Fréttablaðið - 17.10.2013, Síða 22
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22
„Hér á landi er fólki refsað fyrir
að reka fyrirtæki sín skynsamlega
og á heiðarlegan hátt,“ segir Frið-
rik Skúlason, fyrrverandi eigandi
hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk
Software.
Friðrik neyddist að eigin sögn
til að selja fyrirtækið á síðasta ári
vegna auðlegðarskatts stjórnvalda.
Á þeim tíma var fyrirtækið að
hans sögn skuldlaust og nokkurra
hundraða milljóna króna virði. Þar
sem Friðrik og eiginkona hans,
Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast
öll hlutabréf í fyrirtækinu voru
þau skilgreind sem eigendur stórr-
ar eignar og rukkuð um auðlegðar-
skatt út frá eigin fé fyrirtækisins.
„Einu tekjurnar sem við höfð-
um af eigninni voru launin okkar
því við vildum ekki greiða okkur
út arð heldur nota hann til að
byggja fyrirtækið upp. Á sama
tíma vorum við rukkuð um svo
háan auðlegðarskatt að við höfð-
um engin laun í fjóra mánuði á
ári. Okkur var því refsað fyrir að
vilja nota arðinn af eigninni til að
byggja hana upp,“ segir Friðrik.
Fyrirtækið er í dag í eigu
erlendra aðila og heitir nú
Commtouch Iceland ehf. Eftir söl-
una voru nokkrar deildir innan
þess lagðar niður eða fluttar úr
landi og við það misstu um 20
manns vinnuna.
Allur framtíðarhagnaður af
sölu á vörum fyrirtækisins, sem
sérhæfir sig í að þróa forrit til að
finna tölvuveirur og annan óæski-
legan hugbúnað, verður nú eftir
í útlöndum og skilar ekki leng-
ur gjaldeyri inn í landið. Á þeim
árum sem fyrirtækið starfaði að
öllu leyti á Íslandi skilaði það að
sögn Friðriks nokkrum milljörð-
um króna í erlendum gjaldeyri til
landsins.
„Áður en ég tók ákvörðum um
að selja fyrirtækið hafði ég nokkra
valkosti í stöðunni. Ég gat skuld-
sett fyrirtækið til að borga mér
hærri laun svo ég gæti borgað auð-
legðarskattinn. Ég gat einnig hætt
að láta arðinn fara inn í fyrirtækið
og farið að reka fólk og skera niður
til að geta borgað sjálfum mér arð
til að eiga fyrir skattinum. Á end-
anum var einfaldast að selja fyrir-
tækið,“ segir Friðrik.
Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd
sem ein aðalástæðan fyrir því að
íslensk tæknifyrirtæki geti ekki
nálgast nauðsynlegt fjármagn til
að vaxa og dafna. Friðrik segir
að höftin hafi ekki spilað inn í
ákvörðun hans.
„Við vorum ekki að leitast eftir
fjármagni heldur rákum fyrirtæk-
ið á eigin fé. Við rákum það eins
og litla gula hænan gerði hlutina,
ein og óstudd. En litla gula hænan
virðist ekki vera vel liðin á Íslandi
og því var það eina sem ég gat gert
að fara leið hennar og segja, ég tek
þá bara brauðið mitt og borða það
sjálfur,“ segir Friðrik.
Hann nefnir ýmsar aðrar ástæð-
ur þess að hann er ekki bjart-
sýnn á þróun tæknigeirans hér á
landi. Friðrik nefnir sem dæmi að
íslenska menntakerfið skili ekki
þeim fjölda tæknimenntaðra ein-
staklinga sem atvinnulífið þarf á
að halda.
„Mín ráðlegging til þeirra sem
eru í sömu sporum og ég var árið
1987, þegar ég lagði grunninn að
stofnun fyrirtækisins, er að byrja
á því að flytja fyrirtækin úr landi.
Ísland er of fjandsamlegt tæknifyr-
irtækjum til að það sé nokkuð vit í
að vera hérna.“ haraldur@frettabladid.is
Þurfti að selja vegna skatta
Friðrik Skúlason seldi hugbúnaðarfyrirtækið Frisk Software úr landi í fyrra. Aðalástæðan fyrir sölunni var
að hans sögn auðlegðarskattur stjórnvalda. Framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins verður nú eftir í
útlöndum. Friðrik er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans og segir Ísland vera fjandsamlegt tæknifyrirtækjum.
Síminn hefur samið við Farice um
að tryggja netsamband Símans við
umheiminn til ársloka 2019. Síminn
fær með samningnum margfalda band-
breidd úr landi á við það sem nú er, að
sögn Sævars Freys Þráinssonar, for-
stjóra Símans.
Hann segir að samningurinn tryggi
bandbreidd um þrjá sæstrengi, Farice-1
og Danice-strengina til Evrópu, auk
Greenland Connect-strengsins til Norð-
ur-Ameríku. „Síminn hefur átt í farsælu
viðskiptasambandi við Farice um árabil
og með þessum samningi styrkjum við
enn frekar samband okkar við umheim-
inn,“ er eftir honum haft í tilkynningu
Símans. Með samningnum nái Síminn
markmiðum sínum um gæði og öryggi
gagnatenginga við útlönd. „Auk þess
sem Síminn hefur nú góðan sveigjan-
leika til að bregðast við hraðri þróun á
fjarskiptamarkaði.“
Eftir Ómari Benediktssyni, forstjóra
Farice, er haft að Síminn hafi lengi
verið einn af helstu samstarfsaðilum
félagsins og í upphafi einn af bakhjörl-
um þess. - óká
Nýr samningur Símans við Farice um gagnatengingu við útlönd gildir til ársloka 2019:
Margfalda bandbreiddina frá því sem nú er
Matsfyrirtækið Reitun hefur
breytt horfum í lánshæfismati
Orkuveitu Reykjavíkur úr stöð-
ugum í jákvæðar.
