Fréttablaðið - 17.10.2013, Page 39

Fréttablaðið - 17.10.2013, Page 39
KYNNING − AUGLÝSING Vetrardekk17. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR 3 NÝTT DEKKJ AVERKSTÆÐ I Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur UltraGrip 8UltraGrip Ice+ UltraGrip 8 Performance Ultragrip Ice Arctic SilentArmor PARTNER Hjá Kletti fæst mikið úrval nýrra dekkja undir fólks-bíla, jeppa, vörubifreiðar og vinnuvélar. Fyrirtækið er til húsa að Klettagörðum 8-10. Nýlega var svo opnað útibú að Suðurhrauni 2b í Garðarbæ. Þjónusta allar gerðir bíla „Við þjónustum alla bíla; allt frá minnstu gerðum upp í stærstu tæki. Við bjóðum bæði nagladekk og óneglanleg vetrardekk sem eru yfirleitt brúkuð sem heilsársdekk. Goodyear er okkar stærsta merki en auk þess bjóðum við undirmerki eins og Sava og Fulda ásamt því að vera með Minerva-dekk frá Asíu,“ segja sölumennirnir Eggert Bjarki Eggertsson og Halldór Jóhannsson. Þeir segja nagladekkin hafa yfir- höndina í öllum stærðarflokkum og að töluvert sé þegar orðið að gera þó svo að miðað sé við að setja þau ekki undir fyrr en 1. nóvember. „Víða um land er komin hálka. Ef fólk er að keyra á nóttunni eða úti á landi vega aðstæður þyngra en þessi viðmið. Við slíkar aðstæður er ekk- ert sem kemur í staðinn fyrir nagla- dekkin.“ Þeir segja mikinn áróður gegn nagladekkjum en hafa sjálf- ir ekki séð rannsókn sem styður að þau slíti götunum meira en önnur. „Ef fólki líður betur á nöglum og finnur til meira öryggis mælum við hiklaust með þeim.“ Á þetta að sögn þeirra Eggerts og Halldórs bæði við um fólksbílaeigendur og ökumenn stærri bifreiða. Nýjung frá Goodyear Goodyear setti nýtt nagladekk á markað í fyrra sem þykir gríðar- lega öruggt og fæst nú undir flestar gerðir fólksbíla. „Naglarnir eru ekki hringlaga eins og almennt þekkist heldur þríhyrningslaga sem gefur enn betra viðnám. Þeir eru stefnu- virkir, snúa allir eins og hjálpa til við að beygja og bremsa. Áður voru þrjár til fjórar raðir af nöglum á hverju dekki en á þessum dekkj- um eru þær 28 og ná alveg inn að miðju. Þeir ökumenn sem prufuðu þessi dekk í fyrra hafa lýst mikilli ánægju með þau.“ Vel nýtt dekkjahótel En hvað má gera ráð fyrir að dekk- in endist lengi? „Það er líka afar breytilegt. Augljóslega skiptir akst- urslag og aðstæður miklu máli en svo spilar loftþrýstingur, jafnvægi og hjólastilling líka inn í. Kíló- metrafjöldinn er þó sterkasta við- miðið en yfirleitt er talað um að fólksbíladekk dugi 40 til 60 þúsund kílómetra. Þegar fólk kemur í skipti leggjum við mat á dekkin sem við tökum undan og látum vita hvort þau komi til með að duga áfram eður ei. Ef þau eru nothæf bjóðum við fólki að geyma aukaumganginn á dekkjahótelinu okkar. Það kemur sér meðal annars vel fyrir fólk sem hefur ekki aðgang að geymslu,“ segja þeir en gjaldið er frá 3.500 krónum fyrir tímabilið. Engar tímapantanir Þeir Eggert og Halldór segja yfireitt ekki þurfa að panta tíma í skipti. „Þegar mesti kúfurinn er tökum við stundum upp þannig kerfi en alla jafna er bara að renna við. Við erum með netteng- inu á kaff i- stofunni og heitt á könn- unni svo fólk ætti að geta látið fara vel um sig á meðan.“ Mælum hiklaust með nöglum Klettur býður dekk undir allar gerðir bíla. Sölumenn fyrirtækisins segja flesta velja nagladekk enda kemur fátt í staðinn fyrir þau í hálku og snjó. Goodyear er stærsta merki Kletts en framleiðandinn setti glænýtt nagladekk á markað í fyrra sem ánægja ríkir með. Ultragrip Ice Arctic er nýjung frá Goodyear. Nagl- arnir eru þríhyrningslaga og gefa mjög gott viðnám. Nýlega opnaði Klettur útibú að Suðurhrauni 2b. Þeir Halldór og Eggert taka vel á móti fólki en Klettur þjónustar allar gerðir bíla. MYND//PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.