Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 26
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Lengri útgáfu greinarinnar má sjá á Vísi. visir.is Málefni Landspítalans hafa verið í umræðunni að undanförnu. Nú er að koma í ljós að sá niður- skurður sem stjórnendur spítalans hafa hrósað sér af hefur komið niður á líðan og starfsánægju starfsfólksins. Yfirlæknir krabbameinslækninga til fimm ára hættir störfum þegjandi og hljóðalaust, eftir eru læknar sem vart ráða fram úr daglegum verkefnum. Starfandi yfirlæknir á krabba- meinsdeildinni hefur sagt að erlendis séu tólf krabbameinslæknar en þeir hugsi sér ekki að koma heim. Hvernig stendur á því að sérfræð- ingar hætta og læknar í sérnámi hafa ekki áhuga á að koma heim? Það er falleinkunn fyrir þá sem stýra heilbrigðismálum. Þessi þróun var engu að síður fyrirséð og er ekki séríslenskt vandamál. Fólk nær hærri aldri en áður og læknis fræðinni hefur fleygt fram þannig að fólk lifir lengur með hina ýmsu kvilla. Starfsánægjukannanir LSH hafa sýnt að margir sérfræðingar spítalans hugsa oft um að hætta og starfsánægja þeirra og ung- lækna er lítil. Stjórn spítalans hefur ekki reynt að bregðast við niðurstöðum þessara kannana og því mætti spyrja; Hví er verið að kosta til mikilvægra kannana ef það á að hundsa niðurstöðurnar og stinga þeim undir stól? Ekki teljast slík vinnubrögð góð vís- indi í læknisfræðilegri rannsókn. Uggvænleg þróun Stjórn Læknaráðs Land spítalans hefur lengi haft áhyggjur af þessari uggvænlegu þróun. Á síðasta vetri var efnt til funda vegna ofangreindra málefna. Í byrjun sumars sendi stjórnin frá sér ályktun þegar til stóð að ráða fjölda læknanema í störf unglækna og auka álag á sérfræðinga spítalans sem þegar eru störfum hlaðnir. Nú í september sendum við aftur frá okkur ályktun þar sem skorað var á yfirvöld spítalans að finna lausnir á margþættum vanda lyflækningasviðs í samráði við lækna sviðsins. Stjórn Lækna- ráðs hefur verið með puttann á púlsinum og fundað með milli- stjórnendum og heyrt í læknum sem vinna á gólfinu. Okkur er ljóst að margir sérfræðingar íhuga að hætta störfum vegna álags og óánægju í vinnunni en geta samt sem áður sjúklinganna vegna, ekki hugsað sér það. Við höfum setið fundi á lyflækningasviði og hlustað á sérfræðinga og deildarlækna lýsa ástandi sem stundum virðist eiga betur við í „ER“ sjónvarps- læknaseríu en ekki á sjúkrahúsi í Reykjavík árið 2013. Eftir að sviðum LSH var fækkað hafa sviðstjórar og stjórnendur fjarlægst fólkið sem vinnur læknisstörfin. Gjá er á milli stjórnenda og fólksins á gólfinu. Til að laga þetta þarf að leyfa læknum sjúkrahússins að vera með í ákvörðunum sem snerta skipulag og starf deilda. Tryggja þarf að unglæknar séu ekki settir í þá stöðu að ráða ekki við þau verkefni sem fyrir þeim liggja og að ekki sé staðið við bakið á þeim. Það vekur spurn- ingar um öryggi sjúklinga okkar. Hjálpumst að Viðbrögð ráðherra munu létta á álagi sviðsins sem felst í því að sjúklingar sem þegar hafa hlotið meðferð á sjúkrahúsinu fái í önnur hús að vernda. Efla þarf heilsugæsluna og koma í veg fyrir að til spítalans leiti fólk sem á frekar heima þar. Reyndar hafa læknar í heilsu- gæslunni stigið fram og lýst yfir ástandi þar vegna mann- eklu. Þar liggur rót vandans. Auka þarf fjármagn til að hægt sé að greiða íslenskum læknum samkeppnishæf laun. Hér er um pólitíska ákvörðun að ræða sem er ekki á valdi stjórnenda heil- brigðisstofnana. Því mun reyna á alþingismenn í náinni framtíð við að forgangsraða. Þurfum við Íslendingar gat í Vaðlaheiði eða fínt fangelsi fyrir afbrotamenn, hvað þá sendiráð víða um heim á tækniöld? Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur boðað til almenns læknaráðsfundar á föstudag. Forstjóri spítalans mun taka til máls ásamt prófessor, sérfræðingi og unglækni. Vil ég hvetja alla þá lækna sem komast frá vinnu sinnar vegna að mæta og taka þátt í málefnalegri umræðu. Staðan er svona og okkur ber að snúa bökum saman við að leysa margþættan vanda. Auka þarf starfsánægju lækna Landspítalans því aðeins þannig fáum við yngri lækna til starfa með okkur. Ánægðir deildar- læknar og aðstoðar læknar hafa góð áhrif á læknanema sem nú nema við Háskólann og verða unglæknar áður en langt um líður. Keðjan verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn sem nú er við það að slitna. Við í stjórn Læknaráðs munum ekki bregðast þeirri skyldu okkar að vinna að farsælli lausn mála. Hjálpumst að við að gera Land- spítalann að eftirsóknarverðum vinnustað, sjúklinga okkar vegna. Læknaráð Landspítalans leitar lausna ➜ Stjórn Læknaráðs Land- spítalans hefur boðað til almenns læknaráðsfundar á föstudag. Forstjóri spítalans mun taka til máls ásamt prófessor, sérfræðingi og unglækni. Vil ég hvetja alla þá lækna sem komast frá vinnu sinnar vegna að mæta og taka þátt í málefnalegri umræðu. HEILBRIGÐIS- MÁL Ebba Margrét Magnúsdóttir varaformaður stjórnar Læknaráðs Landspítala og sérfræðilæknir á kvennadeild LSH. ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur l íkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir h jarta og æ ðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.