Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.10.2013, Qupperneq 32
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. „Hátíðin er glæsileg og snýst öll um kórsöng enda er hann þjóðaríþrótt Íslendinga. Þetta er fjölmennasti við- burður í Eldborg sem verið hefur frá upphafi,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og kórstjóri, um feiknamik- inn samsöng í Hörpu 19. og 20. október. Tilefnið er að 75 ár eru liðin frá því fimm blandaðir kórar stofnuðu lands- samband. Einn þeirra fimm kóra er enn starfandi, það er Sunnukórinn á Ísa- firði og hann mun að sjálfsögðu mæta. Hörpusöngur nefnist dagskráin á laugardag sem stendur frá klukkan 13 til 17. Þá verða 25 tónleikar á ýmsum stöðum í húsinu, í Norðurljósasalnum, í Hörpuhorni, á stóra pallinum fram- an við Eldborg og á jarðhæðinni við Norðurbryggju. „Fólk verður í söng- vímu allan þann dag því dagskráin er fjölbreytt og öll ókeypis,“ lýsir Mar- grét. Hátíðartónleikarnir í Eldborg á sunnudaginn eru þó hápunkturinn, að sögn Margrétar. Þá sameinast þátttak- endur, hátt í níu hundruð söngvarar, í blandaðri dagskrá. Þar verður byrjað á að syngja þjóðsönginn og svo verða tekin fimm þekkt kóralög, eins og Maístjarnan, Heyr himnasmiður og fleiri sem eru sameign þjóðarinnar. „Í efnisskránni verða nótur og við ætlum að fá alla tónleikagesti í Hörpu til að syngja með okkur þannig að þetta verður þjóðkór. Þá verða þetta ekki níu hundruð heldur 2.100 sem syngja saman ef allir taka undir,“ segir Mar- grét kampakát. Hún segir þó ekki verða um neinn rútubílasöng að ræða heldur verði hver og einn að kunna kóraröddina sína en að öðrum kosti syngja í hjartanu og njóta stundar- innar. Samið var nýtt hátíðarlag sem frumflutt verður við þetta tilefni. Það er eftir Hreiðar Inga Þorsteins- son. „Hreiðar Ingi er ungt tónskáld og kórum hefur þótt skemmtilegt að syngja verk hans,“ segir Margrét. „Þetta lag er við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og heitir Upphaf.“ Átta stærstu kórarnir munu syngja tvö lög hver um sig en síðan lýkur dagskránni á litríkum þáttum úr messu eftir sænska tónskáldið Robert Sund sem stjórnar flutningnum. „Þetta er messa með dálitlu djassívafi þannig að það verður fútt í hátíðinni í lokin. Sund er líka einn þekktasti kórstjóri allra Norðurlandanna og er vanur að stjórna mörg þúsund manns á stórum Evrópusöngmótum, svo það verður væntanlega ekkert mál fyrir hann að hafa vald yfir 900 Íslendingum.“ Nánari upplýsingar eru á nýrri vef- síðu landssambandsins, lbk.is. gun@frettabladid.is Fjölmennasti viðburður í Eldborg frá upphafi Um níu hundruð manns koma syngjandi fram í Hörpu á kórahátíð um næstu helgi, 19. og 20. október. Einnig mega gestir taka undir. Hátíðin er í tilefni sjötíu og fi mm ára afmælis Landsasmbands blandaðra kóra. Margrét Bóasdóttir er verkefnisstjóri. VERKEFNISSTJÓRI KÓRAHÁTÍÐARINNAR „Við ætlum að fá alla tónleikagesti í Hörpu til að syngja með okkur, þannig að þetta verður þjóðkór,“ segir Margrét Bóasdóttir söngkona. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Söngleikurinn Hárið eftir James Rado, Gerome Ragni og Galt MacDermot var frumsýndur þennan dag í Biltmore-leikhúsinu á Broadway á í New York. Hann var innblásinn af hippamenn- ingu og kynlífsbyltingu sjöunda áratugarins sem endurspeglaðist meðal annars í textum sem mæla gegn Víetnamstríðinu og hefja fíkniefni upp til skýjanna. Hann naut strax hylli gesta og var sýndur árum saman á Broadway. Síðan hefur hann verið settur upp um allan heim og notið gríðarlega vinsælda. Lögin úr söngleiknum hafa lifað góðu lífi. Meðal annars hafa tvö þeirra, Aquarius og Let the Sun- shine in, unnið til Grammy-verðlauna. Árið 1979 var framleidd kvikmynd byggð á söngleiknum. Henni leikstýrði Milos Forman. ÞETTA GERÐIST: 17. OKTÓBER 1967 Söngleikurinn Hárið var frumsýndur Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR (LILLA) frá Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 19. október klukkan 14.00. Jóna Bára, Sara, Svanhvít, Ölver og Guðmundur Jakobsbörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR VIKTORSDÓTTIR frá Ólafsfirði, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 14. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. október klukkan 15.00. Marteinn Elí Geirsson Hugrún Pétursdóttir Agnes Geirsdóttir Guðjón Guðmundsson Helga M. Geirsdóttir Valdimar Bergsson Þorvaldur Geir Geirsson Ólöf Ingimundardóttir Guðrún Geirsdóttir Steinar Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN NILS ÞÓRHALLSSON Löngumýri 20, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11. október 2013. Jarðarförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. Jórunn Óskarsdóttir Örn Kristinsson Geirlaug Ingibergsdóttir Elín Ýr Arnardóttir Hlynur Arnarson Snorri Freyr Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og systur, ARNÞRÚÐAR STEFÁNSDÓTTUR sjúkraliða, Strikinu 8. Sérstakar þakkir viljum við færa Friðbirni Sigurðssyni krabbameinslækni og starfsfólki krabbameinsdeildar, Heimahlynningar og líknardeildar LSH fyrir þeirra góða starf. Einnig viljum við þakka öllum þeim er minntust hennar. Arna Valdís Kristjánsdóttir Vilberg Kristinn Kjartansson Stella Kristjánsdóttir Lilja Kristjánsdóttir Jóhanna Kristín Gísladóttir Jana Björk Ingadóttir barnabörn og systkini. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi starfsmaður Flugleiða, Brávallagötu 50, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi á Spáni sunnudaginn 13. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrefna Björnsdóttir Guðmundur Sigurðsson Hjördís Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI PÉTUR BJÖRGVINSSON sjóntækjafræðingur, Kjalarsíðu 14b, Akureyri, sem lést aðfaranótt þriðjudagsins 8. október verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar. Laufey Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur Árnason Þorgerður Helga Árnadóttir Ingi Rafn Ingason Sævar Már Árnason Gunnhildur Helgadóttir Helga Laufey Ingadóttir, Jökull Sævarsson, Myrra Ísis Sævarsdóttir og Valgerður Árný Ingadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR ELÍASSON lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. október. Hann verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju 25. október kl. 13.00. Ásta Vigdís Bjarnadóttir Eyrún Ingimarsdóttir Elías Jakob Ingimarsson Ástmar Ingimarsson Ingi Vífill Ingimarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN RÚNAR GUNNARSSON samanburðarmálfræðingur, sem lést 9. október, verður kvaddur frá Neskirkju föstudaginn 18. október kl. 11.00. Margrét Jónsdóttir Þóra Jónsdóttir Sveinbjörn Gröndal Bergljót Jónsdóttir Arnaldur Sigurðsson Ásgrímur Karl Gröndal Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARÍTAS ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Grundargötu 70, Grundarfirði, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi, sunnudaginn 13. október. Útför hennar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Guðjón Elísson Atli Már Hafsteinsson Unnur Edda Garðarsdóttir Árni Þórarinsson Anna Dís Þórarinsdóttir Narfi Jónsson Kristján Guðjónsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN BJARNASON bátsmaður, Fornhaga 17, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 12. október. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 18. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún G. Sæmundsdóttir Sæmundur E. Þorsteinsson Svana Helen Björnsdóttir Jón Viðar Þorsteinsson Þórunn Harðardóttir Rakel Guðrún Óladóttir Sólveig Níelsdóttir Björn Orri, Sigurður Finnbogi og Þorsteinn Sæmundssynir Þorsteinn Jakob og Guðmunda Jónsbörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.