Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 92
14. september 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 52
„Þarna verða eyjar, nunnur, höf og
hamraborgir og allt með gleðiríku
yfirbragði,“ segir Arnhildur Valgarðs-
dóttir píanóleikari um söng- og menn-
ingarveislu í Háteigskirkju annað
kvöld klukkan átta. Þar verður ljóða-
flokkurinn On this island, lög Brittens
við ljóð enska skáldsins W.H. Auden,
fluttur í fyrsta sinn opinberlega hér
á landi. Það eru þær Gréta Hergils
söngkona og Arnheiður Valgarðs-
dóttir píanóleikari sem syngja og spila.
Trausti Ólafsson, þýðandi og leiklistar-
fræðingur, ætlar að lesa nýja þýðingu
sína á ljóðaflokknum og enn fremur
þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á
ljóði Audens, Ferð til Íslands. Einnig
fá gestir að heyra Auden sjálfan lesa
upp hluta af ljóðinu á frummálinu.
Að loknum upplestrinum munu
Gréta og Arnhildur flytja nokkrar
af fegurstu söngperlum Páls Ísólfs-
sonar við kvæði Davíðs Stefánsson-
ar en margt í þeim kveðskap kallast
skemmtilega á við ljóðaflokk Audens
um eyjuna. Þess má geta að í ár eru
liðin 120 ár frá fæðingu Páls.
Dagskránni lýkur síðan með því að
Gréta syngur Hamraborg Sigvalda
Kaldalóns og Davíðs Stefánssonar.
Tónleikarnir eru í samstarfi við
Listafélag Háteigskirkju. Miðaverð er
fimmtán hundruð krónur og þúsund
fyrir öryrkja og eldri borgara. Börn
tólf ára og yngri fá ókeypis inn.
gun@frettabladid.is
Tenging Audens við Ísland
Í tilefni hundrað ára afmælis enska tónskáldsins Benjamins Britten efna sópran-
söngkonan Gréta Hergils og píanóleikarinn Arnhildur Valgarðsdóttir til tónleika í
Háteigskirkju annað kvöld, 15. september, klukkan átta.
BRITTEN-LIÐIÐ Arnhildur við nótnaborðið, Trausti les og Gréta syngur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við fráfall okkar ástkæra
GUNNARS GUÐRÖÐARSONAR
fyrrv. skólastjóra
Lerkihlíð 2, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir góða umönnun og hlýhug
Guðrún Nielsen
Karl Gunnarsson
Bergrún H. Gunnarsdóttir Gunnar Pálsson
barnabörn og langafabarn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR PÉTURSSON
Rafvirkjameistari
Aðalgötu 5, 230 Keflavík,
verður jarðsunginn mánudaginn 16.
september kl. 14.00 frá Keflavíkurkirkju.
Svava Agnarsdóttir
Svavar Garðar Garðarsson Guðlaug Björnsdóttir
Agnes Margrét Garðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
stjúpi, tengdafaðir, afi og langafi,
BENJAMÍN JÓHANNESSON
frá Hellissandi,
Melabraut 18, Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 16. september kl. 15.00.
Þóra Haraldsdóttir Óskar Ármannsson
Arngrímur Benjamínsson
Sverrir Benjamínsson Málfríður Sigurhansdóttir
Jóhannes Geir Benjamínsson Bryndís Bára Garðarsdóttir
Snjólaug Benjamínsdóttir Jón Þorberg Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg frænka okkar,
MARGRÉT JÓNA STEFÁNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Meistaravöllum 17, Reykjavík,
lést á heimili sínu 2. september. Útför hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Bjarney Guðjónsdóttir
Arndís Hilmarsdóttir
Heba Árnadóttir
Okkar ástkæra,
GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR
Asparfelli 4,
lést á heimili sínu fimmtudaginn
12. september síðastliðinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þorgeir Ingvason
Þorgeir Pétursson
Sturla Pétursson
Áki Pétursson
Sigrún Linda Þorgeirsdóttir
og fjölskyldur.
Elsku mamma okkar,
tengdamamma og amma,
JÓNHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR,
(JÓNA)
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð,
sem lést miðvikudaginn 4. september,
verður jarðsungin frá Örkinni í Kirkjulækjarkoti,
í dag, laugardaginn 14. september kl. 14.00.
Yngvi Guðnason Rebekka Jónasdóttir
Már Guðnason Anna Óskarsdóttir
Rebekka Guðnadóttir Ásgeir Rafnsson
Gunnar Rúnar Guðnason Anna Júlíana Þórólfsdóttir
G. Heiðar Guðnason Sigrún Drífa Annieardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
NANNA NAGTGLAS SNORRASON
áður Smáraflöt, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
11. september. Útför verður auglýst síðar.
Jón Karl Snorrason Þórey Jónsdóttir
Snorri Snorrason Guðrún Magnea Rannversdóttir
Helga Guðrún Snorradóttir Gísli Tryggvason
Haukur Snorrason Hadda Björk Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Syðra-Lóni,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann
8. september. Útförin fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 17. september kl. 15.00.
Guðmundur Ingvarsson
Aðalbjörg Ingvarsdóttir
Ingvar Ingvarsson
TÍMAMÓT
Málstofa um danska menningu og tungu á Grænlandi og Íslandi verður
haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins á morgun, sunnudag, og hefst
klukkan 15.30. Danski rithöfundurinn Kim Leine fjallar þar um kynni sín
af Grænlandi og áhrif danskrar tungu og menningar þar í landi og Auður
Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands, greinir frá dönskum
áhrifum á Íslandi. Umræður verða að loknum erindunum og allt fer fram á
dönsku.
Það er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við
Háskóla Íslands í samvinnu við Bókmenntahátíð í Reykjavík sem efnir til
málþingsins.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
MÁLSTOFA Í ÞJÓÐMINJASAFNINU
Áhrif danskrar tungu á menninguna
DÓSENT
Auður Hauks-
dóttir er
annar frum-
mælenda
málstofunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Gissur Páll, Kristján Jóhannsson,
Ný Dönsk, Ari Eldjárn, Regína Ósk,
Hreimur og Made in Sveitin, Páll
Óskar, Erna Hrönn og Pálmi Sigur-
hjartarson, Helgi Björnsson, Fjalla-
bræður, Hera Björk og fjölmargir fleiri
frábærir listamenn koma fram á tón-
leikum forvarna- og fræðslusjóðsins Þú
getur! í Hörpu annað kvöld, sunnudag.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og
hefur að markmiði að styrkja til náms
þá sem átt hafa við andleg veikindi að
stríða. Honum er líka ætlað að stuðla að
nýsköpun og bættri þjónustu við geð-
sjúka á sviði fræðslu og forvarna. Sjálf-
boðaliðar sjóðsins taka þátt í ýmsum
aðgerðum sem draga úr fordómum í
samfélaginu.
Fjármögnun sjóðsins er í höndum
bestu tónlistarmanna landsins sem
koma fram í sjálfboðavinnu á árlegum
styrktartónleikum. Að þessu sinni er
dagskráin óvenju fjölbreytt og glæsi-
leg svo allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi og um leið uppgötvað
annað nýtt.
Verndari tónleikanna er frú Vigdís
Finnbogadóttir. - gun
Blanda af því besta í tónlistinni
Tónleikar verða í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld, sunnudag, undir merkjum átaksins Þú getur!.
SÖNGFUGLAR Meðal þeirra sem koma fram
á tónleikunum í Hörpu annað kvöld eru hinir
myndarlegu Fjallabræður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA