Fréttablaðið - 19.10.2013, Page 43
FYRIRTÆKJAGJAFIR
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2013 Kynningarblað Matur, menning, skemmtun, gjafir, skraut og leikir
Það getur verið erfitt að finna réttu gjafirnar handa starfsmönnum, hvort sem um er að ræða jólagjafir eða
ýmsar tækifærisgjafir. Starfsmenn fyrir-
tækja og stofnana eru iðulega á ólíkum aldri
og hafa ólík áhugamál. Við slíkar aðstæður
kemur gjafakort Miði.is sér afar vel. Gjafa-
kortið er tilvalin gjöf til starfsmanna enda
geta þeir nýtt það í ótal viðburði af öllum
stærðum og gerðum sem Miði.is býður upp
á. Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri
Miði.is, segir einfalt og fljótlegt að ganga
frá kaupum á gjafakortum á vefnum og þeir
sem fá þau í hendurnar geti valið úr fjölda
skemmtilegra viðburða í vetur. „Gegnum
Miði.is geta handhafar gjafakortsins valið
úr fjölda viðburða á sviði tónlistar, leik-
húss og íþrótta, auk ýmissa annarra spenn-
andi viðburða. Þeir sem ætla að gefa gjafa-
kort geta valið úr nokkrum upphæðum,
sú lægsta er 2.500 kr. og sú hæsta er 15.000
kr. Þannig er gjafakortið mjög hentug gjöf
til starfsmanna því þarfir þeirra eru ólík-
ar og hægt er að nýta kortið til svo margra
skemmtilegra hluta á ólíkum stöðum.“
Það er afar einfalt að ganga frá kaupum
á gjafakortum á Miði.is og þau eru send til
greiðanda, eða þess sem á að fá gjafakort-
ið að gjöf, að kostnaðarlausu um allt land.
Bráðlega verður einnig boðið upp á raf-
ræn gjafakort. „Sá sem fær kortið að gjöf
þarf svo alltaf að virkja það á eigin kenni-
tölu inni á vefnum www.midi.is. Það er gert
til að tryggja hámarksöryggi fyrir korthafa.
Ef hann týnir kortinu og er búinn að virkja
það er því í flestum tilfellum hægt að gefa
út nýtt kort án þess að hann beri nokkurn
skaða af.“
Mikið úrval í boði
Gríðarlega mikið úrval ólíkra viðburða er
í boði inni á vef Miði.is. „Úrvalið er mjög
mikið og síbreytilegt. Kortahafar geta einn-
ig nýtt hluta af kortinu og þeir munu aldrei
glata inneign þótt lág upphæð sé eftir á
gjafakortinu. Sé lítil fjárhæð eftir er hægt
að greiða mismuninn með kreditkorti eða
koma við á skrifstofu okkar í Skaftahlíð 24.
Þegar búið er að festa kaup á stökum við-
burði kemur fram í lok pöntunar hversu
há fjárhæð er eftir á gjafakortinu. Auk þess
geta korthafar alltaf flett upp stöðu sinni á
netinu, sent
póst eða hringt
á skrifstofuna.“
Gjafakort
Miði.is er búið að
vera til sölu síðan
árið 2006 þótt salan
hafi farið rólega af
stað. „Síðustu árin
hefur salan þó aukist
jafnt og þétt. Við seljum
mikið af gjafakortum til fyrirtækja og stofn-
ana enda er þessi hópur helsti markhópur
okkar. Sum fyrirtækin kaupa kannski 400-
500 kort fyrir starfsmenn og þetta spyrst út,
enda almenn ánægja með þau. Hingað til
höfum við lítið kynnt það fyrir einstakling-
um, þá helst inni á vefnum okkar. Við erum
þó að breyta þeim áherslum.“
Miði.is selur fyrir sífellt fleiri. „Þeim
fjölgar ár frá ári. Atburðunum fjölgar stöð-
ugt og nú fyrir jólin bjóðum við til dæmis
upp á tugi jólatónleika svo dæmi séu tekin.
Í vetur bjóðum við upp á sölu á nokkur
hundruð viðburðum þannig að úr mörgu er
að velja fyrir handhafa gjafakortsins.“
Mesta úrval landsins
í afþreyingu
Handhafar gjafakorts Miði.is geta valið úr hundruðum ólíkra viðburða í
vetur. Einfalt er að panta þau á vefnum og korthafar geta flett upp inneign
sinni þar og pantað miða. Gjafakortið er vinsæl gjöf til starfsmanna
fyrirtækja og stofnana.
Gjafakortið er tilvalin gjöf til
starfsmanna enda geta þeir nýtt
það í ótal viðburði sem Miði.is
býður upp á.
MYND/VALLI
Verið er að hanna nýtt útlit á gjafakort-
in sem verður tilbúið á næstu dögum. „Þau
verða virkilega falleg og aðlaðandi fyrir þá
sem þau hljóta að gjöf.“
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.midi.is.
Gjafakort Miði.is er
glæsileg gjöf sem nýtist á
marga ólíka viðburði í vetur.
Þannig er gjafakortið
mjög hentug gjöf til
starfsmanna því þarfir þeirra
eru ólíkar.