinn í hljómsveitinni.
BOYZ II MEN
Stofnuð: Fíladelfía, Bandaríkjunum 1988.
Meðlimir: Nathan Morris, Wanya Morris og Shawn
Stockman.
Þekkt lög: End of the Road, I´ll Make Love to You og On
Bended Knee.
Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur og fjórar smáskífur á
toppinn í Bandaríkjunum.
Læk á Facebook: 824 þúsund.
Enn starfandi?: Já, en nú sem tríó. Fjórði meðlimurinn
Michael McCary hætti árið 2003.
Staðreynd: Lagið End of the Road sat í þrettán vikur á
toppi bandaríska Billboard-listans.
TAKE THAT
Stofnuð: Manchester, Englandi 1991.
Meðlimir: Gary Barlow, Howard Donald, Jason Orange og
Mark Owen.
Þekkt lög: Pray, Relight My Fire og Back For Good.
Vinsældarlistar: Sex breiðskífur og ellefu smáskífur á
toppinn í Bretlandi.
Læk á Facebook: 1,7 milljónir.
Enn starfandi?: Já. Hætti árið 1996 en sneri aftur 2005.
Staðreynd: Robbie Wiliams hætti í Take That árið 1995
og hóf sólóferil.
WESTLIFE
Stofnuð: Sligo, Írlandi 1988.
Meðlimir: Kian Egan, Mark Feehily, Shane Filan, Nicky
Byrne og Brian McFadden.
Þekkt lög: Swear It Again, If I Let You Go og Uptown Girl.
Vinsældarlistar: Sjö breiðskífur á toppinn í Bretlandi og
þrettán smáskífur.
Læk á Facebook: 6,2 milljónir.
Enn starfandi?: Nei. Hætti í fyrra.
Staðreynd: 85 þúsund miðar á kveðjutónleika Westlife á
Írlandi í fyrra seldust upp á fimm mínútum.
ONE DIRECTION
Stofnuð: London á Englandi 2010.
Meðlimir: Niall Horan, Liam Payne, Harry Styles og Louis
Tomlinson.
Þekkt lög: What Makes You Beautiful og Live While We´re
Young.
Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur á toppinn í Bandaríkjun-
um og ein í Bretlandi. Þrjár smáskífur á toppinn í Bretlandi.
Læk á Facebook: 1,5 milljónir.
Enn starfandi?: Já.
Staðreynd: Plöturnar Up All Night og Take Me Home seldust
samtals í tæplega níu milljónum eintaka í fyrra.
BACKSTREET BOYS
Stofnuð: Orlando, Bandaríkjunum 1993.
Meðlimir: A. J. McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin
Richardson og Brian Littrell.
Þekkt lög: Quit Playing Games (With My Heart), Everybody
(Backstreet´s Back) og I Want It That Way.
Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur á toppinn í Bandaríkj-
unum. Ein smáskífa á toppinn í Bretlandi.
Læk á Facebook: 8,9 milljónir.
Enn starfandi?: Já.
Staðreynd: Söluhæsta strákaband sögunnar. Níu plötur hafa
komist á topp tíu í Bandaríkjunum.
´N SYNC
Stofnuð: Orlando, Bandaríkjunum 1995.
Meðlimir: Lance Bass, JC Chasez, Joey Fatone, Chris
Kirkpatrick og Justin Timberlake.
Þekkt lög: Bye Bye Bye, It´s Gonna Be Me og Music of
My Heart.
Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur af þremur á toppinn í
USA. Ein smáskífa á toppinn í Bandaríkjunum.
Læk á Facebook: 615 þúsund.
Enn starfandi?: Já og nei. Hætti árið 2002 en spilaði
reyndar óvænt á MTV-tónlistarverðlaununum í ágúst.
Staðreynd: Lance Bass kom út úr skápnum í viðtali við
tímaritið People árið 2006.