Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 84
14. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 44
Brandarar
Bragi Halldórsson
61
„Hér er spurt hvor rauði hringurinn sé stærri, A eða B,“ sagði
Lísaloppa. „Er það ekki augljóst?“ sagði Kata. Lísaloppa horfði
nokkra stund á rauðu hringina. „Nei, ég er ekki alveg viss,“ sagði
hún hugsi. „Þetta er kanski einhver sjónhverfing“ bætti hún við.
Sérð þú hvor rauði hringurinn er stærri, A eða B?
A B
SVAR: A og B eru jafn stórir, þetta er sjónhverfing.
Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú yrðir orðin stór? Svo
margt, hárgreiðslukona, bóndi,
lögga, ráðherra og fleira.
Fórst þú í leikskóla þegar þú
varst lítil? Ég fór í einn dag,
fékk að fara með vinkonu minni
þegar hún átti afmæli. Einn
dagur var alveg nóg að mínu
mati.
Var sjónvarp á bænum sem þú
ólst upp á? Já, en bara ein stöð
(RÚV) og er enn þá þannig í dag.
Áttirðu einhverjar uppáhalds-
bækur þegar þú varst lítil? Já,
afi las Jón Odd og Jón Bjarna
fyrir mig og það er ein uppá-
haldsbókin enn í dag, svo hún
Busla og ég man hana næstum
alla‚ Busla var hún kölluð, en
Birna hét hún samt, Buslu viður-
nefnið var öllum orðið tamt,
hún var engin dama, en hafði
stráka lag, að hamast eins og
jarðvöðull liðlangan dag … Svo
las pabbi Viggó, Hin fjögur
fræknu, Sval og Val og fleiri
góðar myndasögubækur fyrir
mig og ég gat lesið þær aftur og
aftur.
Hvað fannst þér skemmtilegast
að læra í skóla? Náttúrufræði,
dönsku og smíði.
Hvað þarf maður að kunna til
að vera alþingismaður? Fyrst
og fremst þolinmæði, það er
ekki til neitt eitt rétt nám sem
gerir þig að þingmanni. En ég
vildi að ég hefði verið duglegri
í samfélagsfræði þegar ég var í
skóla.
Hvað er vinnudagurinn þinn
langur? Venjulegur vinnudagur
hjá mér byrjar klukkan 8 og ég
er komin heim milli 18 og 20
á kvöldin. Fer eftir því hversu
margir fundir eru þann daginn.
En svo er oftast einhver tölvu-
vinna og póstur sem þarf að
svara þegar heim er komið.
Ætlarðu að beita þér fyrir ein-
hverju sérstöku sem við kemur
börnum á Alþingi? Já, ég sit
til dæmis í nefnd sem sér um
menntamál. Svo hef ég verið
að vinna í velferðarmálum sem
snúa að börnum, til dæmis
heimilisofbeldi.
Hver er fyndnasti alþingis-
maðurinn? Ásmundur Einar
Daðason og Gunnar Bragi
Sveinsson deila þeim titli, þeir
eru svo miklir prakkarar.
Hvernig er maturinn í mötu-
neytinu í Alþingishúsinu? Rosa-
lega góður, þau eru svo yndis-
leg í mötuneytinu að passa að
við fáum góðan og hollan mat,
því við þurfum mikla orku þegar
vinnudagarnir eru langir.
Með hvaða liði/liðum heldurðu
í íþróttum? KFÍ í körfu og Herði
í handbolta, fylgist mest með
þeim íþróttum.
Langar þig til að verða forseti
Íslands? Ekki í dag, en það er
aldrei að vita nema mig langi til
þess seinna. Í dag langar mig til
að verða bóndi en það er aldrei að
vita hvað fleira ég prófa. Maður
getur orðið allt sem maður vill.
Fór einn dag í leik-
skóla og það var nóg
Jóhanna M. Sigmundsdóttir er yngsti þingmaðurinn sem kosinn hefur verið
á Alþingi, 22 ára gömul. Jóhanna ólst upp á bænum Látrum í Mjóafi rði í Ísa-
fj arðardjúpi og ætlaði sér meðal annars að verða ráðherra þegar hún yrði stór.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hvað er svart þegar þú kaupir
það, rautt þegar þú notar það og
grátt þegar þú hendir því?
Svar: Kol.
Af hverju hoppar Hafnfirðingur-
inn upp og niður áður en hann
drekkur kókómjólk?
Svar: Á fernunni stendur: Hristist
fyrir notkun.
Hvers vegna er heita vatnið
kallað heita vatnið?
Svar: Nú, eitthvað verður það að
heita, vatnið!
Ef maður skrifar ýsa með ufsiloni,
skrifar maður þá ufsi með
ýsuloni?
Að stökkva yfir sauðarlegg
Leggur er lagður á gólf. Sá sem ætlar að
stökkva yfir hann tekur með höndunum
undir tærnar á sér og reynir síðan að
stökkva jafnfætis yfir legginn. Þetta er
ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að
vera.
Að reisa horgemling
Setjist flötum beinum á gólfið. Takið
síðan með hægri hendi undir hægra hné
og um eyrnasnepilinn á hægra eyra. Með
vinstri hendi á að halda í buxnastrenginn
að aftanverðu. Standið síðan upp í
þessum stellingum.
Að horfast í augu
Þátttakendur snúa andlitum saman og
horfast í augu. Eftirfarandi þula er höfð
yfir í upphafi leiksins og skýrir hún hvað
ber að varast:
Horfumst við í augu sem grámyglur tvær.
Sá skal vera músin sem fyrst mælir,
kötturinn sem sig skælir,
fíflið sem fyrst hlær,
folaldið, sem fyrst lítur undan,
og skrímslið sem fyrst skína lætur í tenn-
urnar.
Gamlir barnaleikir
Heimild: Leikjahefti. Leikir barna um aldamótin 1900. Höf. Bryndís
Sverrisdóttir og Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Þjóðminjasafn Íslands 1990.