Fréttablaðið - 14.09.2013, Síða 110

Fréttablaðið - 14.09.2013, Síða 110
14. september 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 70 Evrópudraumur Blika er nánast dáinn BARÁTTA Úr leik Fram og ÍBV í gær sem ÍBV vann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í gær. Valur og Breiðablik skildu jöfn en ÍBV lagði Fram í Laugardalnum. Blikar hafa þar með svo gott sem misst af Evrópulestinni og munu þar af leiðandi ekki ná markmiðum sínum. ÍBV er komið upp að hlið Vals í deildinni en drengir Hermanns Hreiðarssonar hafa komið á óvart í sumar. - hbg visir.is Frekari umfjöllun um Pepsi-deildina FÓTBOLTI Deildarkeppnirnar í Evrópu fara á ný af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Félagaskiptaglugginn lokaði þann 2. september og þá voru leikmenn margir hverjir komn- ir til móts við sín landslið. Það verða því margir leikmenn í nýjum búningum um helgina. Sá dýrasti í sögunni Stærsta nafnið er án efa Gareth Bale en Real Madrid gekk frá kaupum á honum þann 1. septem- ber frá Tottenham Hotspur fyrir 85 milljónir punda. Hann varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögunni og samdi til sex ára við spænska stórveldið. Real Madrid heim- sækir Villareal í kvöld og gæti Wales-verjinn komið við sögu í þeim leik en beðið hefur verið eftir því með eftirvæntingu í allt sumar að Bale spili sinn fyrsta leik. Englandsmeistarar Man- chester United fóru ekki mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar en náðu samt sem áður að festa kaup á belgíska miðju manninum Marouane Fellaini frá Ever- ton þann 2. september. Félagið greiddi 27,5 milljónir punda fyrir hinn hárprúða Fellaini en liðið hefur sárlega vantað skap- andi miðjumann í fyrstu þrem- ur deildarleikjum liðsins á tíma- bilinu. United mætir Crystal Palace í fyrsta leik helgarinnar í hádeginu í dag. Búist er við því að Belginn verði í leik- mannahópnum og gæti jafnvel farið beint inn í byrjunarliðið. David Moyes, knattspyrnu- stjóri Manchester United, þekkir vel ti l leikmannsins þar sem hann stýrði Everton á árunum 2002-2013. Góður liðs- styrkur Everton náði að styrkja hópinn um tvo sterka leikmenn undir lokin en þeir Gareth Barry og Romelu Lukaku komu báðir t i l félagsins á láni út leiktíðina. Barry frá Manchester City og Lukaku frá Chel- sea. Barry gæti verið inni á miðjunni fyrir Everton gegn West Ham í dag og á hlut- verk hans eflaust að leysa Marouane Fel- laini af hólmi. Lukaku var á láni hjá West Bromwich Albion á síð- ustu leiktíð og skoraði þá sautján mörk með lið- inu. Forráðamenn Chel- sea hafa fengið fram- herjann Samuel Eto‘o frá Anzhi Makhachkala til liðsins og því ekki leng- ur pláss fyrir belgíska fram- herjann Lukaku. Eto‘o gæti því leik- ið á ný undir stjórn José Mourinho, knatt- spyrnustjóra Chel- sea, þegar liðið fær Fulham í heimsókn í dag. