Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 112
14. september 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 72 54 30 60 90 120 150 Lars Lagerbäck Ólafur Jóhannesson Eyjólfur Sverrisson Atli Eðvaldsson Guðjón Þórðarson 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 43 48 117 131 Sæ ti á s ty rk le ik al is ta F IF A Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson ÍSLAND Á STYRKLEIKALISTA FIFA FÓTBOLTI Íslenska landsliðið hefur farið um víðan völl á styrkleikalista FIFA. Botninum var náð í apríl á síðasta ári er liðið fór í 131. sæti og sat þar samfellt í þrjá mánuði. Ísland hefur hæst farið í 37. sæti á listanum. Það gerðist í september- mánuði bæði 1994 og 1995. Þá var við stjórnvölinn Ásgeir Elíasson, en hann stýrði lands- liðinu frá september 1991 og fram í septem ber 1995. Hann skilaði lið- inu af sér í sínu besta sæti. Eftir það fór Ísland aftur að hrapa á list- anum. Undir stjórn Ásgeirs náði Ísland mörgum eftirminnilegum úrslit- um. Þau bestu voru líklega 2-0 sigur á mjög sterku liði Spánverja á Laugardals vellinum. - hbg Ásgeir fór hæst allra Ásgeir Elíasson fór með Ísland í 37. sæti FIFA-listans. FLOTTUR Ásgeir stýrir hér Fram á sínum tíma. MYND/BRYNJAR GAUTI FÓTBOLTI Eftir mörg ár af lélegum úrslitum og enn leiðinlegri fótbolta er aftur orðið gaman að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu. Það er farið að spila almenni- legan fótbolta og er þess utan að ná góðum úrslitum. Landinn virtist að mestu orðinn þreyttur á liðinu en viðhorfsbreytingin sést kannski best í því að nánast er uppselt, er þetta er ritað, á landsleik gegn Kýpur mánuði fyrir leik. Ísland náði frábærum úrslitum í síðustu tveimur leikjum sínum og hefur örlögin í sínum höndum. Umspil um laust sæti á HM er raunverulegur möguleiki. Ísland er komið í 54. sæti FIFA- listans og stefnir enn hærra. Að fikra sig upp þennan lista skipt- ir gríðarlega miklu máli því eftir honum er farið er raðað er niður í styrkleikaflokka fyrir stórmót. Síð- ustu stökk munu gera það að verk- um að Ísland færist upp um styrk- leikaflokk fyrir næsta stórmót, sem er EM. Á það mót stefna allir leynt og ljóst enda verður þátttöku- þjóðum fjölgað á næsta móti. Styrkleikalisti FIFA er stigalisti sem tekur mið af úrslitum lands- liðs síðustu fjögur ár. Nýjustu úrslit vega þó meira en gömlu. Þar sem Lars tók við í janúar árið 2012 verður staða Íslands ein- göngu undir hans stjórn ekki ljós fyrr en í janúar árið 2016. Slæmt gengi liðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar gerði það að verkum að liðið féll alla leið niður í 131. sæti fljótlega eftir að Svíinn tók við. Síðan hefur leiðin legið upp á við og ef að líkum lætur á lands- lið Lagerbäck eftir að ógna meti landsliðs Ásgeirs Elíassonar, sem fór upp í 37. sæti listans. Landsliðið var á árum áður gagnrýnt fyrir margt, þar á meðal áhugaleysi, agaleysi og lélegan undirbúning. Þó svo að leikmennirnir sem við eigum í dag séu betri en oft áður er ekki sjálfgefið að liðið nái þeim árangri sem það er að ná núna. Til þess að slíkur árangur náist þarf margt annað en geta leikmanna að vera í lagi. Stjórnunin er þar líklega efst á blaði því eftir höfðinu dansa lim- irnir. Lagerbäck predikaði strax í upphafi að agi væri forsenda árangurs. Þar hefur hann tekið til eins og á öðrum sviðum. Ummæli leikmanna um þann mun sem er á umgjörð og undir- búningi er líklega besti vitnisburð- urinn um þau framfaraskref sem hafa verið tekin hjá landsliðinu. Skref sem voru löngu tímabær og hefði mátt taka fyrr. Þetta lið er enn ungt að aldri og er aðeins að taka fyrstu skrefin í rétta átt. Með sama áframhaldi verður þetta lið komið á stórmót áður en langt um líður. henry@frettabladid.is Eft ir höfðinu dansa limirnir Íslenska landsliðið er á fl eygiferð upp styrkleikalista FIFA undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ferskir straumar og faglegri vinnubrögð fylgja þjálfaranum. Á UPPLEIÐ Lars Lagerbäck er á hárréttri leið með íslenska landsliðið. Hann er í ítarlegu viðtali á blaðsíðu 26. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Rafiðnaðarmenn munu ekki sætta sig við minni kaupmátt launa! ÁSKORUN TIL ALÞINGIS RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Stórhöfða 31, www.rafis.is Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á Alþingi að taka höndum saman og stuðla að raunverulegum stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Í komandi kjarasamningum liggur fyrir að nauðsynlegt verður að hækka laun til samræmis við verðbólgu hið minnsta. Auk þess þarf að leiðrétta laun rafiðnaðarmanna sem dregist hafa aftur úr á undanförnum árum. Stefni stjórnvöld að því að ná fram þjóðarsátt verður það ekki gert nema með fullri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Stöðugleiki verður ekki í íslensku efnahagslífi né á íslenskum vinnu- markaði fyrr en tekist hefur að ná tökum á íslensku krónunni. Tryggja þarf stöðugleika hennar og mynda grunn til raunhæfrar styrkingar landsmönnum öllum til hagsbóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.