Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 36
14. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 KUNSTMUSEUM RAVENSBURG Stóru verðlaunin voru veitt fyrir þessa byggingu og lífsstarfið. Ekki þarf að kynda húsið því fólkið inni í því sér um upphitunina. íslensku á heimilinu að staðaldri. Þegar ég var með strákana litla var ég samt alltaf með íslenskar au pair stúlkur. Það var alveg frábært. Því tala allir strákarnir íslensku þótt ekki sé hún fullkomin. Tveir þeir eldri tala hana betur en hinir því þeir nutu lengri samvista við íslensku stúlkurnar.“ Hundurinn eins og íþróttaþjálfari Um tíma var Jórunn prófessor í listaakademíunni í Düsseldorf en segir það hreinlega hafa verið of mikið álag. „Þegar ég var að kenna var ég tvo daga í burtu og náði varla andanum, ég hafði svo mikið að gera. Maðurinn minn hefur verið prófessor í háskólanum í Stuttgart í 28 ár, þrjá daga í viku, og það gekk ekki að ég væri líka í burtu, enda er teiknistofan svo stór hluti af tilveru minni. Ég hafði samt mjög gaman af að kenna en ég er líka alltaf að því á teiknistofunni því þar erum við allt- af með ungt fólk í námi og tengjum það inn í það sem við erum að gera.“ Hún segir mikinn jöfnuð í fyrirtæk- inu og telur skúringakonuna alveg jafn mikilvæga og aðra starfsmenn því hún vinni sitt starf vel. „Lykill- inn á bak við það að fólk sé tilbúið að vinna með manni er að umgangast það af virðingu,“ segir hún. Nú er Jórunn nýbúin að fá sér hund og þegar haft er orð á að umhirða hans hljóti að taka tíma segir hún hlæjandi: „Ég fékk mér hundinn til þess að hafa tíma. Mað- urinn minn las fyrir mig sögu eftir Thomas Mann sem heitir Herr und Hund, stutt saga um samband höf- undarins við hundinn sinn. Ég varð svo heilluð að ég hugsaði: Oh, þetta langar mig að upplifa áður en yfir lýkur – en ég hef aldrei verið fyrir hunda. Gekk með þessa hugmynd í eitt og hálft ár og nú er ég búin að fá Bruno, svartan púðluhund. Ég fer með hann út á morgnana að hlaupa milli sex og sjö, í hádeg- inu förum við í klukkutíma út og áður en við förum að sofa förum við hjónin bæði með hann í göngu- túr. Hann er bara eins og minn íþróttaþjálfari því ég er ekkert í líkamsræktarstöðvum. „Ég lifi öðruvísi lífi en margar kynsystur mínar. Er ekki í neinu félagi, eða hóp. Þegar ég heyri í vinkonum mínum hér eru þær í gönguhópum, sauma klúbbnum, danstímum og úti um allt með hinum hópnum eða þessum. Þetta bara þekki ég ekki og er sjálfsagt að missa af einhverju.“ Henni finnst Ísland vera mikið neysluþjóðfélag. „Fólk þarf alltaf að vera að kaupa eitthvað hér,“ segir hún. „Það er mér algerlega fram- andi. Eða hvað þarf maður til að vera hamingjusamur? Góða heilsu, gott skap og húmor!“ Arkitektúr er eins og boðhlaup. Maður tekur við kefli eldri kynslóðar, er með það í hendinni í ákveðinn tíma og réttir það síðan til næstu kyn- slóðar. Ein kynslóð tekur við af annarri og það er alltaf visst samspil milli þess hvað við mótum mikið umhverfið og hversu mikið það mótar okkur. En manneskjan hefur ekki aðrar grunnþarfir en hún hafði áður fyrr. Við þurfum skjól, birtu, hlýju og öryggi. Í raun geta arkitektar byggt hvar sem er. Maður verður að sjálfsögðu að setja sig inn í sögu og menningu og rannsaka umhverfið. Hver er bygg- ingarhefðin í þessu landi og af hverju er hún eins og hún er? Ljós, náttúrulegt ljós og nýting þess, er stór hluti af okkar starfi. Við notum mikið lokaða fleti og stýrum frekar opum þannig að lýsingin verði markviss í stað þess að setja alls staðar gler. Það er líka hluti af umhverfis- stefnu því veggurinn stendur, ef hann er vel gerður, í hundrað ár en það þarf að skipta um gler eftir 20-25 ár og glerið kostar áttfalt meira en veggurinn. Það þarf ekkert að hirða góða veggi en það þarf stöðugt að þrífa gler. Það er ekki bara stofnkostnaðurinn heldur rekstarkostnaður- inn líka sem þarf að taka inn í dæmið þegar verið er að byggja. Náttúrulegt yfirborð og vandað hand- verk tryggja ævilanga fegurð bygginga. Iðnaðurinn er alltaf að koma með ný efni á markaðinn og sumir eru sólgnir í að prufa eitthvað nýtt en við treystum frekar á það sem er búið að nýtast mannkyninu í mörg hundruð ár, notum gamaldags byggingarefni en á nýjan hátt. Það er ekki hægt að komast hjá að nota steinsteypu í burðarvirki en við klæðum húsin gjarnan með múrsteini, með skífu- steinum og gerum mikið af því að vera með tvöfalda veggi. Tökum sem dæmi safnið í Ravensburg. Þar er steyptur veggur, kannski 25 cm þykkur, svo kemur 40 cm einangrun og þar fyrir framan 11 cm múrsteinar, sem þýðir að það þarf ekki að kynda húsið því fólkið sem er inni í því kyndir. Það er algert rennsli gegnum þetta hús. Því er ætlað að rúma 200 manns en nú er safnið svo vinsælt að sá fjöldi sem áætlað var að kæmi þangað á tíu árum er búinn að koma þangað á hálfu ári. HUGMYNDAFRÆÐI JÓRUNNAR Í ARKI TEKTÚR OG SKIPULAGI INNAN ÚR DIÖZESE IN ROTTENBURG Aðalskrif- stofur kaþólsku kirkjunnar. FYRIRTÆKI ARION BANKI SÆKIR UM TRYGGINGARÁLIT SENDIR GÖGNIN UM FYRIRTÆKIÐ EULER HERMES GEFUR ÚT TRYGGINGAR- ÁLIT Á FYRIRTÆKI TRYGGINGARÁLIT AUÐVELDAR INNFLUTNING Arion banki býður fyrstur á Íslandi tryggingarálit (e. credit opinion) í samstarfi við Euler Hermes. Tryggingarálit Arion banka er yfirlýsing um að viðkomandi innflutningsfyrirtæki sé viðurkennt af tryggingarfyrirtækinu Euler Hermes og geti fengið greiðslufallstryggingu. Tryggingar- álit getur leitt til hagkvæmari greiðslukjara og liðkað til fyrir nýjum viðskiptum. Kynntu þér málið á arionbanki.is eða komdu við í næsta útibúi Arion banka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -1 6 3 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.