Fréttablaðið - 17.10.2013, Side 16
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 09.10.13 - 15.10.13
1 2Höndin Henning Mankell Árleysi alda Bjarki Karlsson
5 Ég skal gera þig svo hamingju- saman - Anne B. Ragde 6 Heilsubók Jóhönnu Jóhanna Vilhjálmsdóttir
7 Sáttmálinn Jodi Picoult 8 Iceland Small World Sigurgeir Sigurjónsson
10 Minnisbók Mayu Isabel Allende9 Megas - Textar 1966-2011 Magnús Þór Jónsson
4 Maður sem heitir Ove Fredrik Backman 3 Út að hlaupa - Elísabet Margeirs- dóttir / Karen Kjartansdóttir
SAMFÉLAG Mannréttindaskrifstofa
Reykjavíkurborgar hefur um nokk-
urra ára skeið veitt innflytjendum
ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu
Reykjavíkurborgar og var nýlega
ákveðið að efla enn frekar þjón-
ustuna og bjóða upp á ráðgjöf í Borg-
arbókasafninu.
„Fólk er oft mjög örvæntingarfullt
og leitar til okkar því það veit ekki
hvert það á að snúa sér í kerfinu,“
segir Edda Ólafsdóttir, sérfræðing-
ur innflytjendamála hjá Mannrétt-
indaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
„Hér er veitt alhliða ráðgjöf og
tilsögn, til dæmis við að skilja bréf
og launaseðla og hreinlega fá skiln-
ing á kerfinu. Það eru svo margir
sem vita ekki hvernig samfélagið er
uppbyggt og finnst gott að fá tæki-
færi til að tala tungumálið sitt við
samlanda sinn. Fólk kemur líka
oft frá löndum þar sem velferðar-
þjónusta er af skornum skammti og
þekkir hreinlega ekki réttindi sín,“
segir Edda.
Fjórir ráðgjafar sem tala sex
tungumál starfa við þjónustuna.
Þeir eru allir innflytjendur sem
hafa aðlagast íslensku samfélagi
vel og tala góða íslensku. -ebg
Það eru svo
margir sem vita
ekki hvernig
samfélagið er
uppbyggt …
Edda Ólafsdóttir
sérfræðingur inn-
flytjendamála
VIÐSKIPTI Að óbreyttu er afar ólík-
legt að áætlanir sem settar eru
fram um aukna bílasölu í greinar-
gerð með fjár-
lögum nái fram
að ganga. Þetta
er mat Jóns
Trausta Ólafs-
son, formanns
Bílgreinasam-
bandsins.
„Auðvitað
finnst okkur
frábært í Bíl-
greinasamband-
inu að gert sé
ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir
Jón Trausti. „Það eru hins vegar
ákveðnir gallar á vörugjöldunum
eins og þau eru í dag sem við vilj-
um lagfæra.“
Í tilkynningu sem Bílgreina-
sambandið sendi frá sér í gær er
bent á að í fjárlögunum sem kynnt
voru í byrjun mánaðarins sé gert
ráð fyrir því að bílasala á næsta
ári skili þjóðarbúinu fimm millj-
örðum króna í vörugjöldum. Gert
sé ráð fyrir því að bílasala aukist
um sex prósent á árinu 2014 og að
seldar verði um 9.500 bifreiðar.
Bílgreinasambandið hefur síð-
ustu misseri lagt áherslu á að
yngja þurfi upp bílaflota lands-
manna, en hann er orðinn með
þeim elstu í Evrópu. Meðal raka
er að nýrri bílar séu bæði eyðslu-
grennri og öruggari.
„Ég finn fyrir því að gríðarlega
margir eru komnir í þá stöðu að
þurfa að fara að endurnýja bíla
sína,“ segir Jón Trausti. Það sem
skorti sé festa í vörugjöldum og
skattlagningu og vissa varðandi
aðra þætti í efnahagslífinu, svo
sem um gjaldeyrismál. „Óvissan
fær neytendur til þess að hinkra
við.“
Bílgreinasambandið segir að
lækka þurfi tolla á pallbíla sem
notaðir séu í atvinnustarfsemi og
á stærri jeppa sem oft á tíðum séu
nauðsynlegir vegna búsetu fólks.
Þá þurfi að hætta tilfærslum sem
plagað hafi bílaleigur.
„Bílaleigurnar hafa verið
stærsti kaupandinn á markaðnum
og skilað góðum bílum aftur inn
á markaðinn sem notuðum, sem
aftur hefur auðveldað fólki að
skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki
þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir,
ekki breytingar sem gerðar hafi
verið með mjög skömmum fyrir-
vörum síðustu ár.
„Við viljum að menn vinni með
það að markmiði að auka tekjurn-
ar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma
að laga augljósa ágalla á kerfinu,“
segir Jón Trausti. „Við köllum í
rauninni bara eftir samráði við þá
sem stjórna ríkisfjármálum um
það hvernig styrkja megi kerfið.“
olikr@frettabladid.is
JÓN TRAUSTI
ÓLAFSSON
BÍLAR Á SÖLU Bílafloti landsmanna hefur elst síðustu ár á meðan fólk og fyrirtæki
hafa haldið að sér höndum í bílakaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Efast um forsendur
fyrir meiri bílasölu
Bílgreinasambandið segir breytinga þörf eigi áætlanir ríkisins um aukna bílasölu
á næsta ári að ganga eftir. Í fjárlögum er gert ráð fyrir fimm milljarða króna
tekjum ríkisins vegna vörugjalda af bílum. Stöðugleika vantar og hvata til kaupa.
9.500
Fjárlögin 2014 gera ráð fyrir
að bílasala aukist um sex
prósent frá þessu ári og
seldir verði um 9.500 bílar.
Ráðgjafarþjónusta innflytjenda býður upp á ráðgjöf í Borgarbókasafninu:
Leita ráðgjafar í örvæntingu
NOREGUR Ný stjórn Hægri flokks-
ins og Framfaraflokksins er tekin
við í Noregi. Leiðtogar flokkanna,
þær Erna Solberg og Siv Jensen,
kynntu ráðherra stjórnarinnar í
morgun.
„Allir þessir ráðherrar hafa
lofað að gera sitt besta fyrir Noreg
næstu fjögur árin og það munum
við gera,“ sagði Solberg eftir að
hún hafði lesið upp nöfnin á ráð-
herrunum, sem eru átján talsins.
Solberg, sem er leiðtogi Hægri
flokksins, verður forsætisráðherra
og Jensen, sem er leiðtogi Fram-
faraflokksins, verður fjármálaráð-
herra. Utanríkisráðherra er Børge
Brende úr Hægri flokknum.
Kynjahlutföll nýju stjórnarinn-
ar eru jöfn: níu konur og níu karl-
ar eru ráðherrar. Hægri flokkur-
inn fær hins vegar 11 ráðherra en
Framfaraflokkurinn sjö.
Stjórnin verður minnihluta-
stjórn en nýtur stuðnings tveggja
annarra hægri flokka: Venstre og
Kristilega þjóðarflokksins.
Fyrr í gærmorgun hafði Jens
Stoltenberg beðist lausnar fyrir
fráfarandi ríkisstjórn sína.
- gb
Ný minnihlutastjórn Hægri flokksins og Framfaraflokksins kynnt í Noregi:
Solberg og Jensen teknar við
NÝJA RÍKISSTJÓRNIN Siv Jensen og Erna Solberg ásamt öðrum ráðherrum stjórnar-
innar. NORDICPHOTOS/AFP