Fréttablaðið - 19.10.2013, Síða 12
19. október 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Þeir fréttatímar eru fáir um þessar mundir sem ekki greina frá óánægju einstakra starfsgreina í
heilbrigðiskerfinu og alveg sér-
staklega á Landspítalanum. Fyrir
fáum dögum lýstu læknanem-
ar því að þeir sæju framtíð sína
utan veggja spítalans og væntan-
lega utan landsteinanna.
Umræður af þessu tagi hafa
risið og fallið í gegnum tíðina eins
og úthafsaldan. Það liggur í eðli
slíkrar starfsemi að hiti tilfinn-
inganna verður aldrei einangr-
aður þegar um hana er fjallað.
En hvað sem því líður dylst fæst-
um að aldan brotnar nú af meiri
þunga en áður.
L andspít-
alinn er ekki
aðeins mikil-
væg stofnun.
Hann er einn
af hornsteinum
samfélagsins.
Þó að syrt hafi
í álinn fyrr er
rétt að spítalinn stendur á tíma-
mótum. Enginn þarf að efast um
að almennur vilji er til þess að
reka hér spítala sem stenst sam-
anburð við það sem best gerist í
grannlöndunum.
Sú samstaða sem varð á
Alþingi um málefni Landspít-
alans við fjárlagaumræðuna á
dögunum staðfestir að um þetta
markmið er ekki pólitískur
ágreiningur. Í einu hljóði lofuðu
þingmenn ríkisstjórnarinnar
jafnt sem stjórnarandstöðunnar
þremur milljörðum króna til við-
bótar því sem ráðgert er í frum-
varpinu.
En kálið er ekki sopið þótt
í ausuna sé komið. Tímamótin
sem spítalinn stendur á snúast
nefnilega ekki einasta um vilj-
ann. Þau lúta ekki síður að hinu
sem er miklu snúnara efni. Það
er spurningin um getuna til að
breyta vilja í veruleika og tryggja
samkeppnishæfni Landspítalans.
Samkeppnishæfni Landspítalans og landsins
Einfalda svarið sem flestir þingmenn gáfu í þessari umræðu var: Breytum for-
gangsröðinni. Það er gott og bless-
að en segir ekki mikla sögu. Það
má gera með því að skera önnur
viðfangsefni samfélagsins meira
niður eða með því að leggja hærri
skatta á alla eða einhvern tak-
markaðan hóp skattgreiðenda.
Hvor leiðin sem farin verður til
að breyta forgangsröðinni á eftir
að reynast þingmönnum þyngri
þraut en ræðurnar þegar viljinn
var látinn í ljós. Þar kemur tvennt
til. Í fyrsta lagi rekast þeir á önnur
loforð sem þá þarf að svíkja. Í
öðru lagi má fastlega reikna með
að tekjur ríkissjóðs verði minni
en reiknað er með í frumvarpinu
fyrir þá sök að tekjur þjóðarbúsins
verða væntanlega rýrari á næsta
ári en áður var áætlað.
Breytt forgangsröðun til lengri
tíma en eins árs er borin von nema
með umfangsmikilli kerfisbreyt-
ingu í ríkisrekstrinum. Helsta
kerfisbreytingin sem munar um
er uppstokkun á framleiðslu-
styrkjum í landbúnaði. Hún yrði
neytendum hins vegar býsna erfið
nema opnað yrði fyrir innflutning
samtímis. Flest bendir til að þær
sakir standi nú með sama hætti og
á síðasta kjörtímabili: Hagsmunir
landbúnaðarkerfisins eru sterkari
en tilfinningarnar til heilbrigðis-
kerfisins.
Haldbesta ráðið til að jafna
samkeppnisstöðu Landspítal-
ans er að jafna samkeppnisstöðu
landsins við grannlöndin. Vand-
inn er sá að það dregur í sundur
með Íslandi og þeim. Í umræðun-
um á Alþingi benti fjármálaráð-
herra réttilega á að mestu skipti
að stuðla að meiri hagvexti. Það
er einfaldlega ekki hægt að horfa
fram hjá þeirri staðreynd að rót
lélegrar samkeppnishæfni Land-
spítalans liggur í ónógum hag-
vexti og vísirinn að varanlegri
lausn liggur að sama skapi í auk-
inni verðmætasköpun.
Forgangsröðun eða vöxtur
Áhyggjuefni er að ekki skyldu fleiri ræða þessa hlið máls-ins við þetta tækifæri. Það
er áhyggjuefni vegna þess að póli-
tísk yfirborðsgæska dugar Land-
spítalanum skammt þegar horft er
lengra fram á veginn og markið er
sett hærra en að tjalda til einnar
nætur. Spítalinn er ekki eyland og
verður ekki slitinn úr samhengi við
gangverkið í þjóðarbúskapnum.
Atgervisflótti ógnar fleiri svið-
um samfélagsins. Því má ekki
gleyma. Kjarni málsins er sá að ein
af forsendum þess að bæta megi
samkeppnishæfni landsins er að
tryggja atvinnulífinu mynt sem er
gjaldgeng í viðskiptum utan land-
steinanna. Krónur sem hafa ekki
meira gildi á erlendum markaði en
inneignarnóta í Bónus duga ekki.
Dugi þær ekki atvinnulífinu duga
þær ekki Landspítalanum heldur.
