Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 46
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Myndlistarmaðurinn Haraldur
Sigmundsson opnar sýningu í
Eiðisskeri, sýningarsal Seltirn-
inga í Bókasafninu á Eiðistorgi,
í dag fimmtudaginn 29. ágúst
klukkan 17.
Sýning Haraldar nefnist Remb-
ingur, en dropastíll er hugtak
sem myndlistarmaðurinn notar
yfir þá aðferð sem hann beitir
við gerð verka sinna. Rauði
þráðurinn í sýningu Haraldar
er háðsádeila á íslenskt sam-
félag. Þannig bera verkin heiti
eins og Draumalandið, Íslenski
einhyrningurinn, Þjóðarfjallið,
Fyrirheitna landið og Föðurland
pabba.
Haraldur er fæddur árið 1980.
Hann hefur haldið einka sýningar
og tekið þátt í mörgum sam-
sýningum. Haraldur lauk B.A.-
gráðu í myndlist frá Listaháskóla
Íslands árið 2009 og M.Art.Ed.-
gráðu í listkennslu árið 2011 frá
sama skóla. Hann starfar nú sem
myndmenntakennari í Krika-
skóla í Reykjavík.
Á námsárum sínum fékkst
Haraldur aðallega við teikni-
myndamiðilinn en á síðustu árum
hefur hann snúið sér meira að
málun og gerð þrívíðra verka þar
sem hann þekur striga eða til-
búna hluti með þykkum akrýllit-
um sem sprautað er úr poka með
rjómasprautustút. Droparnir
eru fíngerðir, þeir fletjast út þar
sem þeir snerta flötinn en mynda
toppa efst. Þannig öðlast verkin
öll þrívíða eiginleika með skugg-
um, dýpt og hreyfingu.
Háðsádeiluverk á sýningunni Rembingur úti á Nesi
Myndlistarmaðurinn Haraldur Sigmundsson opnar sýningu í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á Eiðistorgi, í dag.
REMB-
INGUR
Haraldur
Sigmunds-
son notar
hugtakið
dropastíl yfir
þá aðferð
sem hann
beitir við
gerð verka
sinna.
Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður
og Magnea Einarsdóttir fata-
hönnuður kynna verkefni sín á
fyrsta fyrirlestri Hönnunarmið-
stöðvar í vetur. Fyrirlesturinn
fer fram í Hafnarhúsinu í kvöld,
fimmtudaginn 19. september,
klukkan 20, en þeim Þórunni og
Magneu var á dögunum boðið að
taka þátt í norrænni kynningar-
dagskrá hönnuða sem haldin var í
Berlín dagana 1. til 3. september.
Þórunn Árnadóttir útskrifaðist
úr vöruhönnun frá Listaháskóla
Íslands árið 2007. Árið 2011 lauk
hún MA-námi í vöruhönnun frá
Royal College of Arts í London.
Hún hefur starfað sjálfstætt sem
vöruhönnuður síðustu árin og
meðal annars getið sér gott orð
fyrir verkin Sasa Clock, Pyro Pet
og Berg. Nýverið voru Þórunni gerð
skil í hönnunartímaritinu Icon sem
einni af fimmtíu áhugaverðustu
hönnuðum sinnar kynslóðar í heim-
inum.
Magnea Einarsdóttir útskrifaðist
frá Central Saint Martins College of
Arts and Design árið 2012. Í skólan-
um lærði Magnea fatahönnun með
áherslu á prjón. Hún hefur einnig
stundað nám í Parsons Paris School
of Design. Í fyrra lenti Magnea í
öðru sæti í fatahönnunar keppninni
Muuse x Vogue Young Talents.
Verðlaunin fékk hún fyrir
útskriftarverkefni sitt sem var
fatalína. Í kjölfarið hefur Magnea
hannað aðra fatalínu í samstarfi
við Muuse x sem hefur verið sýnd
á tískuvikunum í London og Kaup-
mannahöfn. Haust- og vetrarlína
Magneu er væntanleg á íslenskan
markað innan skamms.
Þórunn og Magnea
kynna hönnun sína
Fyrsti fyrirlestur Hönnunarmiðstöðvar í vetur fer
fram í Hafnarhúsinu í kvöld.
FATAHÖNNUÐUR Magnea Einarsdóttir fatahönnuður kynnir verk sín í Hafnarhúsinu
í kvöld ásamt vöruhönnuðinum Þórunni Árnadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Við Jónas fluttum þriðja og síð-
asta ljóðaflokk Franz Schubert,
Svanasönginn, í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar í sumar og þótt
húsfyllir væri þá hafa margir
hvatt okkur til að endurtaka
leikinn. Við höfum ákveðið að
gera það næsta föstudagskvöld,
í hinu viðeigandi umhverfi Þjóð-
menningarhúsinu,“ segir Gunnar
Guðbjörnsson tenórsöngvari
þegar haft er samband við hann
símleiðis.
