Fréttablaðið - 19.10.2013, Page 10
19. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
boðar til almennra félagsfunda
Reykjavík þriðjudaginn 22. október
á Störhöfða 31 1. hæð kl. 16.30
og á Akureyri á Hótel KEA
miðvikudaginn 23. október kl. 16.00
Dagskrá
1. Kjaramál
2. Önnur mál
Að loknum erindum verða pallborðsumræður og eru þátttakendur þar auk framsögumanna þau
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður Ferðafélags Íslands, og Svandís
Svavarsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Málþing um myrkurgæði
• Mörður Árnason, formaður starfshóps um
myrkurgæði á Íslandi, kynnir greinargerðina.
• Áhugamenn horfa til himins.
Sverrir Guðmundsson, framhaldsskólakennari
og stjórnarmaður í Stjörnuskoðunarfélagi
Seltjarnarness.
• Hvað sjást margar stjörnur?
- Myrkurgæði á höfuðborgarsvæðinu.
Snævarr Guðmundsson landfræðingur.
• Hlutverk OR við götulýsingu.
Hilmar Jónsson starfsmaður Orkuveitu
Reykjavíkur.
• Ljósvistarskipulag – markmið og ávinningur.
Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuður
og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir lýsingarhönnuður
og innanhússarkitekt.
Ókeypis er á þingið og eru allir velkomnir.
Í tilefni af útgáfu greinargerðar um Myrkurgæði á Íslandi verður
haldið málþing um myrkurgæði og ljósmengun miðvikudaginn
23. október, kl. 10–12, í fundarsal Þjóðminjasafnsins.
PAKISTAN, AP Um 450 óbreyttir
borgarar eru taldir hafa fallið í 33
árásum ómannaðra loftfara, sem
kallast gjarnan drónar, á vegum
bandarískra stjórnvalda. Þetta
kemur fram í drögum að skýrslu
um mannfall í drónaárásum sem
verið er að vinna fyrir Sameinuðu
þjóðirnar.
Síðustu misseri hafa Banda-
ríkjamenn í síauknum mæli reitt
sig á loftför þessi í baráttu við
hryðjuverkamenn í Pakistan,
Afganistan og Jemen. Þessi nálgun
hefur enda reynst áhrifarík að því
marki að tekist hefur að fella fjöl-
marga forvígismenn hryðjuverka-
hópa, ekki síst hópa sem tengjast
al-Kaída hryðjuverkanetinu, án
þess þó að hætta lífi hermanna.
Á móti kemur fyrrnefnt mann-
fall í hópi óbreyttra borgara, sem
hefur valdið mikilli úlfúð í þeim
ríkjum sem um ræðir. Meðal ann-
ars var þetta eitt af helstu kosn-
ingamálunum í þingkosningunum
í Pakistan fyrr á árinu.
Bandaríkjastjórn hefur hingað
til ekki viljað upplýsa um umfang
eða fjölda aðgerða og ber við þjóð-
aröryggissjónarmiðum. Í skýrsl-
unni segir meðal annars að þátt-
taka leyniþjónustunnar, CIA, í
drónaverkefnum hafi skapað „nær
óyfirstíganlegar hindranir í átt að
gagnsæi“. Löndum sem stunda
árásir með drónum, Bandaríkj-
unum, Bretlandi og Ísrael, beri
skylda til að upplýsa um mann-
fall í árásum sínum og sýna fram
á lagalega réttlætingu fyrir þeim.
Ben Emmerson, sem er aðal-
höfundur skýrslunnar, segir slíkt
ekki geta viðgengist til langframa
og kallar eftir frekara gegnsæi af
hálfu Bandaríkjamanna. Slíkt sé
lykilatriði í því að fórnarlömbum
slíkra árása gefist færi á að leita
réttar síns.
Stjórnvöld í Pakistan hafa tjáð
Sameinuðu þjóðunum að 400
óbreyttir borgarar hið minnsta
hafi fallið í drónaárásum þar
í landi frá árinu 2011, þrjátíu í
Afganistan og 21 í Jemen.
Emmerson segir í skýrsludrög-
unum að árásirnar brjóti einnig
gegn fullveldi Pakistans, þar sem
stjórnvöld þar í landi hafa mót-
mælt þeim opinberlega.
Þetta þykir þó ekki svo einfalt,
þar sem almennt er talið að sumar
árásirnar hafi verið samþykktar
af mönnum í efstu lögum stjórn-
kerfisins og hersins.
Fullkláruð skýrsla verður kynnt
fyrir Mannréttindaráði Samein-
uðu þjóðanna.
thorgils@frettabladid.is
450 borgarar
hafi fallið í
drónaárásum
Samkvæmt skýrsludrögum frá Sameinuðu þjóðunum
er talið að um 450 óbreyttir borgarar hafi fallið í árás-
um sem Bandaríkjamenn hafa gert með ómönnuðum
loftförum í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum.
DRÓNAR Flugskeytum er skotið úr fjar-
stýrðum loftförum sem þessum sem
beitt hefur verið gegn hryðjuverka-
hópum. Samkvæmt frumdrögum
skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna
hafa þó 450 óbreyttir borgarar fallið í
slíkum árásum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MÓTMÆLI Drónaárásir hafa vakið mikla reiði, meðal annars í Pakistan þar sem
þessi mynd var tekin í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Halldór Ármanns-
son var í gær kjörinn formaður
Landssambands smábátaeigenda á
aðalfundi félagsins á Grand Hóteli
Reykjavík. Halldór var áður vara-
formaður sambandsins og er núver-
andi formaður Reykjaness – félags
smábátaeigenda á Suðurnesjum.
Þorvaldur Garðarsson, formaður
Árborgar – félags smábátaeigenda
á Suðurlandi, gaf einnig kost á sér
til formennsku. Halldór hlaut 26
atkvæði og Þorvaldur 24.
Arthur Bogason, sem hafði verið
formaður félagsins frá stofnun þess
5. desember 1985, gaf ekki kost á
sér til áframhaldandi formennsku.
- hg, skó
Halldór Ármannsson hlutskarpastur í kjöri á landsfundi í gær:
Nýr formaður smábátaeigenda
NÝR FORMAÐUR Halldór Ármannsson
var kjörinn formaður Landssambands
smábátaeigenda í hnífjafnri kosningu.