Fréttablaðið - 19.10.2013, Side 10

Fréttablaðið - 19.10.2013, Side 10
19. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 boðar til almennra félagsfunda Reykjavík þriðjudaginn 22. október á Störhöfða 31 1. hæð kl. 16.30 og á Akureyri á Hótel KEA miðvikudaginn 23. október kl. 16.00 Dagskrá 1. Kjaramál 2. Önnur mál Að loknum erindum verða pallborðsumræður og eru þátttakendur þar auk framsögumanna þau Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður Ferðafélags Íslands, og Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra. Málþing um myrkurgæði • Mörður Árnason, formaður starfshóps um myrkurgæði á Íslandi, kynnir greinargerðina. • Áhugamenn horfa til himins. Sverrir Guðmundsson, framhaldsskólakennari og stjórnarmaður í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. • Hvað sjást margar stjörnur? - Myrkurgæði á höfuðborgarsvæðinu. Snævarr Guðmundsson landfræðingur. • Hlutverk OR við götulýsingu. Hilmar Jónsson starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. • Ljósvistarskipulag – markmið og ávinningur. Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuður og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir lýsingarhönnuður og innanhússarkitekt. Ókeypis er á þingið og eru allir velkomnir. Í tilefni af útgáfu greinargerðar um Myrkurgæði á Íslandi verður haldið málþing um myrkurgæði og ljósmengun miðvikudaginn 23. október, kl. 10–12, í fundarsal Þjóðminjasafnsins. PAKISTAN, AP Um 450 óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í 33 árásum ómannaðra loftfara, sem kallast gjarnan drónar, á vegum bandarískra stjórnvalda. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um mannfall í drónaárásum sem verið er að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Síðustu misseri hafa Banda- ríkjamenn í síauknum mæli reitt sig á loftför þessi í baráttu við hryðjuverkamenn í Pakistan, Afganistan og Jemen. Þessi nálgun hefur enda reynst áhrifarík að því marki að tekist hefur að fella fjöl- marga forvígismenn hryðjuverka- hópa, ekki síst hópa sem tengjast al-Kaída hryðjuverkanetinu, án þess þó að hætta lífi hermanna. Á móti kemur fyrrnefnt mann- fall í hópi óbreyttra borgara, sem hefur valdið mikilli úlfúð í þeim ríkjum sem um ræðir. Meðal ann- ars var þetta eitt af helstu kosn- ingamálunum í þingkosningunum í Pakistan fyrr á árinu. Bandaríkjastjórn hefur hingað til ekki viljað upplýsa um umfang eða fjölda aðgerða og ber við þjóð- aröryggissjónarmiðum. Í skýrsl- unni segir meðal annars að þátt- taka leyniþjónustunnar, CIA, í drónaverkefnum hafi skapað „nær óyfirstíganlegar hindranir í átt að gagnsæi“. Löndum sem stunda árásir með drónum, Bandaríkj- unum, Bretlandi og Ísrael, beri skylda til að upplýsa um mann- fall í árásum sínum og sýna fram á lagalega réttlætingu fyrir þeim. Ben Emmerson, sem er aðal- höfundur skýrslunnar, segir slíkt ekki geta viðgengist til langframa og kallar eftir frekara gegnsæi af hálfu Bandaríkjamanna. Slíkt sé lykilatriði í því að fórnarlömbum slíkra árása gefist færi á að leita réttar síns. Stjórnvöld í Pakistan hafa tjáð Sameinuðu þjóðunum að 400 óbreyttir borgarar hið minnsta hafi fallið í drónaárásum þar í landi frá árinu 2011, þrjátíu í Afganistan og 21 í Jemen. Emmerson segir í skýrsludrög- unum að árásirnar brjóti einnig gegn fullveldi Pakistans, þar sem stjórnvöld þar í landi hafa mót- mælt þeim opinberlega. Þetta þykir þó ekki svo einfalt, þar sem almennt er talið að sumar árásirnar hafi verið samþykktar af mönnum í efstu lögum stjórn- kerfisins og hersins. Fullkláruð skýrsla verður kynnt fyrir Mannréttindaráði Samein- uðu þjóðanna. thorgils@frettabladid.is 450 borgarar hafi fallið í drónaárásum Samkvæmt skýrsludrögum frá Sameinuðu þjóðunum er talið að um 450 óbreyttir borgarar hafi fallið í árás- um sem Bandaríkjamenn hafa gert með ómönnuðum loftförum í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. DRÓNAR Flugskeytum er skotið úr fjar- stýrðum loftförum sem þessum sem beitt hefur verið gegn hryðjuverka- hópum. Samkvæmt frumdrögum skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa þó 450 óbreyttir borgarar fallið í slíkum árásum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÓTMÆLI Drónaárásir hafa vakið mikla reiði, meðal annars í Pakistan þar sem þessi mynd var tekin í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Halldór Ármanns- son var í gær kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi félagsins á Grand Hóteli Reykjavík. Halldór var áður vara- formaður sambandsins og er núver- andi formaður Reykjaness – félags smábátaeigenda á Suðurnesjum. Þorvaldur Garðarsson, formaður Árborgar – félags smábátaeigenda á Suðurlandi, gaf einnig kost á sér til formennsku. Halldór hlaut 26 atkvæði og Þorvaldur 24. Arthur Bogason, sem hafði verið formaður félagsins frá stofnun þess 5. desember 1985, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. - hg, skó Halldór Ármannsson hlutskarpastur í kjöri á landsfundi í gær: Nýr formaður smábátaeigenda NÝR FORMAÐUR Halldór Ármannsson var kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda í hnífjafnri kosningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.