Fréttablaðið - 19.09.2013, Side 50
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
TÓNNINN
GEFINN
Haukur Viðar Alfreðsson
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Mark Lanegan hefur gefið út töku-
lagaplötuna Imitations hjá út-
gáfunni Vagrant Records.
Tólf lög eru á plötunni, þar
á meðal She´s Gone með Hall
& Oates, You Only Live Twice
með Nancy Sinatra og Brompton
Oratory með Nick Cave.
Lanegan segir verkefnið hafa
haft mikla tilfinningalega þýðingu
fyrir sig: „Þegar ég var að alast
upp seint á sjöunda áratugnum og
í byrjun þess áttunda spiluðu for-
eldrar mínir og vinir þeirra plötur
með Andy Williams, Dean Martin,
Frank Sinatra og Perry Como.
Þetta var tónlist með strengja-
útsetningum og karlar að syngja
lög sem hljómuðu sorgmædd,
hvort sem þau voru það eða ekki,“
sagði söngvarinn. „Á mínu heim-
ili hlustuðu foreldrar mínir líka á
sveitatónlist. Willie Nelson, Johnny
Cash, George Jones og Vern Gosdin
voru á meðal uppáhaldstónlistar-
mannanna. Mig hefur lengi langað
til að búa til plötu sem veitti mér
sömu tilfinningu og þessar gömlu
plötur gerðu, með því að nota sömu
lögin og ég elskaði sem strákur og
önnur sem ég hef heillast af á full-
orðinsárum mínum. Það er þessi
plata, Imitations.“
Mark Lanegan fæddist í
Washington í Bandaríkjunum árið
1964 og verður því fimmtugur
á næsta ári. Hann er einna
þekktastur sem söngvari grunge-
sveitarinnar Screaming Trees. Auk
þess hefur hann átt gifturíkan sóló-
feril og starfað með listamönnum
á borð við Isobel Campbell, Moby,
Nick Cave, Soulsavers, Mad Season
og rokkurunum í Queens of The
Stone Age.
Lanegan kemur fram á tvennum
tónleikum í Fríkirkjunni 30.
nóvember og 1. desember og er
þetta fyrsta heimsókn hans til
Íslands. Tónleikarnir eru loka-
hnykkurinn í tveggja mánaða
tónleikaferðalagi söngvarans,
European Acoustic Tour.
Sérstakir gestir verða Duke
Garwood og Lyenn. Lanegan og sá
fyrrnefndi sendu frá sér plötuna
Black Pudding fyrr á árinu og
uppskáru mikið lof gagnrýnenda.
Lyenn er hliðarverkefni Frederic
L. Jacques, en auk þeirra tveggja
er von á fleiri góðum gestum á
tónleikana. freyr@frettabladid.is
Mark Lanegan syngur
uppáhaldslögin sín
Bandaríkjamaðurinn Mark Lanegan hefur gefi ð út tökulagaplötuna Imitations.
LÖG EFTIR
AÐRA
Mark Lanegan
syngur
uppáhaldslögin
sín eftir aðra
tónlistarmenn
á plötunni
Imitations.
NORDICPHOTOS/GETTY
Mark Lanegan og Kurt Cobain heitinn, söngvari Nirvana, voru góðir vinir.
Áður en Nirvana sló í gegn með Nevermind tóku þeir upp EP-plötu með
sínum útgáfum af lögum tónlistarmannsins Leadbelly. Platan var aldrei
gefin út en eitt laganna sem þeir tóku upp, Where Did You Sleep Last
Night, rataði á fyrstu sólóplötu Lanegan, The Winding Sheet, sem kom út
1990. Í laginu syngur Cobain bakraddir og spilar á gítar, auk þess sem Krist
Novoselic úr Nirvana spilar á bassa. Nokkrum árum síðar gerði Cobain
lagið frægt er hann söng það á órafmögnuðum MTV-tónleikum Nirvana.
Söng lög Leadbelly með Kurt Cobain
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
12.9.2013 ➜ 18.9.2013
1 Dikta Talking
2 Avicii / Aloe Blacc Wake Me Up
3 Lorde Royals
4 Katy Perry Roar
5 Pink / Lily Allen True Love
6 Lana Del Ray Summertime Sadness
7 Olly Murs Dear Darlin‘
8 Ellie Goulding Burn
9 Emiliana Torrini Speed Of Dark
10 Arctic Monkeys Do I Wanna Know?
1 Emilíana Torrini Tookah
2 Ýmsir Pottþétt 60
3 Pálmi Gunnarsson Þorparinn
4 Dúmbó og Steini Dömufrí
5 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music
6 Úr söngleik Borgarleikhússins Mary Poppins
7 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
8 Of Monsters And Men My Head Is An Animal
9 Samaris Samaris
10 Sigur Rós Kveikur
Á dögunum var ég dreginn á stórtónleika Pálma Gunnarssonar í Hörpu sem
haldnir voru undir yfirskriftinni Þorparinn og fylgdu í kjölfar útgáfu sam-
nefndrar safnplötu söngvarans. Ekki að það hafi þurft að draga mig emjandi,
Pálmi hefur sungið mörg frábær lög og er einn allra besti bassaleikari
landsins (sönnunargagn A: Björgúlfur bréfberi með Ladda). En samferðafólk
mitt er með svarta beltið í Pálma og aðdáun mín á manninum bliknar því í
samanburðinum.
Tónleikarnir voru vel heppnaðir og bandið hans Pálma (hugmynd að sjón-
varpsþætti?) var vel spilandi og þétt. Þó fannst mér leiðinlegt að sjá nokkur
lög skilin út undan. Ég
elska þig (þótt þú sért
úr steini) er sturlað lag
af Borgarbrag Gunnars
Þórðarsonar. Gulli Briem
fer hamförum í viðlaginu á
plötunni og það jaðrar við
vitfirringu að sleppa laginu
á tónleikunum, þar sem
Gulli sat jú á bak við settið
og var eflaust til í tuskið.
Götustelpan, hin sveitta
og þreytta, er önnur klassík
sem heyrist allt of sjaldan.
Í texta lagsins tjáir Pálmi
hlustendum meðal annars
að langvarandi vændi reyni
ört á taugarnar. Glæsilegt
lag og boðskapur þess á
vel við enn í dag. Engu að
síður var lagið fjarverandi.
Vinur minn missti vitið
er svo þriðja lagið sem ég
ætla að tuða yfir að hafa
ekki fengið að heyra í
Hörpu. Ég vona að Pálmi sé
ekki orðinn of feiminn við að syngja um vitfirringa sem éta sinn eigin skít.
Ekki fengum við heldur Kontóristann, Gamla skólann og Sölva Helgason. Á
rauðu ljósi var hvergi og ekki Gamli góði vinur heldur. En það að hann hafi
komist upp með að sleppa þessum perlum undirstrikar hversu gríðarlega
farsælan feril Pálmi á að baki og voru það næstum bara slagarar sem hljóm-
uðu í Hörpu. Tuð mitt fer því í flokk lúxusvandamála. En ein spurning sækir
að mér í sífellu. Hvernig stendur á því að Gulli Briem er enn þá tvítugur?
Gamli góði vinur
Í spilaranum
Snorri Helgason - Autumn Skies
Arctic Monkeys - AM
1860 - Artificial Daylight
MYND/ÞORMAR VIGNIR GUNNARSSON