Fréttablaðið - 19.09.2013, Síða 48

Fréttablaðið - 19.09.2013, Síða 48
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19.SEPTEMBER Opnanir 14.00 Grímur Marinó Steindórsson opnar myndlistarsýningu í Bókasafni Kópavogs. Hann sýnir málverk og verk unnin í málm. Sýningin stendur til 30. október og er opin á sama tíma og safnið. Ljósmyndasýningar 11.00 Ljósmyndasýningin Leiðslur eftir Gentaro Ishizuka stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Sýningunni lýkur þann 5. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Ghostigital spilar í Berlín í kvöld á tónleikum sem kammersveitin Adapter stendur fyrir. Tónleikar- nir eru hluti af tónleikaröð þar sem Adapter vinnur með tónlistar fólki og útsetur verkin þeirra. Listamennirnir koma úr ýmsum áttum. Þar á meðal verður strengjakvartett frá Köln, tónsmiðahópur frá New York og tvíeykið Ghostigital. Adapter er skipuð þremur Íslendingum og Þjóðverja en allir meðlimir eru búsettir í Berlín. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa yfir í rúmlega klukkustund. Í lokin spilar Ghost igital á hefðbundinn hátt. Ghostigital og kammersveit GHOSTIGITAL Hljómsveitin Ghostigital spilar í Berlín í kvöld. Þriðja plata tónlistarmannsins HEK, Please Tease Me, er að koma út. Áður hefur HEK gefið út Ogsvo (2007) og Örför (2010). Hann hefur verið duglegur að spila um allan bæ síðustu ár, ýmist einn eða með hljóm- sveitum. Samstarfsmenn HEK á plötunni eru Bergur Geirsson úr Buffi, Þórdís Claessen úr Stormi í aðsigi, Jens Hansson úr Sálinni og bakraddasöngkonan María Viktoría. Upptökustjóri er gítar- leikarinn Björgvin Gíslason. Nú þegar er komið út myndband á Youtube við lagið Tina og annað er væntanlegt við lagið I´m On My Way. HEK með sína þriðju plötu Þór Breiðfjörð, Valgerður Guðna- dóttir og Vignir Þór Stefánsson koma fram á hádegistónleikum í Háteigskirkju á morgun, föstu- daginn 20. september Fullorðna fólkið fær að heyra nokkur lög úr söngleikjum og krakkarnir syngja með Disney- lögum á borð við Hakúna Matata. Hádegistónleikarnir í kirkjunni eru haldnir alla föstudaga á milli 12 og 12.30. Lilja Eggertsdóttir píanóleikarari er listrænn stjórn- andi tónleikaraðarinnar. Almennt miðaverð er 1.000 krónur. Söngleikjalög í kirkju Þór, Vala og Vignir koma fram á hádegistónleikum. HÁDEGISTÓNLEIKAR Valgerður Guðnadóttir er meðal þeirra sem koma fram í Háteigskirkju á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tónlist 22.00 Andrea Gylfa og Bíóbandið leika á tónleikum á Ob-La-Dí-Ob- La-Da,Frakkastíg 8, í kvöld. 23.00 Hið frábæra band Beliefs mun spila á Harlem í kvöld. Þau spila shoe- gaze rokk og eru að verða geysivinsæl um allan heim. Ásamt Beliefs koma fram RePete og The Wolf Machine. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Fyrirlestrar 10.00 Opinn fyrirlestur í Norræna húsinu á milli klukkan 10 og 11. Fyrirlesturinn ber yfirsögnina Nútíð og framtíð Atlantshafsbandalagsins: Aðgerðir og verkefni. Formaður her- málanefndar NATO, Knud Bartels, hershöfðingi, ræðir um stöðu banda- lagsins. HEK Þriðja plata tónlistarmannsins er að koma út. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Vala Matt ferðast í kringum landið og heimsækir sælkera sem bjóða upp á það allra besta og skemmtilegasta í íslenskri matseld. Farið er í alla landshluta og falin leyndarmál skoðuð. Sannkölluð sælkeraferð um Ísland.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.