Þeir sem eru hlutlausir í deilun-
um um markmið og leiðir í þeim
efnum eru einnig hlutlausir í bar-
áttunni fyrir varanlegum undir-
stöðum Landspítalans. Þar með
er ekki sagt að allir starfsmenn
heilbrigðiskerfisins þurfi að hella
sér í pólitík ofan á annað. En það
eiga allir að vera meðvitaðir um
að tímamótin sem Landspítalinn
stendur á kalla á stærri ákvarðan-
ir en þær sem árlega ráðast eftir
þrýstihópalögmálinu í fjárlaga-
nefnd Alþingis.
Haldi Ísland áfram að dragast
aftur úr grannþjóðunum í Evrópu
fylgir Landspítalinn með eins og
nótt fylgir degi. Því hjóli þarf að
snúa við.
Yfi rborðsgæska dugar skammt
S
íðustu áratugi höfum við lagt talsvert fjármagn og orku í
forsendur þess að þjónusta í grunnskólum landsins megi
verða sem best. Að því er virðist með sáralitlum árangri.
Kennaranámið er nú fimm ára háskólanám og lýkur með
meistaragráðu. Fyrir fimmtán árum þurfti þriggja ára
nám til að öðlast kennararéttindi og allstór hluti starfandi kenn-
ara var án réttinda. Í dag heyrir þetta til undantekninga og þótt
nemendum í grunnskóla hafi fækkað lítillega (um 45 sé miðað við
árið í fyrra) hefur kennurum fjölgað um tuttugu prósent.
Fyrir fimmtán árum voru
grunnskólakennarar á Íslandi
3.726 samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands. Samkvæmt nýjustu taln-
ingu Hagstofunnar eru kenn-
arar orðnir 4.492. Sem merkir
að fyrir fimmtán árum voru
11,4 nemendur á hvern kennara
en þeir eru í dag 9,5. Þetta kemur ekki á óvart þegar rýnt er í
kostnað við grunnskólana en okkar grunnskóli er einn sá dýrasti
í heimi, samkvæmt mælingum OECD. Samt hljótum við öll að
vera sammála um að kennarar eru ekki ofaldir á launum sínum
og í raun kæmi engu okkar á óvart þótt hér myndi fljótlega allt
loga í kjaradeilum og verkföllum kennara – það vofir yfir.
Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Krakkarnir okkar standast
illa samanburð við jafnaldra þeirra í löndum sem við viljum helst
bera okkur saman við. Brottfall framhaldsskólanema hér á landi
er með því hæsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Það tekur
íslenska krakka fjórtán ár að komast í háskóla en í öllum þeim
löndum sem við viljum miða okkur við tekur það tólf og þrettán
ár.
Jón Gnarr borgarstjóri sagði á dögunum í sjónvarpsþættinum
Stóru málunum að honum þætti þessi málaflokkur margslunginn
og erfiður. Hann er æðsti yfirmaður skólamála í stærsta sveitar-
félagi landsins. Hann sagðist hafa einbeitt sér að eineltismálum
fremur en því að skólakerfið í heild væri að þróast til góðs.
Auðvitað er mikilvægt að einbeita sér að eineltismálum en
spurning hvort það sé forgangsatriði þegar litið er til þess að
góðu heilli hefur náðst ágætur árangur í þeirri baráttu á undan-
förnum árum. Þökk sé aukinni umræðu, framtaki manna á borði
við Stefán Karl Stefánsson leikara og þátttöku skólanna sjálfra í
að móta aðgerðir gegn einelti. Jón Gnarr er ekki brautryðjandi í
þeim efnum. Það blasir við að huga þarf að grundvallaratriðum.
Ótækt er að við séum með of marga kennara á alltof lágum
launum í einum dýrasta grunnskóla í heimi. Hér hlýtur að þurfa
kjark.
Jón Gnarr upplýsti í áðurnefndum þætti að hann væri brennd-
ur af sársaukafullum og erfiðum sameiningum í skólakerfinu
sem skiluðu litlu. Jón hefur líklega í þessu hitt naglann á höfuðið.
Meinið á rót sína í því að fólk – kennarar og foreldrar – á erfitt
með breytingar. Sem dæmi má nefna að alltaf þegar sá möguleiki
hefur verið nefndur að skólaárið sé lengt, enda miðast það við
horfna hætti; þá að sveitir landsins þurfi á ungviðinu að halda í
réttir og sauðburð – þá hafa slíkar hugmyndir strandað á því að
kennarar hafa tekið þeim afar illa og bent á að langt sumarfrí
sé liður í kjarasamningum þeirra. Vel má vera að svo sé en fyrir
liggur að erfiðir og krefjandi tímar eru fram undan hjá þeim
stjórnmálamönnum sem hafa dug og þor til að laga einn dýrasta
og óskilvirkasta grunnskóla í heimi.
Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum:
Vonlaus skóli
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR
HEIMILISTÖLVA
CM H4.3 SILENCIO
Intel Core i3 örgjörvi, 8GB
vinnsluminni og risastór 2TB
harður diskur. Intel HD 4400
skjástýring. Sérstaklega
hljóðeinangraður CoolerMaster
kassi og Realtek High De nition
7.1 Surround hljóðkort.
Frábær kaup fyrir heimilið.
109.990
TILBOÐSVER
Ð
FULLT VERÐ 11
9.990