Fréttablaðið - 17.10.2013, Qupperneq 56
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
„Ísafoldarbrass er svar við eftir-
spurn eftir virkri brassgrúppu á
klassísku tónlistarsenunni,“ segir
Ari Hróðmarsson básúnuleikari,
sem er stjórnandi hljómsveitar-
innar Ísafoldarbrass. „Við erum
nokkrir strákar sem erum tiltölu-
lega nýbúnir að ljúka námi á brass-
hljóðfæri sem langaði að spila
saman og flytja brasstónlist sem
er ekki mikið flutt á Íslandi.“
Meðlimir Ísafoldarbrass eru auk
Ara trompetleikarinn Vilhjálmur
Ingi Sigurðsson, Óðinn Melsteð á
trompet, Guðmundur Andri Ólafs-
son á horn, Carlos Caro Aguilera á
básúnu og Nimrod Ron á túbu.
Á fyrstu tónleikum hljómsveit-
arinnar er litið til íslenskra tón-
verka fyrir brass eftir tónskáldin
Pál Pampichler Pálsson, Úlfar Inga
Haraldsson og Guðnýju Valborgu
Guðmundsdóttur í bland við útsetn-
ingar Össurar Geirssonar á völdum
íslenskum dægurlögum.
Tónleikarnir eru eins og áður
segir næstkomandi föstudag klukk-
an 12 í Háteigskirkju.
Hljómsveitin hefur þegar
bókað aðra tónleika í kirkjunni í
nóvember og að sögn Ara er hér
ekki um stundarfyrirbæri að
ræða heldur hljómsveit sem er
komin til að vera. - fsb
Svar við eft irspurn eft ir
brassgrúppu sem spilar klassík
Ísafoldarbrass er ný íslensk brasshljómsveit sem kemur fram í fyrsta sinn í
Háteigskirkju á föstudaginn. Meðlimir hennar eru nýútskrifaðir úr tónlistarnámi.
ÍSAFOLDARBRASS Hljómsveitin er skipuð sex ungum tónlistarmönnum sem nýlega
útskrifuðust úr námi á brasshljóðfæri.
Ást Hjörleifs á Helgu Arnar-
dóttur, systur Ingólfs landnáms-
manns, varð til þess að þeir fóst-
bræður fóru frá Noregi í leit að
nýjum tækifærum. Því má segja
að Ísland hafi byggst af ást, ef
frásögn Landnámabókar er trúað.
Þetta bendir Gunnar Karlsson á í
nýrri bók sinni Ástarsögu Íslend-
inga – að fornu – sem nýkomin er
út á vegum Forlagsins. Þar fjallar
hann um ástir Íslendinga á tíma-
bilinu 870-1300. Hvað skyldi hafa
komið honum til að einbeita huga
sínum að því efni?
„Það fór að renna upp fyrir mér
þegar ég var við kennslu í Háskól-
anum að tilfinningar væru van-
metnar í sagnfræði yfirleitt. Að
of lítið væri fjallað um gildi þess
að njóta tilfinninga sinna í saman-
burði við það sem er skrifað um
völd og auð,“ svarar hann og held-
ur áfram: „Smátt og smátt fór ég
að lesa mig inn í fræði um eðli og
sögu tilfinninga. Þar talaði ég um
tilfinningarétt og var þar að reyna
að búa til nýtt, fræðilegt hugtak.
Eftir að ég hætti að kenna sneri
ég mér svo að því að búa til bók
um sögu ástarinnar á fyrsta skeiði
Íslandssögunnar.“
Gunnar telur mikinn misbrest á
því að fólk til forna hafi búið við
tilfinningarétt, einkum rétt til að
njóta ástar. Þar hafi kaþólska mið-
aldakirkjan, sem taldi kynlíf synd-
samlegt, umfram það sem nauð-
syn krefði til viðhalds stofninum,
haft sín áhrif. Margt bendi til að
ásatrúin hafi verið heldur frjáls-
legri hvað þetta varðar, þó hömlur
hafi verið miklar.
„Ég segi stundum að mesta
framför sögunnar sé sú að við
höfum fengið aukinn rétt til að
njóta ástar en minni rétt til að fá
útrás fyrir reiði okkar. Ef maður
varð ósáttur við annan mann að
fornu þá drap hann hann, en nú
erum við langflest hætt því og
langar ekki einu sinni til þess.
Þannig hefur orðið til ástarréttur
og hefndaróréttur.“
Um samkynhneigð kveðst
Gunnar hafa grafið upp vís-
bendingar í sögunum og nefn-
ir tvo karla. Annar þeirra er
Guðmundur ríki á Möðruvöllum
í Eyjafirði. „Guðmundur var gift-
ur og eitt sinn var nefnt við konu
hans í veislu að hann væri ekki
alls kostar snjall, þar var átt við
kynhneigð,“ segir Gunnar. „Þetta
var afskaplega mikið áfall fyrir
konuna. Hún varð bara veik og
hvarf úr veislunni án þess að njóta
veitinganna.“
En hvað með hjónaskilnaði?
Þekktust þeir til forna? „Já. Þeir
voru þó eitt af því sem kirkjan
bannaði en sífelldar undanþágur
voru veittar frá því banni. „Auð-
vitað voru skilnaðir mjög sjald-
gæfir miðað við nútímann, en þeir
eru líka sérkenni á okkar auðugu
vestrænu samfélögum. Alveg
fram á 20. öld voru þeir fátíðir
alls staðar.“
Þótt hjón skildu sjaldan á
fyrstu öldum byggðar segir
Gunnar frillulíf hafa verið mikið.
„Karlmenn gátu verið mjög
taumlausir og leyfðu sér mikið
en til kvenna voru gerðar mun
strangari kröfur.“
gun@frettabladid.is
Telur tilfi nningar
vanmetnar í sagnfræði
Hver var réttur Íslendinga til að elska, á fyrstu öldum byggðar í landinu? Það
kryfur Gunnar Karlsson sagnfræðingur í bókinni Ástarsaga Íslendinga að fornu.
SAGNFRÆÐINGURINN „Ég segi stundum að mesta framför sögunnar sé sú að við höfum fengið aukinn rétt til að njóta ástar
en minni rétt til að fá útrás fyrir reiði okkar,“ segir Gunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVASYKURLAUST
STREPSILS
með jarðaberjabragði
Við eymslum og
ertingu í hálsi!
- nú sykurlaust og
með jarðaberjabragði
Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg,
amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn
6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri
skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða
versna innan nokkurra daga. Lyfið inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif.
Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið. Lesið leiðbeiningar
á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi:
Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
20
13
R
B
00
2
St
re
ps
ils