Fréttablaðið - 14.09.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 14.09.2013, Síða 4
14. september 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 FRÉTTASKÝRING Hvað felur hið umdeilda hagstofu- frumvarp í sér? Mikið hefur verið rætt um frum- varpið um Hagstofu Íslands sem lagt var fram á Alþingi á vorþingi og mun fela stofnuninni heimildir til öflunar gagna um stöðu lána einstaklinga og lögaðila frá fjár- málafyrirtækjum og öðrum lána- stofnunum. Helsta gagnrýnisatriðið var að nýju lögin myndu brjóta gegn persónuverndarsjónarmiðum. Forstjóri Persónuverndar gagn- rýndi frumvarpið harðlega þegar það var fyrst kynnt í vor með þeim orðum að með því væri nán- ast verið að leggja bankaleynd á Íslandi af. Afgreiðslu frumvarpsins, sem var lagt fram í tengslum við til- lögur forsætisráðherra vegna skuldavanda heimilanna, var frestað til að taka mætti afstöðu til þeirrar gagnrýni sem fram hafði komið. Stjórnin leggur hins vegar áherslu á að ljúka því nú á haust- þinginu, eftir að breytingar voru gerðar á því. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks- ins og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, sagði nauð- synlegt að koma þessu frum- varpi í gegn þar sem það fæli í sér auknar upplýsingar sem stjórnvöld þyrftu „til að skoða hvaða áhrif aðgerðir hafa á mis- munandi hópa eftir fjölskyldu- gerðum og aldri“. Hörður Helgason, settur for- stjóri Persónuverndar, sagði í samtali við Fréttablaðið í síð- ustu viku að breytingarnar væru að mestu lagatæknilegs eðlis og kjarninn í gagnrýni Persónu- verndar stæði enn óhaggaður. Ólafur Hjálmarsson hagstofu- stjóri segir hins vegar í sam- tali við Fréttablaðið að Hagstof- an sé að mestu leyti að starfa á sama hátt og hingað til þó að í frumvarpinu felist að stofnunin fái aðgang að upplýsingum um afborganir og greiðslubyrði. „Öll gögn sem við öflum eru dulkóðuð þannig að ekki verður hægt að rekja þau til einstaklinga eða fyrirtækja. Svo er gögnun- um eytt þegar búið er að vinna úr þeim eins og segir í lögunum. Það er því aldrei til neinn gagna- grunnur heldur bara mynd af stöðu mála frá einum ársfjórð- ungi til annars.“ Gangi málið í gegn segir Ólaf- ur að Hagstofan geti haft fyrstu skýrsluna tilbúna næsta vor. thorgils@frettabladid.is Segir dulkóðun koma í veg fyrir rekjanleika Deilt hefur verið á frumvarp til laga sem heimilar Hagstofu Íslands að sækja upplýsingar um afborganir og greiðslubyrði lántakenda til fjármálafyrirtækja og lánastofnana. Hagstofustjóri segir dulkóðun örugga. Gögnum sé eytt jafnóðum. HVAÐ FELUR HAGSTOFUFRUMVARPIÐ Í SÉR? Lánastofnanir Dulkóðaðar upplýs- ingar um afborganir og greiðslubyrði lántakenda sóttar ársfjórðungslega frá lánastofnunum Tölfræðiskýrsla sem af má greina skulda-, greiðslu- og eiginfjárstöðu tiltekinna hópa ein- staklinga og fyrirtækja birt á vef Hagstofunnar. Stjórnvöld nýta skýrsluna til að meta afleiðingar aðgerða. Almenningur ræðir innihald skýrslunnar.Gögnum eytt HAGSTOFA 8 milljónir króna afh enti Sigurður Hallvarðsson Ljós- inu, endurhæfi ngar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. 400millj-arðar er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan muni skila til samfélags- ins á næsta áratug. 7% heildarveltu-aukning var á kreditkorta- viðskiptum með íslensk Visakre- ditkort í ágúst síðastliðnum ef miðað er við sama tíma í fyrra. 30 sinnum á fi mm ára tímabili er talið að erlend kona hafi komið til lands- ins til þess að stunda vændi. 