Fréttablaðið - 17.10.2013, Qupperneq 20
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 20
Evrópusambandið, ESB, hyggst
banna fimm stærstu sameind-
ir parabenefna, þ.e. rotvarnar-
efna, í snyrtivörum. Framleið-
endur hafa ekki
a f hent Ev r -
ópusamband-
inu gögn sem
sýna fram á að
þessar tegundir
séu öruggar til
notkunar og þar
sem þær geta
mögulega rask-
að hormóna-
starfsemi verða þær bannaðar.
Evrópsk reglugerð um snyrti-
vörur tók gildi hér á landi í júlí
síðastliðnum. Banninu mun þess
vegna verða fylgt eftir hér á
landi þegar reglugerðin verður
uppfærð.
Í fréttatilkynningu til danskra
fjölmiðla fagnar umhverfisráð-
herra Danmerkur, Ida Auken,
banninu. Hún segir það góð tíð-
indi að þessi efni verði bönn-
uð þannig að ekki verði lengur
hægt að nota þau við framleiðslu
snyrtivara eins og krems,
sjampós og farða. Umhverfis-
ráðherrann lýsir yfir sérstakri
ánægju með að bannið eigi
að ná til allra tegunda snyrti-
vara þannig að það verndi allan
almenning og þá ekki síst börn
og barnshafandi konur.
Bergþóra Skúladóttir, teym-
isstjóri efnateymis Umhverfis-
stofnunar, segir Dani hafa beitt
sér mjög í þessum málum. Þeir
hafi sjálfir sett bann við ákveðn-
um parabenum fyrir tveimur
árum. „Þessi ákvörðun ESB er
góðar fréttir. Þegar bannið tekur
gildi hjá ESB mun það gilda á
Íslandi líka.“
- ibs
ESB bannar para-
ben í snyrtivörum
Framleiðendur hafa ekki sýnt fram á að fimm paraben séu örugg til notkunar.
Fyrirhugað bann góðar fréttir, segir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
Áhyggjuefni er hversu litla yfirsýn neyt-
endur virðast hafa yfir eigin síma-
og netnotkun. Þetta kemur
fram í umfjöllun Neytenda-
samtakanna, en þeim berst
töluvert af fyrirspurnum
og kvörtunum frá neytend-
um sem telja fjarskipta-
fyrirtæki ekki tilkynna með
réttum hætti um gjaldskrár-
breytingar.
„Þannig er
nokkuð um
að hækkanir
fjarskipta-
fyrirtækjanna
komi neytendum
í opna skjöldu,“
segir á vef samtakanna.
Könnun þeirra leiðir hins vegar í ljós
að löglega sé staðið að slíkum tilkynn-
ingum hjá fjarskiptafyrirtækjunum
með mánaðarfyrirvara í samræmi við
fjarskiptalög.
„Neytendasamtökin hvetja neytendur
til að skoða símareikninga sína reglulega
og fylgjast með verðhækkunum,“ segir á
vefnum og um leið bent á reiknivél Póst-
og fjarskiptastofnunar með samanburði
á símakostnaði milli fyrirtækja (reiknivél.
is). „Einnig er hægt að skoða gjaldskrár
allra fyrirtækja 12 mánuði aftur í tímann
á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar,
pfs.is/neytendur.“
- óká
Fólk fylgist illa með síma- og netnotkun
Á vef Umhverfisstofnunar segir að paraben séu flokkur efna sem séu m.a.
notuð sem rotvarnarefni í snyrti- og hreinsivörum fyrir bæði börn og full-
orðna.
Um er að ræða að minnsta kosti sex mismunandi sameindir sem
eru misstórar og bera nöfnin metýl-, etýl-, própýl-, bútýl-, ísóprópýl- og
ísóbútýlparaben. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að paraben raska
hormóna starfsemi og að áhrifin aukast með stærð sameindarinnar. Í dag
er leyfilegur heildarstyrkur parabena í snyrtivörum háður takmörkunum.
Svansvottaðar snyrtivörur innihalda ekki paraben.
Árið 2011 voru própýl-, bútýl-, ísóprópýl- og ísóbútýlparaben og sölt
þeirra bönnuð í Danmörku í vörum fyrir börn, þriggja ára og yngri.
Evrópusambandið hefur nú ákveðið að banna stærstu sameindir
parabena, það er ísópropýlparaben, ísóbútýlparaben, penýlparaben,
benzýlparaben og pentýlparaben, í snyrtivörum.
