Fréttablaðið - 19.09.2013, Síða 27
FIMMTUDAGUR 19. september 2013 | SKOÐUN | 27
Leynt hefur farið bréf
sem Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins kom
á framfæri við Sigmund
Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra og Bjarna
Benediktsson fjármála-
ráðherra. Í bréfinu segir
svo í íslenskri þýðingu:
„Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins fer
þess hér með á leit við
íslensku ríkisstjórnina
að samningaviðræður þær, sem
legið hafa niðri um nokkurt skeið
milli ríkisstjórnar lýðveldisins
Íslands og Framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, verði hafnar
að nýju. Framkvæmdastjórnin
tekur fram, að það er þó ekki vilji
Framkvæmdastjórnarinnar að lýð-
veldið Ísland tengist Evrópusam-
bandinu nánar en þegar er orðið
enda er það stefna Framkvæmda-
stjórnarinnar að viðræðurnar leiði
ekki til þess að Ísland gerist aðili
að Evrópusambandinu. Hvað er að
tarna? Er Baroso endanlega orðinn
vitlaus eða er verið að gera grín
að hinni frjálsu og yfirtaks sjálf-
stæðu íslensku þjóð?
Þjóðsaga?
Getur það verið að það sé þjóð-
saga að slíkt bréf hafi borist? En
skyldu Sigmundur Davíð og Bjarni
– já og Davíð hinn ekki hafa orðið
skrýtnir í framan ef svo væri?
Nú eða Þorsteinn Pálsson
og Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir? Ef ESB vildi halda
viðræðunum áfram þó
tekið sé fram að enginn sé
vilji til þess á þeim bænum
að viðræðunum ljúki með
jákvæðri afgreiðslu heldur
þvert á móti! Skyldi finn-
ast í heimssögunni dæmi
um slíkar bréfasendingar
í diplómatíunni? Nei, ekki
svo vitað sé. Samt vilja
heiðarlegir og skynsamir sjálf-
stæðismenn að sambærilegt bréf
berist frá ríkisstjórn Íslands með
ósk um áframhaldandi viðræður
jafnvel þó ekki bara ríkisstjórnin
sjálf heldur báðir stjórnarflokk-
arnir séu alfarið á móti því að við-
ræðurnar leiði til þess að Ísland
gerist aðili að ESB! Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn hafa ekki bara báðir þá afdrátt-
arlausu stefnu heldur kröfðust
þess meira að segja; a.m.k. lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins; að
Evrópustofu yrði lokað og starfs-
mönnum hent úr landi. Andúðin er
slík, að gamalkunna Rússahatrið
kemst ekki með tærnar þar sem
ESB-andúðin er með hælana.
Þetta studduð þið!
Mér dettur ekki í hug að efa, að
margir góðir Sjálfstæðismenn;
þ.á.m. forystumenn í íslensku
atvinnulífi; vildu og vilja í ein-
lægni ljúka samningaviðræðum
við ESB í þeirri von að þær leiði
til jákvæðrar niðurstöðu til
heilla og hagsbóta fyrir íslensku
þjóðina. Þeir greiddu hins vegar
atkvæði þannig í síðustu kosning-
um, að slíkt getur nú ekki orðið.
Það gerðu þeir vitandi vits. Þeim
var nær! Halda þeir virkilega
að Davíð muni leyfa að ósk um
áframhaldandi viðræður berist
frá núverandi stjórnvöldum.
Nei, vinir góðir. Slíkt erindi
berst ekki á þessu kjörtímabili.
Og mun ekki berast á því næsta
nema þið kjósið öðruvísi þá en þið
gerðuð síðast. Með atkvæði ykkar
öxluðuð þið ábyrgð á vegferðinni.
Þið vissuð vel hvað þið voruð þá
að gera – en gerðuð það samt!
Ykkur var nær!
Leynibréfi ð – eða þannig sko
Á undanförnum
á r u m og á
undraskömmum
t í m a h e f u r
mikill árangur
náðst í baráttu
fyrir réttindum
ýmissa minni-
hlutahópa og
annarra sem
búið hafa við
misrétti af ýmsu
tagi. Fullnaðar-
sigur vinnst varla í slíkum málum
en stór skref hafa verið stigin í
réttindabaráttu samkynhneigðra
og annarra sem vilja skilgreina
kynferði sitt á annan hátt en hinn
algengasta. Þótt tölur um launa-
misrétti sýni að enn vantar á jafn-
rétti kynjanna hefur þó fjölmargt
áunnist, og eitt af því er að hvers
konar kynferðislegt ofbeldi, sem
einkum hefur bitnað á konum,
hefur verið dregið fram í dags-
ljósið og fordæmt. Þessu er sjálf-
sagt að fagna.
Það skýtur skökku við þegar
ýmsir þeirra sem vasklega hafa
barist í slíkum málum telja eðli-
legt að nota nýfengið frelsi til að
banna eða reyna að hindra tján-
ingar- og samskiptafrelsi þeirra
sem ekki hugsa á sama hátt og
þeir sjálfir eða hafa einhvern tíma
brotið gegn þeim siðareglum sem
við viljum hafa í hávegum. Reynt
er að banna tjáningu þeirrar
hugsunar sem ekki er „rétt“ eða
frá „réttum“ komin. Þessir von-
andi litlu en ekki áhrifalausu
hópar vilja t.d. banna biskupi
þjóð kirkjunnar að tala við aðra
kristna menn ef þeir eru enn
fastir í gömlum hugsunarhætti,
halda fram skoðunum sem barist
hefur verið gegn með árangri.
Enginn getur þó efast um að orð
biskups muni einkennast af góð-
vild og víðsýni. Svo vilja menn
banna reyndum stjórnmálamanni
og góðum kennara að miðla stúd-
entum af mikilvægri reynslu sinni
í stjórnmálum vegna fortíðar sem
er kennsluefninu öldungis ótengd.
Varðstaða um „rétthugsun“ er
ranghverfa baráttu fyrir réttlæti.
„Ranghugsun“ á að mæta með rök-
ræðu en ekki banni. Þar sem frjáls
hugsun á að ríkja er hættulegt að
beygja sig fyrir kröfunni um hina
réttu hugsun. Réttlæting undan-
látsseminnar kallar fram moðreyk
eins og dæmin sanna.
Frelsi – til
að banna?
EVRÓPUMÁL
Sighvatur
Björgvinsson
fv. ráðherra
➜ Skyldi fi nnast í heims-
sögunni dæmi um slíkar
bréfasendingar í diplómatí-
unni? Nei, ekki svo vitað sé.
SAMFÉLAG
Vésteinn
Ólason
fv. prófessor við HÍ
Gildir meðan birgðir endast.
LEGO TILBOÐ
882803vnr. 1999kr
verð á ur ð 2789
869786vnr. 7999kr
verð á urð 16999
2v 87169nr. 2699kr
verð á ur ð 3499
882804vnr. 1999kr
verð á urð 2789
vn 882802r. 1999kr
verð á ur ð 2789