Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 37
| FÓLK | 5
Baugar fylgja gjarnan hækkandi
aldri. Erfðir hafa sömuleiðis
sitt að segja sem og líðan og
lifnaðarhættir.
EFTIRFARANDI ÞÆTTIR GETA
HAFT ÁHRIF Á BAUGAMYNDUN:
■ Líkamlegt og tilfinningalegt
álag, slæmt mataræði, reyk-
ingar og óhófleg drykkja.
■ Stíflað nef getur gert það að
verkum að æðar undir augum
tútna út og dökkna.
■ Sólböð gera það að verkum
að húðin virkar frísklegri um
sinn. Til lengdar leiða þau
þó til þess að líkaminn fram-
leiðir meira melanín sem
dekkir húðina, meðal annars í
kringum augun.
■ Með aldrinum þynnist húðin.
Auk þess dregur úr fitu- og
kollagenframleiðslu sem gerir
það að verkum að æðarnar
undir augunum verða sýni-
legri.
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
■ Kælið augnsvæðið. Haldið
kaldri skeið upp við augað.
Eins er hægt að prófa kælda
notaða tepoka, agúrkusneiðar
eða annan kælibakstur.
■ Sofið með hátt undir höfði
til að draga úr vökvasöfnun
undir augum.
■ Gætið þess að sofa vel og
reglulega. Svefnleysi veldur
ekki baugum í sjálfu sér en
svefnlausir eru hins vegar oft
fölir, sem undirstrikar dökka
litinn undir augunum. Þá geta
baugarnir virkað dýpri en
ella eftir margar svefnlausar
nætur.
■ Notið saltvatnslausn eða nef-
dropa til að losa nefstíflu.
■ Notið sólgleraugu til að draga
úr áhrifum sólar á augn-
svæðinu.
■ Berið serum á augnsvæðið.
Snyrtivöruframleiðendur
keppast við að framleiða
vörur fyrir augnsvæðið en
serum, sem inniheldur mun
hærra hlutfall næringarefna
en krem, þykir bera mestan
árangur.
■ Notið réttan hyljara. Ef baug-
arnir eru bláleitir ætti að nota
ferskjulitaðan hyljara, ekki
ljósan eða grátóna.
■ Notið ætíð ofnæmisprófaðar
vörur á jafn viðkvæm svæði
og augun. Aðrar vörur geta
valdið, kláða, pirringi, roða og
bólgum, sem hefur slæm áhrif
á bauga.
Heimild: www.mayoclinic.com
RÁÐ GEGN BAUGUM
Djúpir baugar og dökkir hringir í kringum augun gera lítið fyrir útlitið. Ýmsar
ástæður eru fyrir baugamyndun og ýmislegt er til ráða.
ALDUR, LÍÐAN OG LIFNAÐARHÆTTIR Vissir þú að stíflað nef getur ýtt undir
baugamyndun?
Eitt frægasta hús Bandaríkjanna, setur tískuhönnuðarins Gianni
Versace í Miami, hefur verið selt. Versace var myrtur á tröpp-
unum fyrir utan höfðingjasetrið árið 1997. Þremur árum síðar
seldi fjölskylda hans húsið auðjöfrinum Peter Loftin. Húsið hefur
síðustu ár verið notað sem einkaklúbbur. Loftin fór á hausinn
fyrir nokkru og hefur í þó nokkurn tíma reynt að selja húsið.
Upphaflega óskaði hann eftir 125 milljónum dollara (15 milljörð-
um króna) fyrir húsið en fljótlega var verðið lækkað. Á uppboði
nýlega var það síðan selt fyrir 41,5 milljónir dollara eða um fimm
milljarða íslenskra króna.
Kaupandinn er fjárfestingafyrirtæki á vegum Nakash-fjöl-
skyldunnar sem stjórnar Victor-hótelinu sem stendur næst setri
Versace. Boði þeirra var tekið en það var örlítið hærra en boð
auðjöfursins Donalds Trump sem einnig ásældist eignina.
Steven Nakash sagði fjölskylduna hafa beðið lengi eftir að
eignast húsið. „Þetta er afar sérstakt hús enda taka fleiri myndir
af því utanverðu en af Hvíta húsinu enda getur fólk ekki farið
inn í það. Við viljum leyfa fólki að koma inn og sjá,“ segir hann
en líklegt er að húsinu verði breytt í hótel og að öllum líkindum
verður hönnuðinum sáluga gert hátt undir höfði í hönnuninni.
Versace keypti húsið árið 1992 fyrir minna en þrjár milljónir
Bandaríkjadala (um 360 milljón krónur). Hann eyddi hins vegar
33 milljónum dollara (um fjórum milljörðum króna) í að gera
það upp. Versace var þekktur fyrir íburðarmikinn smekk og bar
heimili hans í Miami því vitni. Setrið er í miðjarðarhafsstíl fjórða
áratugarins. Í því eru tíu svefnherbergi, ellefu baðherbergi og
sundlaug húðuð 24 karata gulli. Í húsinu eru freskur á veggjum,
ítalskur marmari og gull- og marmaraskreytt salerni.
HÚS VERSACES SELT
ð 9.990 kr.-
rauðar
silfurlitaðar
brúnar
bláar
svart
ar
appelsínugular
Vinsælu Dúnúlpurnar
komnar aftur
OHO / MARKET
FACEBOOK
Ver
S
Á
Grensásvegur 8 - sími 553 7300 - Opið mán-fim 12-18 — fös. 12-19 — lau. 12-17
Save the Children á Íslandi