➜ Hvað eru paraben og hver eru bönnuð?
Fjórða hvert tilfelli snyrtivöruofnæmis er af völdum svitalyktareyðis.
Þetta eru niðurstöður rannsókna vísindamanna við Gentofte Hospital í
Danmörku. Á vef danska ríkisútvarpsins er haft eftir prófessornum Jeanne
Duus Johansen að efni í svitalyktareyði komist auðveldlega inn í líkamann,
sérstaklega ef sár myndast við rakstur. Konur eiga frekar á hættu að fá
ofnæmi af svitalyktareyði þar sem það eru einkum þær sem raka sig undir
höndunum. Einkennin geta verði útbrot, roði, bólga, kláði og lítil sár.
➜ Svitalyktareyðir mikill ofnæmisvaldur
„Tvennt kemur upp í hugann sem bestu kaupin, annars vegar sænska
Fjällräven-herúlpan sem ég keypti 1997 og minn fyrsti og eini bíll sem
ég keypti notaðan árið 2006 eða 2007. Hvort tveggja nota ég enn og
hef sama sem ekkert þurft að viðhalda þessum dýrgripum, fyrir utan
rennilás eða tvo og bremsuklossa hér og rafgeymi þar. Bíllinn er silfurlitur
Toyota Rav4, ýmist kallaður Rumsfeld eða Forstjórinn,“ segir Stefán Máni
Sigþórsson rithöfundur.
„Verstu kaupum reynir maður að gleyma jafnóðum en eitt sinn keypti
ég til dæmis rosaflottan mótorhjólaleðurjakka í London sem var svo bara
allt í einu of lítill þegar ég kom heim, mjög svekkjandi. Svo keypti ég einu
sinni hlutabréf í undradrengjafyrirtækinu Oz. Þeim tókst að galdra allt
hlutafé í eigin vasa og leggja svo loftkastalann niður.“ Stefán Máni
segist hafa lært af reynslunni og búi að því í framtíðinni. „Ég er
búinn að læra tvennt, það er að sjá í gegnum hinn svokallaða
frjálsa markað og máta leðurjakka betur áður en ég kaupi þá.“
NEYTANDINN Stefán Máni
Hefur lært að máta jakka betur
Erlendar vörur eru plastmerktar í 94
prósentum tilfella en íslenskar vörur
aðeins í 64 prósentum tilfella. Þetta
leiddi könnun í ljós sem Umhverfis-
stofnun gerði á plastmerkingum um-
búða mat- og hreinlætisvara í völdum
verslunum á höfuðborgarsvæðinu í
sumar.
Allar plastumbúðir eiga að bera
merki sem tilgreinir plasttegund um-
búðar. Sú merking er nauðsynleg fyrir
skilvirka flokkun og endurvinnslu.
Vakti það sérstaka athygli að
umbúðir utan um niðursneidd sam-
lokubrauð voru í engum tilfellum merktar. Mjólkurvörur voru í
flestum tilfellum merktar eða í 95 prósent tilfella.
Vantar plastmerkingar
á brauðið ➜ Svona eru gjaldskrár-
breytingar kynntar
VANDA ÞARF
VALIÐ Þeir sem
ekki vilja hafa
varasöm efni
í snyrtivörum
sínum þurfa
að skoða vel
innihaldslýs-
ingar við kaup á
þeim.
BERGÞÓRA
SKÚLADÓTTIR
HRINGDU tilkynning send með
tölvupósti og birt á
heimasíðu.
NOVA tilkynning send með
tölvupósti og birt á
heimasíðu.
SÍMINN tilkynning birt á
símareikningi og á
heimasíðu.
TAL
VODAFONE
tilkynning birt á
símareikningi, í heima-
banka og á heimasíðu.
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
BREYTIST Í RÚM Á
AUGABRAGÐI
EXTRA ÞYKK OG
GÓÐ SPRINGDÝNA
SV EFNBREIDD 1
140X200 CM
RÚMFATAGEYMS LA
SUPREME Deluxe
TILBOÐ
KR. 149.900
KR. 135.900
KR. 179.900
Debonair
Upend
áður kr. 169.800
Svefnbreidd 130x200
Þykk og góð springdýna
Svefnbreidd 140x190 Þykk og góð springdýna
tilkynning birt á síma-
reikningi og á heima-
síðu. (Einnig hægt að fá
kynningar í tölvupósti.)