7 milljarðar króna var hagnaður Síldarvinnslunnar árið 2012. Samþykkt var á aðalfundi að greiða hluthöfum 2,1 milljarð króna í arð. 6,1 milljarð króna á ári kostar líklega að láta raforku- flutningskerfi landsins reka á reiðanum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet. DÓMSMÁL Karlmaður var dæmd- ur í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn fyrir að slá lækni utan undir með flötum lófa. Atvikið átti sér stað á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í desember árið 2011. Maðurinn játaði sök skýlaust og sagði sér til varnar að hann hefði verið í andlegu ójafnvægi og undir áhrifum vímugjafa á þessum tíma og sæi eftir atvikinu. Maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög áður. Manninum er því gert að sæta fangelsi í einn mánuð en refsing hans fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. - vg Dæmdur fyrir líkamsárás: Sló lækni með flötum lófa VIÐSKIPTI Stjórn Skipta hf. og Steinn Logi Björnsson, for- stjóri félagsins, hafa komist að samkomulagi um að sá síðar- nefndi láti af störfum. Hann hefur gegnt starfi forstjóra frá því í apríl 2011. Í tilkynn- ingu frá Skiptum segir að frá þeim tíma hafi verið unnið að rekstrarlegri og fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og endur fjármögnun í framhald- inu. Óskar Hauksson, fjármála- stjóri fyrirtækisins, mun vera staðgengill forstjóra uns nýr forstjóri hefur verið ráðinn. - ka Forstjóraskipti hjá Skipti: Steinn hættir hjá Skiptum INDLAND, AP Mennirnir fjórir sem fyrr í vikunni voru sakfelldir fyrir hrottalega hópnauðgun í Nýju-Delí í lok síðasta árs hafa nú verið dæmdir til dauða. Dauðadómnum verður á endanum fullnægt með hengingu, verði refsingin ekki milduð á æðri dómstigum. Í desember síðastliðnum tóku mennirnir ungt par upp í strætisvagn, sem þeir óku um borgina að því er virðist í þeim tilgangi að leita uppi fórnarlömb. Konunni var nauðgað hrottalega og henni misþyrmt svo að hún lést á sjúkrahúsi nokkrum vikum síðar. Manninum var einnig misþyrmt en lét ekki lífið. - gb Fjórir menn dæmdir fyrir hrottalegan ofbeldisglæp: Nauðgarar dæmdir til dauða DAUÐADÓMI FAGNAÐ Víða á Indlandi hefur fólk komið saman til að fagna niður- stöðu dómstólsins. NORDICPHOTOS/AFP Öll gögn sem við öflum eru dulkóðuð þannig að ekki verður hægt að rekja þau til einstaklinga eða fyrirtækja. Svo er gögn- unum eytt þegar búið er að vinna úr þeim. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri 7.9.2013 ➜ 13.9.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Yoga I - Ertu með stirðan kropp - Ertu í yfirþyngd - Ertu að ná þér eftir veikindi - Ertu með vefjagigt - Ertu komin á efri árin Yoga II - Krefjandi yogaæfingar - Aukin liðleiki - Aukin styrku Kennt í Sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði 691 0381 Kristin Björg Komdu í yoga Áhersla á mjóbak og axlir Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur 8-18 m/s. NORÐAN STORMUR Veður fer versnandi í fyrramálið einkum norðan og austan til en það gengur í norðan storm með rigningu eða slyddy og snjókomu til fjalla. Léttir til sunnan heiða. Veður gengur smám saman niður síðdegis á mánudag. 8° 4 m/s 8° 6 m/s 9° 7 m/s 9° 8 m/s Á morgun 10-23 m/s, hvassast A-til. Gildistími korta er um hádegi 6° 4° 7° 2° 2° Alicante Basel Berlín 27° 27° 22° Billund Frankfurt Friedrichshafen 20° 19° 19° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 20° 20° 24° London Mallorca New York 17° 27° 22° Orlando Ósló París 35° 18° 19° San Francisco Stokkhólmur 18° 20° 9° 5 m/s 10° 7 m/s 12° 6 m/s 10° 8 m/s 10° 6 m/s 7° 7 m/s 5° 7 m/s 8° 4° 8° 6° 3°
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.