Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 2
14. september 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜17
SKOÐUN 18➜20
HELGIN 22➜48
SPORT 70➜72
MENNING 58➜68
– TÖK Á TILVERUNNI –
námskeið við athyglisbresti og kvíða
• Átt þú erfitt með að einbeita þér?
• Ertu gleyminn og utan við þig?
• Eru áhyggjur að plaga þig?
• Átt þú erfitt með að halda utan um allt sem
þú þarft að gera?
• Gætir þú gert svo miklu betur?
Á þessu námskeiði lærir fólk aðferðir til að einfalda lífið, bæta
einbeitingu, draga úr frestun, óskipulagi og öðrum afleiðingum
athyglisbrests. Jafnframt lærir fólk leiðir til að minnka áhyggjur og kvíða
með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.
Stjórnendur námskeiðs eru Sigríður D. Benediktsdóttir
og S óley D . Da ív ðsdóttir sálfræðingar.
Kvíðamerðferðarstöðin - Skútuvogi 1a, 104 Reykjavík - S: 534- 0110 kms.is
FIMM Í FRÉTTUM EVRÓPUSAMBANDIÐ OG LANDSPÍTALINN
VIÐSKIPTI „Maður
er bja r tsý n n
þar til ástæða
er til annars,“
segir Haraldur
Flosi Tryggva-
son, stjórnarfor-
maður Orkuveitu
Reykjavíkur, en
sala á Magma-
skuldabréfinu
hefur tafist um
mánuð. Það voru Landsbréf sem
stóðu að baki kaupunum en til stóð
að fjármögnun á kaupum á bréf-
inu yrði lokið í ágúst. Til stendur
að selja bréfið fyrir 8,6 milljarða
króna.
Það gengur ekki aðeins erfið-
lega að selja bréfið, einnig gengur
erfiðlega að selja húsnæði Orku-
veitunnar. Það er Straumur sem
hyggst kaupa húsið en verðið er
5,1 milljarður króna.
Búið er að framlengja frest-
inn til þess að fjármagna kaup á
Magma-bréfinu um einn mánuð,
samkvæmt Haraldi Flosa. Eins
mun vera búið að veita Straumi
nokkrar vikur til þess að ganga
frá fjármagni á kaupum á húsnæð-
inu, sem Orkuveitan hyggst leigja
af kaupandanum, gangi viðskiptin
eftir.
Það er þó ljóst að gangi kaupin
ekki eftir muni það setja strik í
efnahagsreikning Orkuveitunnar,
enda tilgangurinn með sölunum að
bæta lausafjárstöðuna, en saman-
lagt er um 13,7 milljarðar að ræða.
„Það eru engir stórkostlega
alvarlegir fylgisfiskar sem fylgja
því ef þetta gengur ekki upp,“
segir Haraldur Flosi en sjóðs-
staða Orkuveitunnar er betri en
búist var við. „Það er þó æski-
legt að gengið verði frá þessu
hið fyrsta,“ segir Haraldur Flosi.
Aðspurður hvernig Orkuveitan
hyggst bregðast við, gangi við-
skiptin ekki eftir, svarar hann:
„Það eru þá viðfangsefni sem þarf
að takast á við.“
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
lagði fram fyrirspurnir á síðasta
stjórnar fundi Orkuveitunnar þar
sem hann spurði hvernig staðan
væri í þessum málum.
„Maður veltir því fyrir sér
hvort það hafi ekki verið nægi-
lega vönduð vinna að baki þessu,“
segir hann. Hann segir Orkuveit-
una þó hafa unnið góða vinnu í því
að bæta aðgengi fyrirtækisins að
fjármagni, „og vonandi hefur þetta
ekki áhrif á það,“ bætir Kjartan
við. valur@frettabladid.is
14 milljarða króna
eignasala í uppnámi
Erfiðlega gengur að selja skuldabréf í Magma fyrir tæpa níu milljarða króna. Fjár-
festar fengu mánuð til þess að fjármagna kaupin. Eins gengur illa að selja húsnæði
Orkuveitunnar. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir afleiðingar ekki alvarlegar.
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Ekki hefur gengið að fjármagna kaup á húsnæði OR.
HARALDUR
FLOSI
TRYGGVASON
Það er fyrirtækið Landsbréf hf. sem leitar fjárfesta til þess að fjármagna
kaup á Magma-skuldabréfinu. Skuldabréfið var upphaflega hluti greiðslu
fyrir hlut OR í HS Orku. Á bak við skuldabréfið stendur veð í hlutabréfum í
HS Orku. Kaupverðið er 8,6 milljarðar króna.
Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í janúar að selja höfuðstöðvar OR
fyrir 5,1 milljarð króna og verður hagnaður OR um 600 milljónir króna
gangi viðskiptin eftir. Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd
óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjár-
mögnun.
Straumur og Landsbréf safna fé
STJÓRNMÁL Ákveðið var í gær að fresta stjórnarfundi Varðar, full-
trúaráðs sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem til stóð að móta til-
lögu að því hvernig velja skyldi á framboðslista flokksins í borgar-
stjórnarkosningunum á næsta ári.
Í Fréttablaðinu í gær kom fram að mikill meirihluti væri fyrir því
innan stjórnarinnar að fara svokallaða leiðtogaprófkjörsleið, þann-
ig að aðeins yrði efnt til prófkjörs um oddvitasæti framboðslistans.
Önnur leið yrði svo farin við skipun hinna sætanna.