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók einn- ig upp veskið í upp- hafi mánaðar þegar hann festi kaup á Mesut Özil frá Real Madrid á 42,5 milljónir punda en stjórinn hafði verið harðlega gagnrýndur allt sumarið fyrir að styrkja ekki hópinn nægi- lega mikið. Þjóðverjinn gæti því hæglega komið við sögu þegar Arsenal mætir Sunderland á Leikvangi ljóssins í dag. Odemwingie snýr aftur Ólátabelgurinn Peter Odem- wingie gerði þriggja ára samn- ing við Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff en hann hefur ekki leikið knattspyrnuleik í átta mánuði en eins og frægt er orðið reyndi hann að komast inn á Loftus Road, heimavöll QPR, til að ganga sjálfur frá samning- um við félagið í janúar á þessu ári. Þá var leikmaðurinn samn- ingsbundinn West Bromwich Albion og lék ekki fleiri leiki fyrir félagið eftir atvikið. Framherjinn 32 ára gæti því verið í liði Cardiff er liðið mætir nýliðum Hull í dag. Stærsta fréttin í ítalska bolt- anum er líklega endurkoma Kaká til AC Milan. Brasilíski miðjumaðurinn hélt frá Mílanó til Real Madrid fyrir fjórum árum en náði sér aldrei á strik með þeim spænsku. Leik- maðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Mílanóliðið. Það er því spurning hvort þær 630 milljónir punda eða þeir 118 milljarðar íslenskra króna borgi sig, en það er upp- hæðin sem ensk félög eyddu í leikmenn í sumarglugganum í ár. Standa menn undir nafni á frumsýningar helgi? stefanp@365.is Frumsýningarhelgi í Evrópu Nýjar stjörnur ganga inn á völlinn hjá knattspyrnuliðum víða í Evrópu um helgina. Má þar nefna dýrasta leikmann sögunnar, Gareth Bale, og Þjóðverjann Mesut Özil. Munu þeir standa undir væntingum? 11.45 Man. Utd - Crystal Palace Sport 2 14.00 Fulham - WBA Sport 14.00 Sunderland - Arsenal Sport 2 14.00 Hull - Cardiff Sport 3 14.00 Tottenham - Norwich Sport 4 14.00 Stoke - Manchester City Sport 5 14.00 Aston Villa - Newcastle Sport 6 16.30 Everton - Chelsea Sport 6 18.00 Barcelona - Sevilla Sport 20.00 Villareal - Real Madrid Sport 3 20.00 Euro Fight Night Sport 01.00 Mayweather - Canelo Álvarez Sport Sunnudagur 13.00 Stjarnan - Breiðablik Sport 15.00 Southampton - West Ham Sport 2 17.00 KR - Fylkir Sport 15.05 Magdeburg - Füchse Berlin Sport MESUT ÖZIL Sá dýrasti í sögu Arsenal. MAROUANE FELLAINI Á að leysa miðju- vandræðin. NORDICPHOTOS/GETTY SAMUEL ETO‘O Vill vinna aftur með Jose Mourinho. NORDICPHOTOS/GETTY £42.500.000 £27.500.000 Á frÁlsri sÖlu PEPSI DEILDIN 2013 STAÐAN KR 17 14 1 2 41-18 43 FH 19 12 4 3 38-19 40 Stjarnan 19 12 4 3 31-18 40 Breiðablik 18 9 6 3 28-20 33 Valur 18 6 8 4 34-26 26 ÍBV 18 7 5 6 22-20 26 Fylkir 19 5 5 9 27-27 20 Keflavík 19 6 2 11 25-40 20 Fram 19 5 4 10 23-32 19 Þór 19 4 5 10 26-41 17 Víkingur Ó. 19 2 8 9 15-28 14 ÍA 18 2 2 14 25-46 8 Mörkin: 1-0 Magnús Már Lúðvíksson, víti (22.), 1-1 Árni Vilhjálmsson (41.) Valur (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 7 - Jónas Tór Næs 6, Magnús Már Lúðvíksson 6, Matarr Jobe 5, Bjarni Ólafur Eiríksson 5 - Andri Fannar Stefáns- son 5, Daniel Racchi 5, Indriði Áki Þorláksson 5 - Kristinn Freyr Sigurðsson 4 (72. Sigurður Egill Lárusson -), Lucas Ohlander 4 (89. Arnar Sveinn Geirsson -), Patrick Pedersen 5 (83. Matthías Guðmundsson -). Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Gísli Páll Helgason 5, Sverrir Ingi Ingason 7*, Elfar Freyr Helgason 5, Kristinn Jónsson 6 - Andri Rafn Yeoman 6, Tómas Óli Garðarsson 5, Guðjón Pétur Lýðsson 6 - Ellert Hreinsson 4 (75. Arnar Már Björgvinsson -), Viggó Kristjánsson 5 (83. Olgeir Sigurgeirsson -), Árni Vilhjálmsson 6. Skot (á mark): 8-13 (2-4) Horn: 5-6 Varin skot: Fjalar 3 - Gunnleifur 1 1-1 Vodafone- völlur, 677 Erlendur Eiríksson (8) Mörkin: 0-1 Matt Garner (32.). Fram (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Jón Gunnar Eysteinsson 4, Alan Lowing 5, Halldór Arn- arsson 4 (80., Aron Þórður Albertsson - ), Halldór Hermann Jónsson 5 (69., Kristinn Ingi Halldórsson 6 ) - Orri Gunnarsson 5, Viktor Bjarki Arnarsson 3, Samuel Hewson 5 - Almarr Ormarsson 7, Haukur Baldvinsson 3 (46. Aron Bjarnason 7 ), Hólmbert Aron Friðjónsson 6. ÍBV (4-4-2): Guðjón Orri Sigurjónsson 7 - Arnór Eyvar Ólafsson 5, Brynjar Gauti Guðjónsson 7*, Eiður Aron Sigurbjörnsson 6, Matt Garner 6 - Ian David Jeffs 5, Gunnar Þorsteinsson 5, Tonny Mawejje 4, Víðir Þorvarðarson 5 (69., Gunnar Már Guðmundsson 6 ) - Aziz Kemba 5 (80., Ragnar Pétursson - ), Aaron Spear 6 (84., Bjarni Gunn- arsson - ). Skot (á mark): 13-5 (4-1) Horn: 4-7 Varin skot: Ögmundur 0 - Guðjón 4 0-1 Laugardals- völlur Þóroddur Hjaltalín (6) EVRÓPUKEPPNIN FYRRI LEIKUR HAUKAR - OCI LIONS 36-33 Haukar - Mörk (skot): Sigurbergur Sveinsson 12/3 (19/3), Árni Steinn Steinþórsson 7 (12), Tjörvi Þorgeirsson 6 (10), Þröstur Þráinsson 3/1 (3/1), Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 (5), Þórður Rafn Guð- mundsson 2 (3), Elías Már Halldórsson 2 (5), Einar Pétur Pétursson 1 (1), Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 8 (23, 35%), Giedrius Morkunas 5 (23/3, 22%), Hraðaupphlaup: 5 (Sigurbergur, Árni Steinn 2, Elías Már, Einar Pétur) Fiskuð víti: 4 (Sigurbergur, Árni Steinn 2, Jón Þ. ) Utan vallar: 4 mínútur. OCI Lions - Mörk (skot): Marko Pejovic 6 (6), Tim Mullens 5 (6), Joris Baart 5 (9), Serge Heijnen 4 (4), Roel Adams 4 (7), Martijn Meijer 3/3 (5/3), Luc Steins 2 (2), Joeri Verjans 1 (1), Tim Krijntjes 1 (1), Dylan Vossen 1 (2), Marco Vernooy 1 (2), Ivo Steins (1), Alan Van De Wall (2), Varin skot: Luuk Hoiting 16 (52/4, 31%), Hraðaupphlaup: 3 ( Serge 2, Dylan) Fiskuð víti: 3 (Marko, Tim, Roel ) Utan vallar: 2 mínútur. FÓTBOLTI Knattspyrnudeild KV, Knattspyrnufélags Vesturbæjar, var í gær sektað um 25 þúsund krónur vegna ummæla leikmanns félagsins á Twitter-samskiptamiðl- inum. Jón Kári er fyrsti leik- maðurinn á Íslandi sem er dæmdur fyrir ummæli á Twitter. Áður hafði Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar Víkings, verið dæmdur fyrir ummæli á Twitter og félag hans sektað vegna ummælanna. Það var Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sem vísaði málinu inn á borð aganefndar sem síðan sektaði KV. „Það er álit aga- og úr- skurðarnefndar KSÍ að ummæli Jóns Kára hafi verið óviðeigandi og með þeim hafi Jón Kári skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu,“ segir á vef KSÍ. Jón Kári vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið en sagðist þó vera ósáttur við niðurstöðuna. - hbg Dæmdur fyrir ummæli á Twitter SPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.