Í tilkynningu Orkuveitunnar
segir að helsta ástæða jákvæðs
mats nú séu hversu vel hefur geng-
ið að fylgja eftir Planinu, aðgerða-
áætlun Orkuveitunnar og eigenda.
Heildareinkunn Reitunar er
áfram B+ og kemur fram að Orku-
veitan þurfi að styrkja lausafjár-
stöðu sína, draga úr markaðs-
áhættu og borga niður skuldir.
Gangi það eftir má búast við að
lánshæfismat Orkuveitunnar
batni. - jjk
Lánshæfismati breytt:
Segja horfur
OR jákvæðar
Farsímafyrirtækið Alterna býður
nú, fyrst allra íslenskra farsíma-
félaga, upp á ótakmarkaðar mín-
útur og SMS óháð kerfi.
„Þetta þýðir að fólk getur hringt
án þess að hafa áhyggjur af inn-
eign eða kostnaði á hverja mínútu
í öll símkerfi á landinu,“ segir í til-
kynningu fyrirtækisins. Nýjungin
er sögð brjóta upp „mjög einsleitt
vöruframboð“ fyrirtækjanna sem
eru á markaði í dag.
„Við mætum full tilhlökkunar
til leiks“ er haft eftir Magnúsi
Árni Gunnarssyni, markaðsstjóra
Alterna, sem boðar „raunveru-
lega“ samkeppni. - óká
Alterna hefur innreið sína:
Boða raunveru-
lega samkeppni
NEYDDUR TIL AÐ
SELJA Friðrik segir
að sér hafi verið
refsað fyrir að nota
arð af fyrirtæki sínu
til að byggja það upp.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hugbúnaðarfyrirtækið Frisk
Software var formlega stofnað í
júní 1993 en starfsemi þess hófst í
raun árið 1987.
Fyrirtækið lagði áherslu á að
framleiða vörur sem tryggja og
bæta tölvuöryggi. Þar á meðal var
vírusvarnarforritið Lykla-Pétur,
sem var fáanlegt frá árinu 1989,
og var þá eitt af fyrstu vírusvarnar-
forritunum til að koma á markað í
heiminum.
Forritið var meðal annars selt
til fyrirtækja, háskóla, opinberra
stofnana og heimilisnotenda, bæði
hér innanlands og víða um heim.
Þróaði Lykla-Pétur
SKRIFAÐ
UNDIR Ómar
Benedikts-
son, forstjóri
Farice, og
Sævar Freyr
Þráinsson, for-
stjóri Símans,
ganga frá
samningi.
MYND/SÍMINN
HÖFUÐSTÖÐVAR OR Lánshæfismat
Orkuveitunnar fer úr stöðugu í jákvætt.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
SNJALLSÍMAR Alterna býður farsíma-
notendum ótakmarkaða notkun fyrir
fast gjald.
Byggðastofnun tilkynnti í gær
að stofnunin ætlaði að bjóða við-
skiptavinum sínum upp á óverð-
tryggð lán. Vextir á lánunum verða
með 3,5 prósenta álagi ofan á milli-
bankavexti (REIBOR).
„Við höfum eingöngu veitt verð-
tryggð lán frá árinu 2008 og fyrir
þann tíma vorum við með erlend
lán. Þessi ákvörðun eykur því
vöruúrvalið hjá okkur,“ segir Elín
Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður
fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.
Spurð hvort óverðtryggðu lánin
komi til með að draga úr kostnaði
hjá lántakendum segir Elín að lán-
unum fylgi hærri greiðslubyrði til
að byrja með en að þau henti betur
í lægri fjárhæðir og í styttri láns-
tíma.
„Með þessu erum við ekki að
fara í samkeppni við bankana. En
bankarnir hafa veitt þessi lán og
þetta er leið til að verða við óskum
okkar viðskiptavina á landsbyggð-
inni,“ segir Elín. -hg
Nýr valkostur fyrir lántakendur á landsbyggðinni:
Byggðastofnun býður
óverðtryggð lán
BYGGÐASTOFNUN Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Sauðárkróki.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Lampasnúrur í ótrúlegu úrvali
Silkisnúrur í úrvali, 17 mismundandi litir.
Hannaðu þín eigin ljós, eða frískaðu upp á
gömlu ljósin. Frábært efni á góðu verði.
Komdu og sjáðu réttu handbrögðin
Glóey raftækjaverslun býður viðskiptavinum sínum á örnámskeið eftir almennan opnunartíma í verslunina
laugardaginn 19. október kl. 15-17. Hentugt fyrir þá sem vilja læra réttu handbrögðin við að tengja algengan
búnað svo sem klær og ljósastæði. Leiðbeinendur námskeiðsins eru starfsmenn verslunarinnar og er að
kostnaðarlausu en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið verslun@gloey.is eða á facebook www.
facebook.com/gloeyehf