Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 12
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
SKIPULAGSMÁL „Flutningur kirkjunnar á aðra
lóð mun bjarga hlutföllum byggðamynsturs
hverfisins og að okkar mati koma í veg fyrir
skipulagsslys,“ segir stjórn Íbúasamtaka Vest-
urbæjar í bréfi þar sem skorað er á skipulags-
ráð Reykjavíkur að finna aðra lóð en á Mýrar-
götu fyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
Athugasemd íbúasamtakanna er ein margra
sem borginni bárust vegna fyrirhugaðrar
breytingar á deiliskipulagi svo rússneska rétt-
trúnaðarkirkjan geti byggt ríflega eitt þúsund
fermetra kirkju með safnaðarheimili á lóð sem
borgin úthlutaði. Aðeins fjögur bílastæði fylgja
byggingunum. Stjórn íbúasamtakanna kveðst
hafa gengið á fund prests kirkjunnar og aðstoð-
armanns hans sem sé rússneskur listfræðingur.
„Þau segjast því miður ekki geta haft bygg-
inguna lægri en sem nemur 22 metrum undir
kross þar sem á þeim hvíli sú skylda að virða
hefðbundinn stíl og þau hlutföll sem tengj-
ast honum. Þau segja að þau geti ekki byggt í
öðrum umfangsminni stíl og að turnarnir verði
að vera þrír sem tákn fyrir hina heilögu þrenn-
ingu,“ útskýrir stjórn íbúasamtakanna, sem
kveður Rússana eftir þrjá fundi hins vegar hafa
sagst myndu sætta sig við að byggja á annarri
lóð ef hún væri í boði – og ef borgin greiddi
útlagðan hönnunarkostnað á núverandi lóð.
„Lóðin sem þeim hefur verið úthlutað við
Nýlendugötu er óheppileg þar sem stíll kirkj-
unnar og stærð er í miklu ósamræmi við nær-
liggjandi byggð,“ segja íbúasamtökin. „Kirkjan
yrði nýtt einkenni og forystumannvirki fyrir
Gamla Vesturbæinn, undanþegin öllum höfuð-
markmiðum, eins og segir í deilskipulagstillög-
unni.“
Nokkrir einstaklingar mótmæla einnig
kirkjubyggingunni, segja hana meðal annars of
stóra og óttast bílastæðaskort. Mun fleiri, sem
bera bæði rússnesk og íslensk nöfn, lýsa hins
vegar stuðningi við bygginguna.
„Ég álít að kirkjubyggingin, sem stað-
sett verður nálægt sjónum og skreytt með
miðalda skandinavískum skreytingum og
útskurði, verði skrautfjöður fyrir borgina
og í samræmi við gamlar íslenskar hefðir,“
segir í 53 samhljóða stuðningsbréfum þar
sem útliti kirkjunnar er sagt svipa til bygg-
ingar Listasafns Íslands.
„Þetta virðist vera gott, friðsælt og trúað
fólk en Íslendingar hafa sýnt því dónaskap og
lögbrot með því að krafsa á kirkjuna og brjóta
útstillingarglugga þeirra um kirkjuhald,“ segir
hálfníræð kona sem búið hefur í hverfinu frá
því hún fæddist 1928.
„Bygging kirkjunnar hefur átt sér langan
aðdraganda, meðal annars með helgun reits-
ins við hátíðlega athöfn fyrir fáeinum árum og
nefndinni þykir ljóst að þetta hús verði til mik-
illar prýði,“ segir Samstarfsnefnd kristinna trú-
félaga sem ræddi málið í september.
gar@frettabladid.is
Rússnesk rétttrúnaðarkirkja
mætir mótspyrnu í hverfinu
Íbúasamtök Vesturbæjar segja rússneska rétttrúnaðarkirkju við Mýrargötu verða of umfangsmikla og vilja
hana burt. Samtökin segja söfnuðinn sjálfan tilbúinn að fara annað fáist til þess ný lóð og bætur frá borginni.
RÉTTTRÚNAÐ-
ARKIRKJA Á
NÝLENDU REIT
Fyrirhuguð bygging
rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar við
Nýlendugötu var
sýnd um þriðjungi
of lág á vef Reykja-
víkurborgar. Íbúa-
samtök Vesturbæjar
gerðu meðfylgjandi
mynd sem á að sýna
rétt hlutföll.
Þetta virðist vera gott, friðsælt og
trúað fólk, en Íslendingar hafa sýnt því
dónaskap og lögbrot.
