Fréttablaðið - 19.09.2013, Side 58

Fréttablaðið - 19.09.2013, Side 58
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 „Við eigum fimm ára afmæli í ár,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárus son um viðburðinn Trommar- inn 2013, sem haldinn verður í Tón- listarskóla FÍH þann 12. október næstkomandi. Trommarinn er hátíð þar sem trommuleikarar og -áhuga- menn koma saman og skemmta sér. Fjöldri þekktra trommuleikara koma fram á Trommaranum í ár, þeirra á meðal er goðsögnin Sigurð- ur Karlsson, sem mun meðal annars flytja lög hljómsveitarinnar Genesis. Halldór skipulagði fyrsta Trommarann árið 2009 og hefur viðburðurinn verið haldinn árlega síðan þá. „Það veit aldrei neinn hver trommarinn er í bandinu, þannig að við erum með sér hátíð, enda eru trommarar að jafnaði skemmtileg- ustu meðlimir hljómsveitarinnar,“ segir Halldór í gamansömum tón. „Hátíðin hefur stækkað töluvert á milli ára og er farin að vekja athygli utan landsteinanna, enda eigum við mjög mikið af frábærum trommur- um,“ bætir hann við. Aðgangur er ókeypis inn á hátíð- ina en hún stendur frá klukkan 13 til 18. - glp Trommarar skemmta sér saman Trommarinn 2013 verður haldinn hátíðlegur í fi mmta skiptið í október. TROMMARINN Halldór Lárusson trommari lofar mikilli gleði á hinni árlegu hátíð Trommaranum. MYND/ÚR EINKASAFNI Kelsey Grammer er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni The Expendables 3. Hann mun leika Bonaparte, fyrr- verandi málaliða, sem aðstoðar félagana í Exp- endables-hópn- um. Nicolas Cage var upphaflega boðið að leika Bonaparte. Hinn 58 ára Grammer, þekkt- astur fyrir leik sinn í þáttunum Frasier, bætist í hóp með köppum á borð við Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Jason Statham, Harrison Ford, Mel Gibson og Antonio Banderas, sem allir leika í myndinni. Milla Jovovich verður einnig í leikaraliðinu. Grammer í The Expendables 3 Fyrirsætan Cara Delevingne fékk sér nýtt húðflúr þegar hún var viðstödd tískuvikuna í New York fyrir stuttu. Delevingne fór ásamt vinkonu sinni á eina fræg- ustu tattú stofu í New York, Bang Bang Tattos og lét húðflúrmeist- arann Keith McCurdy flúra á sig nafn móður sinnar, Pandora, á vinstri upphandlegginn. Mcurdy hefur flúrað stjörnur á borð við Chris Brow, Katyu Perry og Justin Bieber. Delevingne er því komin með fimm húðflúr en hún lét flúra, Made In England, á ilina á hægri fæti fyrir ekki svo löngu. Bætir fi mmta húðfl úrinu við KOMIN MEÐ FIMM HÚÐFLÚR Fyrir- sætan Cara Delevingne lét flúra nafn móður sinnar á vinstri handlegg sinn á tískuvikunni í New York fyrir stuttu. KELSEY GRAMMER N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Bandaríska leikkonan Jenni- fer Aniston er ólétt ef marka má erlenda fjölmiðla. Þetta yrði fyrsta barn leikkonunnar og unn- usta hennar, leikarans Justins Theroux, en parið opinberaði trú- lofun sína í ágúst 2012. Aniston hefur ekki staðfest fregnirnar og er talið ólíklegt að hún geri það strax. Aniston, sem er 44 ára gömul, og Theroux, sem er 42 ára gamall, eru sögð vera í alsæl yfir þessum fregnum. Samkvæmt heimildarmanni tímaritsins US Weekly hefur Aniston ekki sést drekka áfengi í veislum og mannamótum. Þá hefur hún einnig klæðst víðum fötum og er það talið vera vegna þess að hún vilji fela stækkandi maga. Leikkonan er best þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþátt- unum Friends og hefur verið ein vinsælasta leikkonan í Hollywood í mörg ár. Sögð eiga von á barni Jennifer Aniston er talin eiga von á sínu fyrsta barni. ERFINGI Á LEIÐINNI Jennifer Aniston og Justin Theroux eru sögð eiga von á barni. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sandra Bullock segir að æðri ástæða sé fyrir skilnaði sínum við fyrrum eiginmann sinn, Jesse James. Hún segir þau bæði vera „þar sem þau eiga að vera“ í lífinu og að hún sé þakklát fyrir allt saman. Hin 49 ára leikkona var gift sjónvarpsstjörnunni Jesse James í fimm ár frá 2005 til 2010. Þau skildu eftir að hann gerðist upp- vís að framhjáhaldi með mörgum konum. „Við erum öll á þeim stað sem við eigum að vera á. Ég er þakklát fyrir að vera hérna og ánægð með að hafa það sem ég hef,“ sagði hún við tímaritið Vogue. Bullock sló eftirminnilega í gegn í hasarmyndinni Speed frá árinu 1994. Þar lék hún á móti hjartaknúsaranum Keanu Reeves og er þeim enn vel til vina. Hún hefur síðan þá leikið í fjölda kvikmynda og ber hæst að nefna myndirnar Crash frá árinu 2004 og The Blind Side frá árinu 2009, en Bullock hlaut Óskarsverðlaun- in fyrir leik sinn í þeirri síðar- nefndu. Þakklát fyrir allt saman ÞAKKLÁT Sandra Bullock er þakklát fyrrverandi eiginmanni sínum, Jesse James. NORDICPHOTOS/GETTY Okkur þykir ákaflega gaman að starfa í einni stærstu verslunarmiðstöð landsins, þar sem yfir 130 verslanir og veitingastaði er að finna. Okkur þykir jafnvel enn vænna um að í hverri viku leita fleiri en 100 þúsund Íslendingar eftir þjónustu okkar og sérþekkingu. Af því erum við bæði stolt og þakklát og höfum þetta að segja: TAKK FYRIR AÐ STYÐJA ÍSLENSKA VERSLUN Edvard Friðjónsson Hagkaup

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.