Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 104

Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 104
14. september 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 Ensk-írska strákahljómsveitin One Direction nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Svo mikilla að hinn sjóðheiti Pharrell Williams hefur áhuga á að starfa með henni að næstu plötu hennar. Hljómsveitin varð til í sjónvarps- þáttunum The X Factor árið 2010. Þar lenti hún í þriðja sæti og gerði í framhaldinu útgáfusamning við Syco Records sem er í eigu dóm- arans Simons Cowell. Síðan þá hefur One Direction gefið út tvær plötur, Up All og Take Me Home sem hafa báðar notið fádæma vin- sælda. Sú þriðja er væntanleg í nóvember. Eins og tíðkast með flestar strákahljómsveitir eru það aðrir en meðlimirnir sem semja tón- list One Direction. Að auki voru það aðrir sem áttu frumkvæð- ið að stofnun hljómsveitarinnar, sem oftast nær er raunin þegar strákabönd eru annars vegar. Ólíkt öðrum breskum strákasveit- um hefur One Direction tekist að slá í gegn í Bandaríkjunum. Stærstu strákaböndin Strákabandið One Direction hefur slegið all- svakalega í gegn að undanförnu. Margar vinsælar strákahljómsveitir hafa komið fram á sjónarsviðið síðustu áratugina. New Kids on the Block reið á vaðið og síðan hafa margar fylgt á eft ir. NEW KIDS ON THE BLOCK Stofnuð: Boston í Bandaríkjunum 1984. Meðlimir: Jordan Knight, Jonathan Knight, Joey Mc- Intyre, Donnie Wahlberg og Danny Wood. Þekkt lög: Hangin´Tough, Step By Step og You Got It (The Right Stuff). Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur á toppinn bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Tvær smáskífur á toppinn í Banda- ríkjunum þrjár í Bretlandi. Læk á Facebook: 643 þúsund. Enn starfandi?: Já. Hætti árið 1994 en sneri aftur 2008. Staðreynd: Leikarinn Mark Wahlberg, bróðir Donnie, var eitt sinn í hljómsveitinni. BOYZ II MEN Stofnuð: Fíladelfía, Bandaríkjunum 1988. Meðlimir: Nathan Morris, Wanya Morris og Shawn Stockman. Þekkt lög: End of the Road, I´ll Make Love to You og On Bended Knee. Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur og fjórar smáskífur á toppinn í Bandaríkjunum. Læk á Facebook: 824 þúsund. Enn starfandi?: Já, en nú sem tríó. Fjórði meðlimurinn Michael McCary hætti árið 2003. Staðreynd: Lagið End of the Road sat í þrettán vikur á toppi bandaríska Billboard-listans. TAKE THAT Stofnuð: Manchester, Englandi 1991. Meðlimir: Gary Barlow, Howard Donald, Jason Orange og Mark Owen. Þekkt lög: Pray, Relight My Fire og Back For Good. Vinsældarlistar: Sex breiðskífur og ellefu smáskífur á toppinn í Bretlandi. Læk á Facebook: 1,7 milljónir. Enn starfandi?: Já. Hætti árið 1996 en sneri aftur 2005. Staðreynd: Robbie Wiliams hætti í Take That árið 1995 og hóf sólóferil. WESTLIFE Stofnuð: Sligo, Írlandi 1988. Meðlimir: Kian Egan, Mark Feehily, Shane Filan, Nicky Byrne og Brian McFadden. Þekkt lög: Swear It Again, If I Let You Go og Uptown Girl. Vinsældarlistar: Sjö breiðskífur á toppinn í Bretlandi og þrettán smáskífur. Læk á Facebook: 6,2 milljónir. Enn starfandi?: Nei. Hætti í fyrra. Staðreynd: 85 þúsund miðar á kveðjutónleika Westlife á Írlandi í fyrra seldust upp á fimm mínútum. ONE DIRECTION Stofnuð: London á Englandi 2010. Meðlimir: Niall Horan, Liam Payne, Harry Styles og Louis Tomlinson. Þekkt lög: What Makes You Beautiful og Live While We´re Young. Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur á toppinn í Bandaríkjun- um og ein í Bretlandi. Þrjár smáskífur á toppinn í Bretlandi. Læk á Facebook: 1,5 milljónir. Enn starfandi?: Já. Staðreynd: Plöturnar Up All Night og Take Me Home seldust samtals í tæplega níu milljónum eintaka í fyrra. BACKSTREET BOYS Stofnuð: Orlando, Bandaríkjunum 1993. Meðlimir: A. J. McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell. Þekkt lög: Quit Playing Games (With My Heart), Everybody (Backstreet´s Back) og I Want It That Way. Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur á toppinn í Bandaríkj- unum. Ein smáskífa á toppinn í Bretlandi. Læk á Facebook: 8,9 milljónir. Enn starfandi?: Já. Staðreynd: Söluhæsta strákaband sögunnar. Níu plötur hafa komist á topp tíu í Bandaríkjunum. ´N SYNC Stofnuð: Orlando, Bandaríkjunum 1995. Meðlimir: Lance Bass, JC Chasez, Joey Fatone, Chris Kirkpatrick og Justin Timberlake. Þekkt lög: Bye Bye Bye, It´s Gonna Be Me og Music of My Heart. Vinsældarlistar: Tvær breiðskífur af þremur á toppinn í USA. Ein smáskífa á toppinn í Bandaríkjunum. Læk á Facebook: 615 þúsund. Enn starfandi?: Já og nei. Hætti árið 2002 en spilaði reyndar óvænt á MTV-tónlistarverðlaununum í ágúst. Staðreynd: Lance Bass kom út úr skápnum í viðtali við tímaritið People árið 2006.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.