Þuríður Kristjánsdóttir,
íbúi á Öldugötu
LÝÐHEILSA „Stefnt er að því að
auka ánægju grunnskólabarna og
foreldra með matinn með mark-
vissari hráefniskaupum og auknu
gæðaeftirliti,“ segir í tilkynningu
frá mötuneytisþjónustu skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkur-
borgar.
Yfir 80 prósent foreldra leik-
skólabarna eru ánægð með mat-
inn en aðeins rösklega helmingur
foreldra grunnskólabarna. Mötu-
neytissviðið hyggst safna upp-
skriftum sem börnin eru ánægð-
ust með og laga þær að ráðum
Landlæknis um næringarsam-
setningu. - gar
Skólamötuneyti aðlaga sig:
Ætla að elda
uppáhaldsmat
SELTJARNARNES Tímamót voru
á Seltjarnarnesi í gær þegar
fulltrúi Ungmennaráðs sat sinn
fyrsta nefndarfund á vegum bæj-
arins.
„Nýlega samþykkti bærinn
að Ungmennaráð Seltjarnar-
ness skyldi eiga fulltrúa í öllum
stærstu nefndum bæjarins með
málfrelsi og tillögurétt. Seltjarn-
arnesbær er eitt fárra bæjar-
félaga á landinu til að efla þátt-
töku ungmenna og hlýða á þeirra
sjónarmið í mikilvægum bæjar-
málum með þessum hætti,“ segir
í tilkynningu frá bænum. Með
þessu eigi að auka lýðræði, stuðla
að gagnsæjum vinnubrögðum og
hvetja til opinna skoðanaskipta.
- gar
Hvati til skoðanaskipta:
Unglingar sitja
nefndarfundi
UMHVERFISMÁL Veiðifélag Úlfarsár hefur
óskað eftir leyfi til að fleyga úr klöpp í Úlf-
arsá til að auðvelda göngu lax upp ána.
Að því er fram kemur í umsókn Veiðifélags-
ins til Reykjavíkurborgar hvílir hverfisvernd
borgarinnar á Úlfarsá vestan megin vegna
náttúrufars og lífríkis. Austan megin sé
svæðið á náttúruminjaskrá hjá Mosfellsbæ.
„Undanfarin ár hefur rennsli árinnar verið
stýrt með sandpokum til að auðvelda fisk-
inum uppgöngu,“ segir veiðifélagið. Með því
að fleyga úr klöppum ofan við Sjávarfoss þar
sem fiskurinn safnist saman muni „skapast
náttúrulegur laxastigi“.
Í umsögn kveðst Veiðimálastofnun oft hafa
lagt til að uppganga laxa í Úlfarsá yrði auð-
velduð. „Líkur eru til að klappir og grynn-
ingar í neðsta hluta árinnar torveldi upp-
göngu sem leiði til þess að lax leiti upp í ár
í nágrenninu,“ segir Veiðimálastofnun. Yfir
helmingur veiðinnar úr Úlfarsá komi úr foss-
inum.
Veiðimálastofnun segir að framkvæmdin
ætti að auðvelda fiski að dreifa sér um ána.
„Einnig má gera ráð fyrir að veiðiálag minnki
og dreifist þar sem fiskar bunkast ekki leng-
ur upp í hyl fyrir neðan klapparhaftið.“
- gar
Veiðifélag Úlfarsár, með blessun Veiðimálastofnunar, hyggst greiða laxi leið upp á efri svæði árinnar:
Fleyga laxastiga í klappir Úlfarsár
ÚLFARSÁ Hér sést hvar greiða á fiskinum leið.
MYND/VEIÐIFÉLAG ÚLFARSÁR.
SKÓLAMÖTUNEYTI Ánægja með
matinn er meiri í leikskólum en í grunn-
skólum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SKÓLANEFNDARFUNDUR Ísak Arnar
Kolbeinsson sat fund skólanefndar Sel-
tjarnarness. MYND/SELTJARNARNESBÆR
Skráðu þig á advania.is/win8
Ókeypis
örnámskeið
Windows 8umum TOK 2014Ný útgáfa af TOK bókhaldskerfinu, TOK 2014 er væntanleg um næstu mánaðarmót þar sem
helsta nýjungin er móaka og sending rafrænna reikninga.
Af þessu tilefni höldum við morgunverðarfund um nýja virkni í TOK bókhaldskerfinu
og hvernig nýta má hana sem best. Í lokin allar Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun
um jákvæð og neikvæð samskipti.
Staður og stund:
Föstudagur 18. október, kl. 8.30-10.00 í höfuðstöðvum Advania, Guðrúnartúni 10.
Húsið opnar kl. 8 með ljúffengum morgunverði að hæi hússins.
Skráning á advania.is/fundir
Spennandi
morgunverðarfundur