Stjórn Varðar ákvað að bera það undir miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins hvort það samræmdist reglum flokksins að fara blandaða leið við
uppröðun á listann. Í erindinu til miðstjórnarinnar var tekið dæmi um
leiðtogaprófkjör í fyrsta kasti, síðan svokallaða röðun fulltrúaráðs-
fundar fyrir næstu sæti á eftir og svo uppstillingu fyrir þau neðstu.
Miðstjórnin mun svara erindinu á þriðjudag. Fulltrúaráðsfundur-
inn Varðar, þar sem tillaga stjórnar verður borin upp, fer síðan fram
á fimmtudaginn. - sh
Láta miðstjórn kanna hvort hugmyndir um listaval standast reglur:
Stjórnarfundi Varðar frestað
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Baráttan um ráð-
húsið er hafin innan flokkanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
➜ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi á
fimmtudag að ekki væri tímabært að ræða framhald aðildarviðræðna
Íslands við Evrópusambandið fyrr en skýrsla Hagfræðistofnunar um
stöðu viðræðnanna og þróun sambandsins hefði verið lögð fram.
Hann upplýsti í viðræðunum að hann hefði kallað eftir slíkri skýrslu.
Kristján Þór Júlíusson velferðarráðherra
lagði í vikunni fram tillögur, í samvinnu
við forstjóra LSH, um hvernig bæta mætti
afleita stöðu á lyflækningasviði spítalans.
Þótt Stúdentaráð hafi haft betur fyrir
dómstólum í slag við Lánasjóð Íslenskra
námsmanna og menntamálaráðuneytið
segir María Rut Kristinsdóttir, formaður
ráðsins, dæmi um að fólk hafi hætt við
háskólanám vegna óvissu um breytingar á
námslánakerfinu.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
greindi frá því í vikunni að fyrirtækið styddi
nýtt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar
virkjunar við Bjarnarflag. Áhrif jarðskjálfta-
vár væru vanreifuð í gildandi mati.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi ríkis-
stjórnina í viðtali á Sprengisandi fyrir að fara
ekki að vilja Alþingis varðandi aðildarumsókn
Íslands að ESB.
HEILLANDI SKÁLDAHEIMUR. 58
Jónas Sen skrifar um Tónleika Benedetto Lupo.
STÆRSTU STRÁKABÖNDIN 64
Ágrip af sögu strákabanda í gegnum tíðina.
JÁRNMAÐURINN VINSÆLASTUR 66
Rýnt í aðsóknartölur kvikmyndahúsa.
STAÐFESTING Á GÆÐUM 66
Pressan III tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaun-
anna Prix Europa.
ERFITT AÐ SPILA ÁN RÚNARS 76
Gunnar Þórðarson um heiðurstónleika Hljóma.
ANDSTÆÐUR Í EINNI SÆNG 18
Þorsteinn Pálsson um andstæður í pólitíkinni og
verkefni ríkisstjórnarinnar.
ER FÁKEPPNI AÐ SLIGA
LANDSPÍTALANN? 20
Benedikt Ó. Sveinsson um fækkun spítala á
höfuðborgarsvæðinu.
KANN BEST VIÐ FRÆÐIBÆKURNAR 22
Vilhelm Anton Jónsson sendir frá sér bókina Vísindabók Villa.
HEFUR UNNIÐ HUG OG HJÖRTU ÞJÓÐARINNAR 26
Lars Lagerbäck hefur náð frábærum árangri með knattspyrnulandslið Íslands sem
mögulega kemst á HM Í Brasilíu.
DRAUMAVERKEFNIÐ ER
ÓSKRIFAÐ 38
Una Þorleifsdóttir leikstýrir Harmsögu, sinni
fyrstu uppfærslu í Þjóðleikhúsinu.
ÞÝÐINGAR STANDA Í BLÓMA 42
Mikill kippur hefur hlaupið í íslenskar þýðingar á
athyglisverðum bókmenntaverkum.
EF HITLER HEFÐI VERIÐ
MYRTUR 1919 42
Illugi Jökulsson frétti af námskeiði í hjásögu í
Háskóla Íslands og fór að brjóta heilann.
REKJANLEIKA HAMLAÐ 4
Deilt hefur verið á frumvarp til laga sem
heimilar Hagstofu Ísland að sækja upplýsingar
um fj árhag lántakenda.
LÆKNIR KASTAÐI UPP 6
Læknar eru að sligast undan vinnuálagi á
Landspítalanum, unglæknar fást ekki til starfa
og sjúklingar bíða meðferðar.
VILJA LÖGBANN 8
Hugbúnaðarfyrirtækið Applicon tekst fyrir
dómi á við Sérstakan saksóknara vegna hús-
leitar sem gerð var hjá Samherja.
SMYGLGÖNG UPPRÆTT 16
Stjórnvöld í Egyptalandi hafa gert átak í að
loka göngum sem íbúar Rafah hafa notað til að
smygla varningi inn á Gaza.
„Bréfi ð gengur út á það að við séum tilbúin til viðræðna en við
viljum hafa viðsemjanda. Við erum að leggja áherslu á að það
sé eitthvað ferli og viðmælandi sem hefur skýrt umboð.“ 12
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, greinir frá bréfi sem
slitastjórnin sendi forsætis- og fj ármálaráðuneyti og Seðlabankanum.
FRUMSÝNINGARHELGI 70
Nýir leikmenn hjá Real Madrid, Man. Utd og Arsenal
munu þreyta frumraun sína um helgina.
Á UPPLEIÐ 72
Íslenska knattspyrnulandsliðið er á hraðleið upp
styrkleikalista FIFA undir stjórn Lars Lagerbäck.