Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 12
14. september 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 12
HVER FER MEÐ SAMNINGSUMBOÐ RÍKISINS, SEÐLABANKASTJÓRINN EÐA FORSÆTISRÁÐHERRANN?
Nauðasamningar þrotabúa Glitn-
is og Kaupþings, sem voru efnis-
lega tilbúnir í nóvember 2012,
eru takmarkaðir að því leytinu til
að þeir ganga aðeins út frá því að
erlendar eignir þrotabúanna verði
greiddar út en krónueignir þeirra
verði áfram á Íslandi. Þrotabúin
óskuðu eftir undanþágu hjá Seðla-
bankanum í desember í fyrra
vegna nauðasamninganna en engin
afstaða var tekin til þeirra. Frá
þeim tíma hefur lítið gerst í mál-
inu og í reynd er staðan óbreytt.
Seðlabankinn hefur eftirlit með
fjármálastöðugleika og fram-
kvæmd gjaldeyrishaftanna.
Uppgjör þrotabúanna helst í
hendur við afnám gjaldeyrishafta
vegna krónueigna þessara búa sem
eru hluti af hinni margumtöluðu
„snjóhengju“. Þessar krónueignir
námu 460 milljörðum króna í októ-
ber 2012.
Þá er það nátengt stærsta kosn-
ingaloforði Framsóknarflokksins
en það var að nýta „svigrúm“ sem
skapaðist við uppgjörið til að færa
niður verðtryggð húsnæðislán
heimilanna. Svigrúmið í sinni ein-
földustu mynd felst í því að skipta
krónueignum þeirra með ríf legum
afslætti hjá Seðlabankanum og
nota mismuninn til að færa niður
verðtryggð lán heimilanna.
Fram hefur komið að útskipti
krónueigna þessara þrotabúa geti
ógnað fjármálastöðugleika og lífs-
kjörum almennings. Ráðgjafi fyr-
irtækja sem eiga kröfur í þrotabú
Glitnis og Kaupþings segir í sam-
tali við Fréttablaðið að erfitt sé
að skilja að útgreiðsla og afhend-
ing erlendra eigna ógni fjármála-
stöðugleika á Íslandi þar sem ekki
sé gert ráð fyrir því að neinum
krónum verði skipt í erlenda mynt
og því ætti útgreiðslan ekki að hafa
bein áhrif á fjármálastöðugleika.
Hins vegar hafi íslenska ríkið
ekki viljað hleypa nauðasamning-
unum í gegn því með því sé það að
veikja samningsstöðu sína. Lög-
maður sem hefur veitt kröfuhöf-
um ráðgjöf tekur í sama streng.
„Það er það sem íslenska ríkið er
að gera. Það er að halda erlendu
eignunum í gíslingu því íslenska
ríkið veit að með því hefur það
sterkari samningsstöðu. Það hlýtur
hins vegar að orka mjög tvímælis í
lagalegum skilningi.“
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson for-
sætisráðherra
sagði í viðtali við
Kjarnann í síðasta
mánuði að kröfu-
hafarnir yrðu að
sýna frumkvæði
þegar lausn á mál-
efnum þrotabúanna
væri annars vegar.
Slitastjórn Glitnis
brást við þessu með bréfi til for-
sætisráðherra, fjármálaráðherra
og seðlabankastjóra hinn 27. ágúst
sl. en því hefur ekki verið svarað.
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, sagði að
Seðlabankinn og ráðuneytin væru
núna að stilla saman strengi um
hvernig best væri að haga næstu
skrefum í málinu.
Eitt af því sem slitastjórnir
bankanna vilja fá á hreint er við
hvern þær eiga að semja til að
ljúka uppgjörum þrotabúa bank-
anna. Seðlabankinn telur sig ekki
hafa umboð til að semja og ríkis-
stjórnin hefur enga ákvörðun tekið
í málinu.
Erlendum eignum haldið í gíslingu
Fulltrúar kröfuhafa telja að nauðasamningar sem óskað var eftir undanþágu vegna ógni ekki fjármálastöðugleika á Íslandi. Nauða-
samningar takmarkaðir og ná aðeins til erlendra eigna. Stjórnvöld hafa ekki svarað erindi þrotabús Glitnis. Lítið gerst í málinu í tíu mánuði.
„Við sendum þetta bréf í kjölfar þess að stjórnvöld
sögðu að beðið væri eftir tillögum sem gætu orðið til
þess að ljúka þessu. Við erum búin að vinna heilmikla
vinnu hjá okkur við að greina mögulegar lausnir. Bréfið
gengur út á það að við séum tilbúin til viðræðna en við
viljum hafa viðsemjanda. Við erum að leggja áherslu á
að það sé eitthvað ferli og viðmælandi sem hefur skýrt
umboð,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður
slitastjórnar Glitnis, um bréf sem slitastjórnin sendi for-
sætis- og fjármálaráðuneyti og Seðlabankanum.
Vita ekki hver fer með samningsumboð
STEINUNN GUÐ-
BJARTSDÓTTIR
BJARNI
BENEDIKTSSON
LEE BUCHHEIT
NISSAN
QASHQAI
NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD
VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR.
OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16
KAUPAUKI AÐ ANDVIR
500 ÞÚS. KR.
· Vetrardekk
· Dráttarbeisli
· iPad 32 GB
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI
Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla-
drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu.
Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km
Qashqai 1,6 dCi beinsk.
Verð: 4.990 þús. kr.
Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna
Verð: 5.390 þús. kr.
Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk.
Verð: 5.790 þús. kr.
Qashqai 2,0 dCi sjálfsk.
Verð: 6.090 þús. kr.
iPad 32GBfylgir með ásamt veglegri hlífðartösku
ÐI
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
9
14
Bjarni Benediktsson átti fund með bandaríska lögmanninum Lee Buch-
heit í fjármálaráðuneytinu í júní síðastliðnum til að ræða mögulega
aðkomu Buchheits að viðræðum íslenskra stjórnvalda við kröfuhafa
föllnu bankanna. Fundurinn var óformlegur og ekki var gengið frá
neinni ráðningu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þó ekki
verið útilokað að erlendur sérfræðingur verði ráðinn til að koma að
þessum viðræðum.
VERÐUR BUCHHEIT RÁÐINN?
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@365.is