Gunnar segir samstarf þeirra
Jónasar hafa staðið hátt í aldar-
fjórðung og tónskáldið Schu-
bert oft hafa komið þar við
sögu. „Við Jónas
höfum starf-
að saman lengi
sem ljóðasöngs-
teymi og meðal
a nnars f lut t
Vetrarferðina
o g M a l a r a -
stúlkuna fögru
eftir Schubert.
Jónas er mikill
Schubertmaður
og það er frá-
bært að vinna
me ð s l í k u m
reynslubolta.
Hann kann þetta
upp á sína tíu fingur – sem er gott
þar sem hann er píanisti!“
Sjálfur kveðst Gunnar þó hafa
verið í hálfgerðum ljóðadvala í
nokkur ár þar til nýlega. Í þætt-
inum Útúrdúr hjá Víkingi Heiðari
Ólafssyni flutti hann tvö lög úr
Ástum skáldsins eftir Schumann.
„Hjá Víkingi Heiðari vaknaði ég
fyrst aftur af þessum dvala og
er nú kominn á fulla ferð,“ segir
hann glaðlega.
Annars starfar Gunnar víðar en
í tónleikasölum. Í sumar kveðst
hann hafa verið leiðsögumaður
hópa, bæði í hringferðum um
landið og dagsferðum frá Reykja-
vík. „En ég fékk eins og tveggja
daga frí inn á milli og þá æfðum
við Jónas,“ tekur hann fram.
Spurður hvort hann syngi ekki
fyrir ferðahópana svarar hann.
„Jú, ég syng alltaf eitthvað fyrir
þá. Reyndar ekki Svanasönginn
en ég tek til dæmis alltaf Sjá
dagar koma eftir Sigurð Þórðar-
son þegar ég er á Þingvöllum af
því það er úr Alþingishátíðar-
kantötu Davíðs Stefánssonar.“
Svanasöngurinn er talinn vera
síðasta atlaga Schuberts að söng-
lagaforminu en þar lýsir hann
örvæntingu ljóðmælandans af
innsæi. Ljóðin sótti hann til
þriggja skálda, Ludwigs Rells-
tab, Heinrichs Heine og Johanns
Gabriels Seidl. gun@frettabladid.is
Höfum lengi verið
ljóðasöngsteymi
Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanóleikari fl ytja Svana-
söng Schuberts í Þjóðmenningarhúsinu annað kvöld, föstudag, klukkan 20.
Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Þeir eru góðir saman Gunnar og Jónas. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Litla ljóðahátíðin, með fulltingi
Menningarmiðstöðvar Fljóts-
dalshéraðs, stendur fyrir upp-
lestrarkvöldi í Sláturhúsinu á
Egilsstöðum annað kvöld, föstu-
daginn 20. september, klukkan
20.
Fram koma Einar Már Guð-
mundsson, Ingunn Snædal,
Kristín Laufey Jónsdóttir,
Sigurbjörg Þrastardóttir og
Sjón. Kynnir kvöldsins er
Hrafnkell Lárusson.
Ljóðahátíð
í frystiklefa
Á EGILSSTÖÐUM Sigurbjörg Þrastar-
dóttir er á meðal þeirra sem koma fram á
Egilsstöðum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tónleikaröðinni Tónlist fyrir alla
lýkur á morgun, föstudag, en alla
þessa viku hefur tónlistarfólk á
vegum tónleikaraðarinnar leikið
fyrir grunnskólanemendur á Vest-
fjörðum, Austur- og Norðurlandi.
Alls eru tónleikar haldnir á 37
kennslustöðum og eru það sam-
tals 2.758 nemendur sem fá þeirra
notið.
Tónlist fyrir alla leitast við að
bjóða upp á vandaða skólatónleika
fyrir börn þar sem skemmtun og
menntun haldast í hendur.
Þetta árið eru það Skugga-
myndir frá Býsans sem leika
balkantónlist fyrir grunnskóla-
nemendur Vestfjarða og ljúka leik
á Borðeyri eftir hádegi á morgun,
föstudag. Dúó Stemma með þeim
Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleik-
ara og Steef van Oosterhout slag-
verksleikara endar ferð sína á Hof-
görðum í Öræfasveit á morgun.
Leika fyrir 2.758 nemendur
Tónleikaröðinni Tónlist fyrir alla lýkur á morgun á Borðeyri og í Öræfasveit.
SKUGGAMYNDIR FÁ BÝSANS Sveitin
leikur balkantónlist fyrir grunnskóla-
nemendur á Vestfjörðum.
Jónas
er mikill
Schubert-
maður og
það er
frábært að
vinna með
slíkum
reynslu-
bolta.
Gunnar
Guðbjörnsson tenór
➜ Verkin á sýningunni
bera heiti eiti eins og
Drauma landið, Íslenski ein-
hyrningurinn, Þjóðar fjallið,
Fyrirheitna landið og Föður-
land pabba.