Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 52
| ATVINNA |
Café Mezzo leitar að skemmtilegu og vinnusömu starfsfólki:
• Fullt starf, vinnutími 8:40-17:00 alla virka daga
• Hlutastarf, vinnutími ca. 10:00-17:00 2-4 virka daga
• Kvöld og helgarstörf
Starfsreynsla á kaffihúsi eða á veitingastað æskileg.
Ferilskrá sendist á mezzo@mezzo.is merkt „Mezzo 101”.
LEIGUMIÐLARI/ SÖLUMAÐUR
ATVINNUHÚSNÆÐI
Okkur vantar framtíðar starfsmann í miðlun á atvinnu-
húsnæði til leigu. Starfslaun eru í samræmi við árangur
viðkomandi ásamt hlutdeild í hagnaði heildarinnar.
Hefur þú þann metnað og getu sem til þarf til að vera hluti
af okkar árangursríka liði og ert auk þess vanur sjálf-
stæðum vönduðum vinnubrögðum ?
Starfsmaður verður að hafa bifreið til umráða.
Hæfniskröfur:
• Metnaðarfullur / drífandi
• Góð mannleg samskipti
• Sýnilegur árangur í starfi
Umsóknir skal sendar okkur á gjy@leiguhus.is fyrir
20. september , umsóknir eru trúnaðarmál.
Staða aðstoðarskólastjóra við Húsaskóla
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Húsaskóla
Húsaskóli er Dalhúsum 41 í Grafarvogi. Í skólanum eru um 180 nemendur í 1. – 7. bekk og 32 starfsmenn.
Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðuleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnar orð
Húsaskóla eru Ábyrgð • Virðing • Vinátta • Starfsgleði • Samvinna.
Markmið Húsaskóla er:
• Að veita góða, alhliða menntun og stuðla að þroska hvers og eins nemanda.
• Að stuðla að góðri líðan nemenda.
• Að stuðla að góðu samstarfi við foreldra.
• Að leggja áherslu á jákvætt, faglegt starfsumhverfi og starfsánægju.
Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytt vinnubrögð sem stuðla að jákvæðum liðsanda, vellíðan og árangri
nemenda.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, leiðtogahæfileikum og hefur góða fagþekkingu
á skólastarfi og skólaþróun.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun, stjórnunarreynsla eða
kennslureynsla á grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu í skólaþróunarverkefnum.
• Færni og áhugi til að leita nýrra og framsækinna leiða
í skólaþróun.
• Lipurð og færni í samskiptum.
Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra
• Að vera í faglegri forystu við mótun framtíðarstefnu
skólans innan ramma laga og reglugerða og í
samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu
Reykjavíkurborgar.
• Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri
sérkennslu mynda stjórnendateymi Húsaskóla sem
skiptir með sér verkum. Aðstoðarskólastjóri er
staðgengill skólastjóra.
• Faglegt utanumhald verkefna í Húsaskóla.
• Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
• Að vera ábyrgur og virkur í daglegri starfsemi skólans.
• Að taka þátt í stjórnun starfsmanna, vinnutilhögun
og starfsþróun.
Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi stutt greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarf.
Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar
um skólaverkefni sem umsækjandi hefur leitt og eða þátttöku í skólaþróun.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2013.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is .
Nánari upplýsingar veitir Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Húsaskóla í síma 664 8252.
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
N1 leitar eftir kraftmiklum og drífandi stjórnanda til að stýra einni af
stærstu þjónustustöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem krefst frumkvæðis
og metnaðar í starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ómar Jóhannsson rekstrarstjóri
þjónustustöðva í síma 440 1021 eða í tölvupósti omar@n1.is
Áhugasamir sæki um starfið með því að senda ferilskrá ásamt nánari
upplýsingum á netfangið atvinna@n1.is fyrir 25. september n.k.
OKKUR VANTAR
STÖÐVARSTJÓRA Í HÓPINN
Helstu verkefni:
• Daglegur rekstur
þjónustustöðvarinnar
• Verkstjórn
• Starfsmannamál
• Innkaup og samskipti við birgja
• Birgðastýring og kostnaðareftirlit
• Önnur verkefni á stöðinni
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði verslunarstjórnunar
eða önnur sambærileg menntun
• Reynsla á sviði verslunar og þjónustu
• Rekstrarþekking
• Góð almenn tölvukunnátta
• Frumkvæði og árangursdrifni
• Samskiptafærni og jákvætt viðhorf
• Leiðtogahæfileikar
Atvinnuleitendur
Flest auglýst störf í landsfjölmiðlum má
finna á einum stað í lista á vefsíðu STARFs
www.starfid.is
Starfagátt
STARFs
STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og
Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni
um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan
fer fram í fjórum þjónustumiðstöðvum og þar starfa m.a. 14 atvinnuráðgjafar STARFs.
Þungamiðja þjónustunnar er vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við
margvísleg vinnumarkaðsúrræði – markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til
starfa. Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.starfid.is
14. september 2013 LAUGARDAGUR4