Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 2
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 L A N G A N E S Þórshöfn Eiðisvík Bakkafl ói Helluland FIN NA FJÖ RÐ UR SKIPULAGSMÁL Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðar- hrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbygg- ingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrir tækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipa- hafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunar- áhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipu- lagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitar- stjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rann- sóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrir tæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtækni- rannsóknum. Áætlað er að rann- sóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskip- unarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunar höfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. haraldur@frettabladid.is Síðasti bóndinn gegn risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. Á MÓTI STÓRSKIPAHÖFN Reimar Sigurjónsson og Dagrún Þórisdóttir, bændur á Felli í Finnafirði. MYND/ANÍTA REIMARSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Tæplega tvítugur erlendur maður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá mánudeginum 9. september eftir að hann var tekinn í flugstöð Leifs Eiríkssonar með fíkniefni innvortis. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Þýska- landi sunnudaginn 8. september síðastliðinn og við hefðbundið eftirlit tollgæslu vaknaði grunur um að hann væri með fíkniefni innvortis. Það stóð heima – eftir að hann var handtekinn skilaði hann af sér pakkningum sem innihéldu samtals rúmlega hálft kíló af kókaíni. Að sögn Guðmundar Baldurssonar hjá lögreglunni á Suðurnesjum hefur ekkert komið fram við rann- sókn málsins um að maðurinn hafi tengsl við Ísland. Þá hefur enginn annar verið handtekinn vegna máls- ins enn sem komið er. Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt í gær. - sh Ungur fíkniefnasmyglari handtekinn í Leifsstöð við komuna frá Þýskalandi: Tekinn með kókaín innvortis LEIFSSTÖÐ Tollverðir í flugstöðinni áttuðu sig á því að mað- urinn væri hér í misjöfnum erindagjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERÐLAUN Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum á alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9 til 12 ára. Hann hlaut að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Forseti Íslands afhenti Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni, þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar,“ segir Kjartan. - ebg Hannaði tölvuleik og sigraði alþjóðlega forritunarkeppni: Megum ekki menga vatnið okkar ÁNÆGÐUR Kjartan tók við verðlaununum í Melaskóla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AKUREYRI Ekkert verður af því að viðburðurinn „Dirty Night“ fari fram í Sjallanum á Akureyri um helgina eftir að Jafnréttis- stofa gerði athugasemdir við það. Akureyri Vikublað greindi frá þessu í gær. Jafnréttisstofa beindi þeirri ábendingu til Sjallans að auglýs- ingar um viðburðinn gætu verið brot á 29. grein jafnréttislaga. Í auglýsingum á Facebook sagði að meðal þess sem boðið yrði upp á væri undirfatasýning, dansbúr og glaðningur fyrir konur í leðri. - bl Jafnréttisstofa var ósátt: Sjallinn hættir við Sóðakvöld HEILBRIGÐISMÁL Félagsráðgjafa- félags Íslands fagnar því að leitað sé lausna á vanda lyflækninga- sviðs Landspítala, eins og heil- brigðisráðherra og forstjóri spítal- ans tilkynntu um í síðustu viku. Í tilkynningu frá félaginu segir að félagsráðgjafar þekki vel til úrræðaleysisins í kerfinu. „Við tökum undir með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að það sé löngu tímabært að endurskilgreina verk- svið allra heilbrigðisstétta til að nýta verksvið og þekkingu hverrar stéttar til fullnustu.“ - bl Félagsráðgjafafélag Íslands: Fagna því að leitað sé lausna Einar, var osturinn of mikið af hinu góða? „Nei, nei. Góðosturinn er íslenskur.“ Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir mistök hafa valdið því að svissneskur Gruyère-ostur sem MS pantaði til landsins hafi verið of ungur og ekki staðist reglugerð. FRAMKVÆMDIR „Menn komu fram miklum drengskap á báða bóga í gær. Menn handsöluðu samkomulag að viðstöddum lögregluvarðstjóra og það var tekið upp á myndband. Ég treysti því fullkomlega að samkomu- lag sem við náðum við verktakann haldi,“ segir Ómar Ragnarsson, félagi í Hraunavinum. Sátt hefur tekist á milli verktaka nýs vegar í Gálga- hrauni á Álftanesi og Hraunavina sem stöðvuðu fram- kvæmdir í gærmorgun. Sáttin felst í því að verk- takinn, ÍAV, mun hverfa frá framkvæmdum í sjálfu Gálgahrauni en þess í stað snúa sér að öðrum fram- kvæmdum sem ekki hafa óafturkræf áhrif í hrauninu. Ómar segir að ekki séu fyrirhugaðar frekari fram- kvæmdir í Gálgahrauni fyrr en eftir helgi. Hrauna- vinir ætla engu að síður að fylgjast grannt með stöðu mála og verða á vakt, dag og nótt, næstu daga. Hraunavinir fóru á fund vegamálastjóra í gær og óskuðu þess að framkvæmdum yrði frestað þar til niður staða væri komin á lögbannskæru sem lögð hefur verið fram vegna framkvæmdanna. Vegamála- stjóri hafnaði beiðni Hraunavina. „Svar vegamálastjóra var athyglisvert. Ég spurði hann hvort hann hefði hugsað út í það hvað myndi gerast ef Vegagerðin réðist í framkvæmdir en tapaði svo málinu. Vegamálastjóri sagðist ekki hafa velt því fyrir sér. Hann telur sig með unnið mál í hönd- unum,“ segir Ómar. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort lögbannskrafa Hraunavina nær fram að ganga. - jme, jjk Hraunavinir og ÍAV ná samkomulagi um frestun framkvæmda Menn komu fram af drengskap STÖÐVAÐAR Ómar segist treysta því að samkomulagið við verktakana standi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTAMÁL Boðið verður upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga í grunnskólum Reykja- víkur í haust. Sýningarnar verða í Bíói Paradís. Meðal kvikmynda sem verða sýndar er franska teiknimyndin Ernest og Celestína sem byggir á samnefndum teiknibókum eftir Gabrielle Vincent, heimildar- mynd um rússnesku pönksveitina Pussy Riot og verðlaunamyndin Lífið er dásamlegt (La Vita e Bella) eftir Roberto Benigni. - vg Nemendur fara í bíó: Börn frædd um Pussy Riot SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA pizzaostur á tilboði Þú finnur girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is tilboð Við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta. Reimar Sigurjónsson, bóndi í Finnafirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.