Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 60

Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 60
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar UM daginn vaknaði ég kl. 7.15 eins og vanalega. Ég fór fram úr en kl. 7.17 fór ég að hugsa um hvað ástandið í heim- inum væri slæmt. Klukkan 7.18 var ég búinn að komast að því að það væri trúarbrögðum að kenna því trúarbrögð eru orsakir næstum allra styrjalda í heiminum. Kl. 7.19 var ég harðákveð- inn í því að best væri að útrýma öllum trúarbrögðum. En kl. 7.20 hugsaði ég: Það eru ekki trúarbrögð sem eru kjarni vandans heldur vanþekking. Það þýðir ekki að lýsa yfir stríði gegn trúarbrögðum. Það æsir fólk bara upp. Betra væri að upplýsa fólk því upplýst fólk lætur skynsemina ráða för og hafnar trúarbrögðum. Ég tók mig því til og gerði áætlun sem gekk út á að taka saman helstu alfræði- og vísindarit og dreifa þeim til sérhvers jarðarbúa. Klukkan var 7.21 þegar ég var búinn að smíða þessa áætlun. EN klukkan 7.22 komst ég að því að þetta myndi bara valda ruglingi. Ekki er hægt að ætlast til þess að venjulegt fólk skilji afstæðiskenn- ingu Einsteins og hvað þá hugmyndir Schopenhauers um frjálsan vilja. Það þyrfti að útskýra vísindin á manna- máli, t.d. með dæmisögum. KL. 7.23 var ég kominn á þá niður- stöðu að það þyrfti að vinna úr þessum upplýsingum og koma þeim helst fyrir í einni stórri bók sem væri full af visku og dæmisögum. Hún mætti ekki vera of þykk, helst bara eitt bindi, en ef blaðsíðurnar væru þunnar væri alveg hægt að rúma þar u.þ.b. 1.500 síður. Kl. 7.24 var ég sannfærður um að best væri líklega að þessi bók væri eins hlutlaus og einföld og mögulegt væri. Best væri bara að hafa hana svarta og hafa einfalt tákn framan á henni sem allir í heiminum myndu skilja. KL. 7.25 var ég byrjaður að semja ritningar upp úr nýju bókinni minni og teikna samkomuhús í huganum þar sem ég gæti predikað boðskap minn. ÉG lagðist aftur í rúmið, snoozaði til 7.30, fór svo á fætur og fékk mér kaffi. Trúarbrögð á tíu mínútum EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE S.E. FOX-TV T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÉAULINN G 2 3D KL. 6 BLUE JASMIN KL. 8 / MALAVITA KL. 8 - 10 THIS IS US 3D KL. 6 / JOBS KL. 10 „HROSS Í OSS ER AFAR FRUMLEG OG ÁHUGAVERÐ MYND“ ÉAULINN G 2 2D KL. 3.30 - 5.45 AULINN ÉG 2 2D LÚXUS KL. 3.20 ÉAULINN G 2 3D KL. 3.30 MALAVITA / MALAVITA LÚXUS KL. 8 - 10.30 BLUE JASMIN KL 5.45 - 10.15 THIS IS US 3D KL 5.45- 8 ÉFLUGV LAR 2D Í SL TAL KL 3.30 ELYSIUM KL. 8 - 10.25 PERCY JACKSON KL. 5.40 2 GUNS KL. 8 10.30 - STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 BLUE JASMIN KL. 5.45 - 8 - 10.15 AULINN ÉG 2 2D KL. 5.45 DESPICABLE ME 2 2D KL. 8 ÖLLI HEIMILDAMYND KL. 5.30 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 - 10 ELYSIUM KL. 10.20 PERCY JACKSON KL. 8 2 GUNS KL. 10.15 -H.S., MBL SANNSÖGULEG MYND UM ÆVI STEVE JOBS STOFNANDA APPLE, MEÐ ASHTON KUTCHER Í AÐALHLUTVERKI. T.V. - BÍÓVEF. /S&H „MENNINGARLEGT AFREK!“ -S.G., MBL AULINN ÉG 2 - ÍSL 5.50 3D AULINN ÉG 2 - ÍSL 5.50 2D DESPICABLE ME 2 - ENS 5.50, 8 2D MALAVITA 8, 10.20 JOBS 8, 10.10 KICK ASS 2 10.40 T.V. - Bíóvefurinn ÍSL OG ENS TAL T.V. - Bíóvefurinn 5% „Ég hef horft á þennan þátt alla mína barnæsku, ég horfði meira að segja á hann þegar ég var of ungur til að skilja hvað var í gangi,“ segir sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson sem tekur við hlutverki spyrils í spurninga- þætt i framha ldsskóla nna , Gettu betur, í byrjun næsta árs. Þættirnir verða sem áður sýndir í Sjónvarpinu. Björn Bragi er ekki alveg ókunnugur þátttöku í spurninga- þættinum því hann var í sigurliði Verslunarskóla Íslands árið 2004. „Það verður gaman að fá að sitja hinum megin við borðið í þetta sinn. Þegar ég keppti fyrir Versló var Logi Bergmann í hlutverki spyrils og ég viðurkenni að ég renndi hýru auga til starfs hans. Það hafa margir góðir gegnt þessu hlutverki og það er mér mikill heiður að fá að spreyta mig á því,“ segir Björn Bragi. Hann fetar í fótspor ekki ómerkara fólks en Hermanns Gunnarssonar, Ómars Ragnarssonar, Loga Bergmanns, Evu Maríu Jónsdóttur, Sigmars Guðmundssonar og Eddu Her- mannsdóttur, dóttur Hemma. Björn Bragi stýrði áður sjón- varpsþáttunum Týnda kynslóðin og Bara grín á Stöð 2 við góðan orðstír. Aðspurður segist hann kveðja gamla vinnustað sinn með söknuði þótt hann hlakki einnig til að hefja nýtt ár á nýjum vinnu- stað. „Ég vona að mér verði vel tekið á nýja vinnustaðnum. Von- andi verð ég ekki látinn ganga í gegnum einhvers konar busun,“ segir hann að lokum í gaman- sömum tón. sara@frettabladid.is Tekur við Gettu betur Björn Bragi Arnarsson tekur við hlutverki spyrils í spurningaþáttunum Gettu betur á nýju ári. Hann var áður í sigurliði Verslunarskólans árið 2004. NÝTT HLUTVERK Björn Bragi Arnarsson tekur við hlutverki spyrils í spurningaþættinum Gettu betur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gettu betur var fyrst haldin árið 1986 og hefur farið fram árlega síðan þá. Keppnin hefur verið einn vinsælasti dagskrárliður Ríkisútvarpsins frá upphafi. Forkeppnin hefst í janúar ár hvert og fer hún fram í útvarpi. Að henni lokinni fara átta liða úrslit fram í sjónvarpssal. Árið 2009 var metár í sögu keppninnar en þá tók alls 31 skóli þátt. Menntaskólinn í Reykjavík er sá sigursælasti frá upphafi, með 18 sigra. Með vinsælustu dagskrárliðunum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.